miðvikudagur, september 29, 2004

Ég sé að Eiríkur Jónsson er að hrósa Practice í fjölmiðlapistli í DV í dag. Þetta er hárrétt hjá honum. Undanfarið hefur þessi þáttasyrpa hafið sig yfir alla myndaflokka í sjónvarpi fyrir utan Sopranos. Þriggja þátta framhaldssería um morð og réttarhöld í smábæ var afbragðsfín og persónusköpun er á skjön við það sem gengur og gerist í bandarískum sjónvarpsþáttum, ekki síst með persónu James Spader og aukapersónum úr smábænum.