laugardagur, september 25, 2004

Menn halda auðvitað að tal mitt um skort á viðurkenningu og þess háttar sé botnlaus sjálfsvorkunn biturs miðaldra manns. Þeir sem þekkja mig vita hins vegar að ég geisla af sjálfstrausti, lít ekki út fyrir að vera orðinn miðaldra (þó að það styttist í það) og hef heilsu feitlagins unglings. Ástæðan fyrir því að ég á erfitt með að þaga yfir skorti á stuðningi bókmenntastofnana við mig er sú að ég held að ég sé dálítið sérstakt fyrirbæri í íslenskum bókmenntum. Ekki það að ég sé svo rosalega merkilegur höfundur heldur það að oftast er hæfileikaríkum höfundum hjálpað með einhverjum hætti í íslenskum bókmenntaheimi, en ég er þar undantekning. Þetta segi ég án biturleika enda er mér smám saman að takast að brjótast í gegnum múrinn án þess að hafa nokkurn tíma fengið nokkurn stuðning. Mitt tilfelli er slys, undantekning, tilviljun. Flestir höfundar sem fá aldrei starfslaun og fá ekki gefið út hjá stórum forlögum eru nefnilega ekki góðir, flestir eru lélegir, sumir e.t.v. rétt slarkfærir. Og nú skal ég koma með ferskt og mjög áþreifanlegt dæmi um mína sérstöðu: Í smásagnasafninu Uppspuna eru 16 sögur teknar úr jafnmörgum smásagnasöfnum. Þrír ritdómar hafa birst um bókina. Í stuttum dómi í DV var ég ekkert sérstaklega tekinn út heldur var Þorsteini Guðmundssyni hampað. Gott og vel. Í ritdómi um bókina í útvarpinu hljómaði gagnrýnandinn hins vegar eins og ég héldi byssu að höfði hans: honum þótti mitt framlag það langbesta í bókinni, kallaði mig meistara smásögunnar og fleira í þeim dúr. Í ritdómi í Lesbókinni um síðustu helgi voru allar sögurnar teknar fyrir og mín fékk þar hvað besta dóma. - Jæja. Kíkjum á það sem kallað er bókfræði aftast í bókinni. Þar kemur í ljós að 15 af þessum 16 sögum eru úr bókum sem hafa verið gefnar af forlögum á borð við Edduforlögin, Bjart og JPV. Aðeins mín saga er úr bók gefin út af einhverju fyrirbæri sem heitir Ormstunga og er bara einhver einn maður í Vesturbænum, áður úti á Seltjarnarnesi. - Ég er eini höfundurinn á listanum sem aldrei nokkurn tíma hefur verið gefinn út af þessum forlögum. Ég er eini höfundurinn sem aldrei hefur fengið prófessjónal ritstjórn og stuðning hjá stórri útgáfu heldur hef orðið að læra allt sjálfur. Jafnframt er ég eini höfundurinn fyrir utan Þorstein Guðmundsson á listanum sem aldrei hefur fengið starfslaun rithöfunda (en bíðið bara, hann verður kominn á þann lista fljótlega). - Þrátt fyrir þetta er ég núna að koma út mínu fimmta smásagnasafni (hjá einhverju fyrirbæri sem heitir Skrudda), er að verða nokkuð þekktur og viðurkenndur í vissum hópum og eina ástæðan fyrir því að ég fæ að vera með í safnritum á borð við Uppspuna og gjafabók í Viku bókarinnar er sú að menn hreinlega geta ekki gengið framhjá mér þegar smásagan er annars vegar. - Þetta er ekki mælt af neinum biturleika enda vita þeir sem þekkja mig að ég er í fínum málum og fínu formi á nær öllum sviðum. Þetta er bara svona, krakkar mínir. Svona æxlaðist þetta bara og einhvern veginn finnst mér ég þrátt fyrir allt standa uppi miklu sterkari en ella.5 Comments:

Blogger Audur said...

Var ekki og er ekki alveg viss hvort það sé rétt hjá mér að kommenta um þetta. Nú þekki ég þig ekki persónulega. EN ég þekki nokkuð til þín í gegnum Rithringinn og svo hef ég séð þig á upplestrarkvöldi + að þú komst og spjallaðir aðeins við mig.

Þegar ég kom inn sá ég mann sem var fullur af sjálfstrausti, sat þar við borð með, líklega vinum sínum? Var með stóran vindil, og var virkilega hress.

Ég er kannski ekki hissa að þeir sem lesa þetta frá þér haldi að þú hafir einhverja minnimáttarkennd. Þú talar mikið um aldurinn, eins og það sé eitthvað hræðilegt að verða fertugur, ég segi bara að hver aldur hefur sinn sjarma og það er auðvitað mjög slæmt ef fólk er ósátt við að eldast.

Auðvitað hljóta að togast á hjá þér tilfinningar Ágúst, að bækur þínar hafa ekki verið gefnar út hjá !stóru! forlögunum. Það virkar á mig eins og það sé draumurinn hjá þér.

EN ég er nokkuð viss um að næsta bók þín sem gefin verður út í okt. muni seljast vel.

Ég var svo heppin að geta fylgst með og rýnt nokkrar af sögunum sem verða í bókinni þinni. Þar sem þú sendir þær á Rithringinn á vinnslustigi. Mér finnst vera mjög góð breydd í sögunum. Ég ætla auðvitað að kaupa hana.

2:13 e.h., september 26, 2004  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ég þakka stuðninginn og gangi þér vel.

3:17 e.h., september 26, 2004  
Blogger oakleyses said...

moncler, links of london uk, moncler, moncler outlet, juicy couture outlet, uggs canada, moncler outlet, supra shoes, canada goose pas cher, hollister canada, louboutin, hollister clothing, baseball bats, iphone 6 case, toms outlet, canada goose, swarovski uk, replica watches, wedding dress, juicy couture outlet, timberland shoes, converse shoes, parajumpers outlet, pandora jewelry, gucci, moncler, hollister, moncler, thomas sabo uk, swarovski jewelry, nike air max, pandora charms, vans, montre femme, oakley, pandora uk, louis vuitton canada, karen millen, converse, air max, ray ban, lancel, coach outlet, ralph lauren, canada goose, moncler, ugg, canada goose

9:03 f.h., nóvember 28, 2014  
Blogger Unknown said...

201510.20dongdong
Louis Vuitton Neverfull Tote Bag
Louis Vuitton Outlet Stores Usa
michael kors handbags
football jerseys cheap
michael kors outlet
coach outlet store online
ralph lauren uk
Abercrombie and Fitch USA Outlet Store
Gucci Outlet Store Locations
Louis Vuitton Outlet Free Shipping
Louis Vuitton Official Site Outlet Stores
true religion outlet
Coach Luggage Bags Outlet Sale Online
Louis Vuitton Outlet Mall Store
michael kors outlet online
Jordan Concords Low And High
nike air max 90
canada goose
louis vuitton handbags
Coach Outlet Handbags With Factory Price
Coach Diaper Bag Outlet
coach outlet
fitflops sale clearance
Louis Vuitton Online Shop Stores
Michael Kors Designer Handbags Outlet Online
ralph lauren polo outlet
Louis Vuitton Clearance Sale
michael kors outlet
cheap ugg boots
toms outlet

8:49 f.h., október 20, 2015  
Blogger Unknown said...


Good write-up
https://decor-ksa.com/
http://mchaabaty.com/luxurious/
http://mchaabaty.com/red-bricks/
http://mchaabaty.com/factory/
http://mchaabaty.com/new/
http://mchaabaty.com/marble/

2:46 e.h., janúar 11, 2017  

Skrifa ummæli

<< Home