sunnudagur, september 19, 2004

Margir frægir rithöfundar hafa sagt að það verði ekkert auðveldara að skrifa með árunum. Það er að sumu leyti rétt og sumu leyti ekki. Þetta er vissulega alltaf sama puðið og það er ekki hægt að stytta sér leið framhjá því. Hins vegar veit maður af reynslunni hvar maður stendur. Tökum sem dæmi þetta kvöld: Ég er með tvær söguhugmyndir í gangi og eitthvað af texta komið á blað. Ég svaf næstum því til hádegis í dag og því kjörið að skrifa í kvöld og fram á nótt. - Þrátt fyrir þetta hef ég ekki skrifað staf í kvöld. Ég hef haft bæði söguskjölin opin og vafrað á netinu, en ég hef ekkert skrifað. Og ég veit af reynslunni að ég þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af því, hvað þá móral. Með þessum hætti hef ég nefnilega skrifað heilu bækurnar. Sögurnar finna sér farveg í fyllingu tímans, stundum gengur greiðlega, stundum hangir maður, hlustar á músík og lætur söguhugmyndina gerjast í kollinum. Þannig er það bara.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home