(Meira fortíðargrínbull)
Gott og vel, Úrval er létt aflestrar, en þetta er fjandakornið ekkert sorprit. Þarna eru fræðandi og vel skrifaðar greinar í aðgengilegum búningi. Þegar menn eru búnir að strita á skrifstofunni allan liðlangan daginn eru þeir einfaldlega of þreyttir til að leggjast í lestur þungra fræðirita. Mér þykir afskaplega notalegt að fá mér sæti í húsbóndastólnum eftir kvöldmat og útvarpsfréttir, láta konuna færa mér kaffibolla, troða mér í pípu, og opna nýjasta heftið af Úrvali. Svo les maður um væntanlegar uppgötvanir vísindanna í framtíðinni, tölvur og önnur furðufyrirbæri sem munu jafnvel leysa skrifstofuritvélar af hólmi, og þykkur pípureykurinn liðast um loftið á meðan frúin prjónar eða saumar í bólstruðum stofusófanum. Þetta eru friðsælar og ég vil meina uppbyggilegar stundir.
Með kveðju
ÁBS
16.09.1961
7 Comments:
Gaman að svona framtíðarsýn fortíðardraumsýnarinnar
Já, manstu eftir laginu "Gömlu dagana gefðu mér" sem Vilhjálmur Vilhjálmsson söng rétt fyrir 1970? Textinn er eftir Ómar Ragnarsson og fjallar um mann sem dreymir að það sé komið árið 2012. Búið er að malbika tunglið og útvarpsstjórinn er gamall IBM.
HEHE skemmtileg svör. Úrval er skemmtilegt rit það er líklega löngu hætt að koma út? Hum sorprit, ég lít á bæði svona rit + smásögur/skáldsögur séu nauðsynlegar, eins og Ágúst nefnir, til að slaka á eftir erill dagsins. Auðitað kannast flestir við Arnald, ég segi bara áfram Arnaldur, mitt gól er að gefa kannski eða reyna að gefa smásagnahefti með spennusögum.
AAA það var viðtal við sænskan rithöfund í Kastljósi um daginn, man bara ekki hvað hún heitir, hún varð fræg fyrir að gefa út sakamálasögu + annað. Vesen ég skrifaði nafnið hennar niður en nú finn ég það ekki, kannski man það einhver?
Kveðja,
A
Eitthvað hefurðu misskilið þetta illilega. Þetta átti að vera grín, nokkurs konar stæling á texta sem gæti hafa verið skrifaður árið 1961.
Neibb ég skildi fortíðar-grínið. Hef kannski miskilið að það sé gaman að lesa afþreyingar-spennusögur-gamansögur.??!
Þá meina ég á þessu bloggi, þekki nefnilega marga bæði menntafólk + ekki menntafólk, sem finnst nauðsynleg að geta lesi svoana sögur. EN auðvitað er mest skemmtileg að hafa litríka flóru í sögum. Kannast einhver við sænska rithöfundinn sem ég var að nefna?????
Kv,
A
A
A: Líklega ertu að tala um Lizu Marklund. Eða hvað?
Þessi bullfærsla mín hefur greinilega fengið viðbrögð við hæfi: Frá og með öðru kommenri skil ég hvorki upp né niður í hvað verið er að tala um. Það er gaman að fá komment og ég er þakklátur fyrir að fólk les þessa síðu en það er samt algjör óþarfi að setja inn komment nema þegar maður hefur eitthvað að segja. Ekki bara láta gamminn geysa hvenær sem er.
Skrifa ummæli
<< Home