Ég hef haldið áfram að slá "The New Yorker: Fiction" inn á leitarvélina google.com og komast þannig yfir splunkunýjar smásögur. Hefur það gengið vel. Áhugasömum vil ég benda á að í mörgum ef ekki flestum tilvikum er þarna um að ræða toppefni, miklu betra en það sem boðið er á sérstökum smásagnavefjum. Í gær rakst ég síðan í leiðinni á athyglisverðar deilur um þessar sögubirtingar The New Yorker. Lítt þekktur höfundur kvartar þar yfir birtingu tímaritsins á nýrri sögu eftir Anne Beattie. Höfundurinn birtir þessi skrif sín á bloggsíðu sinni og þar tætir hann sögu Beattie í sig, álítur hana flatneskjulega og klisjukennda. Hann bætir jafnframt við að að erfitt sé að birta svona gagnrýni þar sem flestir telji hann þá bara vera bitran óbirtan höfund. Hann biður þá bara lesendur um að sannreyna gagnrýni sína með því að lesa söguna. Hann hefur orð á því að vissulega sé mjög erfitt að fá birtar smásögur í tímaritum á borð við The New Yorker og þess vegna sé blóðugt að sjá tímaritið eyða jafnmiklu plássi í jafnmáttlausa ritsmíð og sögu Beattie. Grein þessa manns kallar síðan á vangaveltur annars bloggara um hvort bandaríska smásagan sé á niðurleið. Það hljómar eins og vangaveltur um hvort loftið sé ekki lengur hreint á Íslandi enda hafa Bandaríkjamenn lengi talið sig réttilega langbestu smásagnahöfunda í heimi.
Það skemmtilega við þetta er að Anne Beattie sendi á sínum tíma 100 sögur til The New Yorker áður en hún fékk fyrstu söguna birta. Ef bloggarinn hefur rétt fyrir sér eru það kaldhæðnisleg örlög Beattie að vera orðinn staðnaður höfundur sem fær birt í þessu virta tímariti út á nafnið og forna frægð.
Þess má geta að Alice Munro birtir að jafnaði 3 smásögur á ári í The New Yorker. Ég býst við því að hún sé besti smásagnahöfundur í heimi síðan Raymond Carver dó.
1 Comments:
zzzzz2018.6.12
off-white clothing
dsquared2
coach outlet
ralph lauren outlet
nike factory store
arizona cardinals jerseys
salomom shoes
クロムハーツ
nike outlet
nike soldes femme
Skrifa ummæli
<< Home