Veit ekki hvort ég er þunnur í dag. Held ekki. Lenti á Kormáki og Skildi og drakk líklega þrjá dökka Erdinger og reykti þrjá vindla. Ætti varla að vera þunnur af því. Fór með Jóni Sigurðssyni píanóleikara og Guðmundur Björgvinssyni málara og blogggagnýnanda (hann er tæpast hrifinn af færslunni í gær). Hitti Jón Óskar Sólnes og Gunnar Gunnarsson fréttamann sem fór fögrum 0rðum um Uppspunasögu mína í útvarpinu á dögunum. Hann varaði mig við því að hann gæti allt eins tekið mig af lífi í næsta dómi. Líkindin við Raymond Carver voru meðal þess sem helst hreif hann við söguna en fátt veit ég ljúfara en að gagnrýnandi líki mér við Carver. Ég stefni þá að því að verða líkt við Alice Munro á efri árum.
Einnig hitti ég Brynjólf Þór á Fréttablaðinu. Hann er mikill Skagamaður og við ræddum horfurnar á næsta keppnistímabili. Skömmu eftir það fékk ég nánast staðfestingu á því frá ónafngreindum aðila að Guðjón Þórðarson yrði ekki næsti þjálfari KR heldur færi til Grindavíkur.
2 Comments:
Blessaður Ágúst, langar að minna á að þynkan gæti stafað af viskíinu sem þú varst með á fleyg þegar við hittumst, áður en við litum inn á K&S . Ég setti hann upp í vínrekka og hann bíður eftir að komast í öruggar hendur, vonandi innan tíðar. Það er ekki gott að gleyma svona löguðu.
Kveðja,
Jón
Helvítis sjálfsblekking er þetta alltaf í manni. Ég var búinn að gleyma viskíinu sem ég drakk fyrir Kormák. Líklega ígildi þriggja einfaldra.
Skrifa ummæli
<< Home