miðvikudagur, nóvember 24, 2004

Konan mín þjáist af flughræðslu og það mikilli. Þið getið rétt trúað hvort Bandaríkjaferðin í vor hafi ekki reynt á þolrif elskunnar enda hátt í tíu tímar í flugi báðar leiðir. Í dag þurfti hún að fljúga til Akureyrar vegna vinnunnar og hafði kviðið fyrir því síðan um helgina. Ég benti henni á að hvað flugtíminn væri miklu styttri en í vor og hún gat vissulega huggað sig við það. Málin björguðust síðan alveg aðra leiðina með því að hún fékk að sitja frammi í flugstjórnarklefanum. Með því að horfa á hverja einustu hreyfingu flugmannana og vita nokkurn veginn nákvæmlega hvað þeir eru að gera minnkar óttinn til muna. Svo virðist vera að eina leiðin fyrir hana til að losna algjörlega við þessa fóbíu sé sú að hún einfaldlega læri flug, jafnmótsagnakennt og það hljómar. Það vill líka svo til að meðfram þessum ótta bærist undarlegur áhugi á flugi.

Er einhver með fóbíu hérna? Sjálfur gæti ég líklega flokkast sem einhvers konar matarfíkill (fyrir utan það að vera fádæma heimskur, fullkomlega siðlaus og meistari smásögunnar, hehe). Ég hef t.d. haft þolanlega stjórn á átinu í nokkrar vikur núna vegna þess að ég hef ekki snert hvítan sykur. Ég veit af reynslunni að eitt súkkulaðistykki eyðileggur sjálfsstjórnina. Fíkn er hins vegar held ég flóknara fyrirbæri en árátta og fóbía. Ég hef a.m.k. ekki náð að setja mig í spor konunnar minnar en fanga það bara með skynseminni að þetta flokkast að einhverju leyti undir þörf fyrir það að hafa fullkomna stjórn á aðstæðunum.

9 Comments:

Blogger Ljúfa said...

Ég hef alltaf verið sjúklega hrædd við geitunga, maðurinn minn hefur þurft að koma heim úr vinnu til að fjarlægja svoleiðis viðbjóð. Svo er ég alltaf að verða lofthræddari eftir því sem ég eldist. Ég á orðið erfitt með að horfa fram af svölum á þriðju hæð.

1:49 f.h., nóvember 25, 2004  
Blogger Hildigunnur said...

ég varð lofthrædd eftir að ég átti elsta barnið mitt, gat ekki með nokkru móti gengið upp tröppur sem sást niður í gegn um, dó nærri úr hræðslu í kláfferð í Austurríki. Hins vegar hvarf þetta aftur, sem betur fer, tröppurnar ekkert vandamál, hef reyndar ekki prófað kláfinn aftur :-)

11:39 f.h., nóvember 25, 2004  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Geitungar. Ég hef nú bara gaman af að drepa þau ósvífnu kvikindi. En ef ég sé margfætlu kemur yfir mig lamandi viðbjóðstilfinning. Ég efast um að ég gæti jafnað mig ef ég sæi einhvern tíma lófastóra könguló.

11:58 f.h., nóvember 25, 2004  
Anonymous Nafnlaus said...

Sæll,Ágúst.
Sömu fóbíu og konan þín,fór síðast í flugvél fyrir tveimur árum, þegar við fórum til útlanda. Stórgóð hugmynd að fá að sitja í flugstjórnarklefanum.Virkaði það eitthvað fyrir hana? Ég hef líka áhuga á flugi,þá helst í sjónmiðlum, en líka í blaðaformi. Það er oft sagt að það sem maður forðast mest,hefur maður samt áhuga á.

Ég veit um eina sem var flugfreyja en hún dugði í því starfi í eitt ár,haldin flughræðslu. Síðar læknaðist hún af henni er hún kynntist manni sem var flugstjóri. Hann tók hana með sér í flugherminn í London að mig minnir,(Í svona tæki þurfa flugmenn að fara í og æfa sig við hinar ægilegustu aðstæður.) Viti menn hún læknaðist.Nú hef ég ekki aðgang að slíku tæki,ef þið þekkið flugmann þá kannski gæti hún fengið að fara með...?
Geitungar plaga mig ekki lengur, reyndar þoli ég þá ekki, en er ekki hrædd við þá. Ef þeir eru látnir í friði þá láta þær það vera að stinga mann og annan, það hefur mér að amk. verið sagt, vona að það sé rétt.
Slöngur, jakk, en þar er sama sagan ef ég sé þær í sjónvarpi þá glápi ég með viðbjóði og set fæturna upp á borð, ef ein skyldi leynast undir sófa. Aldrei of varlega farið.
Jerimías ég er búin að tala svo mikið um mig (Búin að opna fannál,bölvað bull þar.)
Já ég hef verið aðeins að lesa í bókinni þinni Tvisvar á ævinni, líkar sögurnar misvel,fyrstu þrjár góðar,Mólkinn á toppnum þar, Afmælisgjöfin góð og fleiri.Mæli með bókinni þinni, enda keypti ég tvær.
Þú hefur staðið þig vel á upplestrinum Á Súfistanum.Skrýtinn/undarlegur hlustendahópur, skil ekki af hverju flestir voru hárgreiðslufólk? Var félag þessa blaðskellandi hóps búið að hafa samband við þig???

En Hvernig var svo á föstudeginum á Kaffi Reykjavík, Þegar þú áttir afmæli?
Annars til lukku með það.
Kveðja,
Auður

8:30 e.h., nóvember 25, 2004  
Anonymous Nafnlaus said...

auður er ekki til.

12:38 f.h., nóvember 26, 2004  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Hvernig líst þér á það, Auður, að þú sért ekki til? Ég myndi ekki líða svoleiðis ummæli. Anonymous, tékkaðu á rithringur.is ef þú ert þá sjálfur til. - Mér var boðið að lesa upp hjá afgreiðslufólkinu enda sá sem skipulagði það mjög bókmenntasinnaður, Torfi Geirmundsson, hárskeri á Hlemmi, pabbi Mikka Torfa. Föstudagsupplesturinn var frekar misheppnaður svo ég hef ekkert verið að minnast á hann.

11:05 f.h., nóvember 26, 2004  
Anonymous Nafnlaus said...

Hlæ bara af þessu, því auður er ekki sama og Auður sem er nafnið mitt og er auðvitað ritað með stórum staf.
Þú sem ritaðir þetta ert þú til eða ekki og ertu kannski nafnlaus í raun og veru?

Ég er óttalega forvitin hvernig flugferðin gekk hjá konunni þinni,lagaðist hún eitthvað af þeirri fóbíu að sitja hjá flugmönnunm...? Mér finnst það svo vel tilfundið að gera slíkt.
Eitt en, ert þú nokkuð farin að leggja drög að næstu bók?
Vona að bókin þín Tvisvar á ævinni, seljist vel, ég mæli með henni.
Kv. Auður

2:41 e.h., nóvember 26, 2004  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Það gengur illa að einbeita sér að skiftum núna en þó eru margar hugmyndir í gangi. Ég held ég þurfi að komast eitthvað einn í burtu og stefni að stuttri ferð til Þýskalands eftir áramót.

2:51 e.h., nóvember 26, 2004  
Blogger oakleyses said...

red bottom shoes, michael kors outlet online, true religion, tiffany and co jewelry, nike air max, oakley sunglasses, ray ban outlet, tory burch outlet online, tiffany jewelry, michael kors outlet, louis vuitton, nike outlet, oakley vault, kate spade outlet online, prada handbags, nike free, longchamp outlet, ray ban sunglasses, nike air max, coach outlet store online, burberry outlet online, christian louboutin, coach outlet, christian louboutin shoes, christian louboutin outlet, louis vuitton handbags, michael kors outlet store, michael kors outlet online, polo ralph lauren, cheap oakley sunglasses, chanel handbags, coach purses, coach outlet, prada outlet, kate spade outlet, polo ralph lauren outlet, burberry outlet online, longchamp handbags, true religion outlet, louis vuitton outlet online, gucci handbags, jordan shoes, longchamp outlet online, michael kors handbags, louis vuitton outlet, michael kors outlet online, louis vuitton outlet

1:28 f.h., nóvember 29, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home