fimmtudagur, apríl 14, 2005

Dagur í lífi meistara

Ég er í skapi fyrir dagbók í nærfataskúffustíl (Þ. Joð) í dag. Færslan er annars tileinkuð þessari dásamlegu setningu sem ég sá á annarri bloggsíðu fyrir stuttu:

“Ég sofnaði yfir sjónvarpinu í gær og vaknaði á sófanum klukkan átta í morgun í öllum fötunum. Ojbara.”

Að skrifa vel snýst nefnilega ekki um orðarembing og skraut. Það snýst um lifandi lýsingar. Sumir hafa þetta í sér en aðrir ekki. En ég er hins vegar ekki að reyna að skrifa vel hér að neðan.

Kl. 5 – Vakna og fæ mér samloku með skinku. – Andskotinn. Sofna aftur.
Kl. 7.45 Erla vekur mig til að sinna börnunum.
Kl. 9.43 Vakna aftur og rýk á fætur. Börkur hringir og segir að nú verði ég að vera “kreatvíur”.
Kl. 10.20 Mættur í vinnuna og fer að skrifa sjónvarpauglýsingar með Berki og Og Vodafone fólki. Þurfti auk þess að skrifa fjórar blaðaauglýsingar um sama efni og prófarkalesa haug af dóti. Vældi í huganum yfir því að fá ekki að hugsa um bókina mína í friði. Hringdi í Erlu og vældi yfir litlum tíma til skrifta.

Kl. 13 Ommeletta á Ítalíu. Fylgdist með rosalega skemmtilegum eins árs strák á næsta borði. Langaði í barn en ekki nógu mikið. – Skrifaði fimm setningar í sögunni. – Át ávexti síðdegis og ofnbakaðan rétt í kvöld (pylsur og fiskur). Drakk mikið kaffi.

Kl. 14-19.00 Auglýsingaskrif og prófarkalestur (ofangreint) – Fékk töluvpóst frá Þráni Bertelssyni, Jóni Óskari Sólnes, Rúnari Helga Vignissyni og Eyvindi Karlssyni. Svaraði einum þeirra með skætingi vegna míns reglulega ofsóknarbrjálæðis.

Skoðaði mig í spegli og þuklaði mig. Lappirnar grjótharðar af skokkvöðvum en ég er að fitna enn einu sinni, búkurinn eins og dúnsæng viðkomu.

Kom heim með strætó og hitti Erlu nýfertuga á horni Tómasarhaga og Dunhaga. Hún var á leiðinni á kóræfingu, skrúfaði niður bílrúðuna og sagði að maturinn væri tilbúinn en ég yrði að gefa krökkunum. Rosalega fannst mér hún glæsileg og lét þess getið. Hárið uppsett – þetta er víst generalprufa fyrir tónleika á mánudaginn. Vona að hún fari ekki að yngja (og “grenna”) upp; sem betur fer er þetta kvennakór.

Eldhúsið og þvottahúsið bíða. CD- í eyrunum. Hausinn velsofinn. Hádegissetningarnar gætu hafa lagt drög að góðum skriftum í nótt.

8 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Pylsur og fiskur?
Nánari útlistun óskast.

3:14 e.h., apríl 15, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Það voru pylsubita, fiskur, ostur og sósa í fatinu.

4:29 e.h., apríl 15, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Jújú, ég þóttist mega ráða að þarna færu saman fiskur og pylsur í einu fati, en spurt er: Hvurnin pylsur, hvurnin fiskur, hvurnin ostur og, síðast en ekki síst, hvurnin sósa?
Og kannski það mikilvægasta af öllu, hvurnin bragðaðist þessi - fyrir mér allavega - óvenjulega blanda?

6:02 e.h., apríl 15, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Þetta gerðist hratt, ég gleypti þetta í mig, en líklega var þetta ýsa og SS-pylsur. Bragðaðist ágætlega.

6:42 e.h., apríl 15, 2005  
Blogger oakleyses said...

red bottom shoes, michael kors outlet online, true religion, tiffany and co jewelry, nike air max, oakley sunglasses, ray ban outlet, tory burch outlet online, tiffany jewelry, michael kors outlet, louis vuitton, nike outlet, oakley vault, kate spade outlet online, prada handbags, nike free, longchamp outlet, ray ban sunglasses, nike air max, coach outlet store online, burberry outlet online, christian louboutin, coach outlet, christian louboutin shoes, christian louboutin outlet, louis vuitton handbags, michael kors outlet store, michael kors outlet online, polo ralph lauren, cheap oakley sunglasses, chanel handbags, coach purses, coach outlet, prada outlet, kate spade outlet, polo ralph lauren outlet, burberry outlet online, longchamp handbags, true religion outlet, louis vuitton outlet online, gucci handbags, jordan shoes, longchamp outlet online, michael kors handbags, louis vuitton outlet, michael kors outlet online, louis vuitton outlet

1:55 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

birkin bag, ferragamo shoes, ugg, reebok shoes, asics shoes, insanity workout, hollister, giuseppe zanotti, chi flat iron, soccer jerseys, herve leger, jimmy choo shoes, uggs outlet, new balance outlet, replica watches, lululemon outlet, nike huarache, north face jackets, ugg boots, p90x workout, longchamp, canada goose outlet, uggs on sale, abercrombie and fitch, beats headphones, wedding dresses, vans outlet, valentino shoes, mac cosmetics, canada goose outlet, canada goose, uggs outlet, celine handbags, soccer shoes, nike roshe, mcm handbags, marc jacobs outlet, bottega veneta, mont blanc pens, ugg outlet, canada goose outlet, nfl jerseys, ugg soldes, babyliss pro, ghd, nike trainers, north face outlet, ugg boots, instyler ionic styler

2:11 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

uggs canada, louis vuitton canada, wedding dress, moncler outlet, vans, toms outlet, moncler, oakley, moncler, coach outlet, lancel, moncler, supra shoes, hollister clothing, pandora uk, montre femme, ray ban, ralph lauren, canada goose, canada goose, pandora charms, pandora jewelry, juicy couture outlet, parajumpers outlet, baseball bats, iphone 6 case, thomas sabo uk, canada goose pas cher, hollister, juicy couture outlet, converse, ugg, converse shoes, replica watches, moncler, canada goose, air max, nike air max, gucci, links of london uk, moncler outlet, louboutin, swarovski jewelry, swarovski uk, moncler, timberland shoes, hollister canada, karen millen

2:18 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger Unknown said...

qzz0424
coach factory outlet
coach outlet store online
oakley sunglasses wholesale
air huarache
true religion outlet
nike outlet
air jordan 4
oakley sunglasses wholesale
dsquared
ralph lauren polo

4:01 f.h., apríl 24, 2018  

Skrifa ummæli

<< Home