sunnudagur, apríl 03, 2005

Síðasta vika hlýtur að teljast Kormákar og Skjaldar vikan í lífi mínu því ég fór aftur þangað á föstudagskvöldið með Jóni Óskari Sólnes. Þar hitti ég m.a. rithöfund sem ekki vill láta minnast á sig hérna og upp úr miðnætti troðfylltist staðurinn af sigri hrósandi fréttamönnum RÚV. Að auki hitti ég einn af mínum dyggustu lesendum, Lárus Blöndal. Þrisvar var mér óbeðið færður drykkur af sessunautum og spjallfélögum, fallegar konur settust til skiptis á lausa stóla við borðin okkar, Jón Óskar gaf mér brenndan geisladisk með völdum lögum, Songs for the Mature Man, en á honum er ljósmynd af mér sem hann tók í skírnarveislu á Miklubrautinni á annan í páskum; myndin tekin úti á svölum. Í þessu dásamlega andrúmslofti gat ég samt ekki sleppt mér lausum því ég hafði allan hugann við að lenda ekki í þynnku á laugardeginum - alltaf er maður að berjast við að finna tíma og næði til að skrifa og ég hafði plön fyrir laugardaginn eins og alla aðra daga. Ég fór því heim eftir nokkra kaffibolla og þrjá koníak en hefði kannski betur slegið öllu upp í kæruleysi því ég var þunnur á laugardeginum og gat ekkert skrifað. Reykingar, beinar og óbeinar hljóta að eiga sinn þátt í þessu. Ég skokkaði að vísu og hefði varla gert það eftir alvöru fyllerí. En skrifað gat ég ekki - Erla var í æfingabúðum hjá kvennakórnum og Freyja í gistingu og við skemmtanahald með vinkonum sínum (þær eru farnar að kalla það Gistiklúbbinn, gista þrjá til skiptis á hverri annarri með tilheyrandi pizzuveislum, bíóferðum, Kringluferðum o.fl.) og ég var því einn heima með Kjartani. Við horfðum á handbolta og fótbolta í sjónvarpinu og lékum þessar íþróttagreinar með svamp- og gúmmíboltum á ganginum. Í sjónvarpinu tók hann kvennaleik í handbolta fram yfir Chelsea-leikinn en handboltinn er númer eitt hjá honum. Stefnir á Gróttu-KR um leið og hann hefur aldur til.

Fyrri partinn í dag fór Erla aftur í kórbúðir. Hún hringdi upp úr kl. 2 og sagðist ætla til Ingu systur sinnar að ná í bók um Prag. Þá var mér nóg boðið því í Fréttablaðinu stóð að Þráinn Bertelsson sæti við skriftir í Prag. Fyrir örstuttu upplýsti Vigdís Grímsdóttir að hún væri að fara til Parísar að einbeita sér að næstu bók. Ég tilkynnti því Erlu að ég væri á leiðinni niður í miðbæ Reykjavíkur að gera það einn dagspart sem þetta fólk gerir árið um kring í heimsborgum Evrópu. Hún tók því ljúflega og sótti Kjartan.

Ég var að koma af Hressó, hálfri síðu ríkari og hef allt kvöldið framundan og fram á nótt. Ég fer til Prag á fimmtudaginn og óvíst að ég nái öðrum söguspretti fram að því. Svona hefur þetta gengið árum saman og svona verður þetta áfram. Eftir einhver misseri kemur næsta bók út eftir ótal geðvonskuköst og fréttir af öðrum höfundum skrifandi úti í heimi.

8 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Sælir og afsakið. Þú segir Lárus Blöndal en ertu samt ekki alveg örugglega að tala um mig?

kv. Gunnar

5:51 e.h., apríl 04, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ég held að Hermann Stefánsson verði að fara að opna bloggsíðu. Þá geturðu sett inn svona komment hjá honum.

5:54 e.h., apríl 04, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

blessaður ágúst.
ég sé á bloggsíðunni þinni (sem ég les alltaf annað slagið mér til óblandinnar skemmtunar) að þú sért væntanlegur til prag. hafðu endilega samband ef ég get eitthvað greitt götu þína eða leiðbeint þér hérna á svæðinu. netfangið mitt er nyttlif@simnet.is,
kk, þráinn bertelsson

10:01 e.h., apríl 04, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Kærar þakkir. Ég verð í sambandi. Fæ að senda þér nokkrar spurningar áður en ég held út.

10:23 e.h., apríl 04, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Afsakaðu mig aftur, en ég hlýt að hafa misskilið eitthvað - ég hélt að þetta væri bloggsíða Hermanns Stefánssonar!!!

kv. Gunnar

10:26 e.h., apríl 04, 2005  
Blogger oakleyses said...

red bottom shoes, michael kors outlet online, true religion, tiffany and co jewelry, nike air max, oakley sunglasses, ray ban outlet, tory burch outlet online, tiffany jewelry, michael kors outlet, louis vuitton, nike outlet, oakley vault, kate spade outlet online, prada handbags, nike free, longchamp outlet, ray ban sunglasses, nike air max, coach outlet store online, burberry outlet online, christian louboutin, coach outlet, christian louboutin shoes, christian louboutin outlet, louis vuitton handbags, michael kors outlet store, michael kors outlet online, polo ralph lauren, cheap oakley sunglasses, chanel handbags, coach purses, coach outlet, prada outlet, kate spade outlet, polo ralph lauren outlet, burberry outlet online, longchamp handbags, true religion outlet, louis vuitton outlet online, gucci handbags, jordan shoes, longchamp outlet online, michael kors handbags, louis vuitton outlet, michael kors outlet online, louis vuitton outlet

1:54 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

birkin bag, ferragamo shoes, ugg, reebok shoes, asics shoes, insanity workout, hollister, giuseppe zanotti, chi flat iron, soccer jerseys, herve leger, jimmy choo shoes, uggs outlet, new balance outlet, replica watches, lululemon outlet, nike huarache, north face jackets, ugg boots, p90x workout, longchamp, canada goose outlet, uggs on sale, abercrombie and fitch, beats headphones, wedding dresses, vans outlet, valentino shoes, mac cosmetics, canada goose outlet, canada goose, uggs outlet, celine handbags, soccer shoes, nike roshe, mcm handbags, marc jacobs outlet, bottega veneta, mont blanc pens, ugg outlet, canada goose outlet, nfl jerseys, ugg soldes, babyliss pro, ghd, nike trainers, north face outlet, ugg boots, instyler ionic styler

2:10 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

uggs canada, louis vuitton canada, wedding dress, moncler outlet, vans, toms outlet, moncler, oakley, moncler, coach outlet, lancel, moncler, supra shoes, hollister clothing, pandora uk, montre femme, ray ban, ralph lauren, canada goose, canada goose, pandora charms, pandora jewelry, juicy couture outlet, parajumpers outlet, baseball bats, iphone 6 case, thomas sabo uk, canada goose pas cher, hollister, juicy couture outlet, converse, ugg, converse shoes, replica watches, moncler, canada goose, air max, nike air max, gucci, links of london uk, moncler outlet, louboutin, swarovski jewelry, swarovski uk, moncler, timberland shoes, hollister canada, karen millen

2:18 f.h., nóvember 29, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home