miðvikudagur, mars 23, 2005

Einn af vinum mínum og velgjörðarmönnum (án þess að hafa hugmynd um það) er bandaríski rithöfundurinn Richard Ford. Hann fékk Pulitzer-verðlaunin árið 1995 fyrir skáldsöguna Independence Day. Smásagnasafnið Rock Springs (frá 1989, að ég held) er stórkostlegt og hefur haft áhrif á marga. Núna er ég að endurlesa safnið Multitude of Sins en sögurnar í því fjalla nær allar um hjónabönd og önnur slík sambönd, framhjáhald og fleiri syndir. - Ford var lesblindur og telur það hafa gert sig að rithöfundi. Hljómar mótsagnakennt en þessi fötlun varð til þess að hann varð gríðarlega nákvæmur í orðavali og hefur sá ávani fylgt honum.

Ford er einn af þessum höfundum sem hafa fylgt mér og hjálpað mér að búa til sögur, aðrir eru t.d. Raymond Carver, Tobias Wolf og Alice Munro. - En á þessum tímapunkti dusta ég nýlegt ryk af bókum Fords því líklega þarf ég á honum að halda í skrifum á næstunni.

Bjartur þarf að láta þýða Ford og gefa út í NEON. Multitude of Sins væri heppileg, enda nýleg bók.

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Takk fyrir að vekja athygli á Richard Ford, hann er alger snillingur og skiptir þá ekki máli hvort það þú nefnir Independece Day eða fyrri söguna um Bascombe, The Sportswriter. Veit ekki hvernig stíll Fords nýtur sín í þýðingu myndir þú treysta þér til að reyna ?

12:58 e.h., mars 27, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Heilir og sælir. Ég sé ekki fram á að ég þýði Ford eða annan höfund á næstu misserum. Ég hef set málin upp þannig að ég stundi ekki þýðingar þar sem ég þarf að nýta frítíma minn í eigin skriftir. Áhugi forlags og þýðingarstyrkur þyrfti að koma til svo ég leggði eigin skrif á hilluna mánuðum saman. En við þær aðstæður þá myndi ég treysta mér til að þýða Ford. Á hinn bóginn eru til menn sem ég treysti til að skila honum og er Rúnar Helgi þar efstur í huga.

11:01 e.h., mars 28, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Hvernig er þessi þýðingarbissness - hvernig er það borgað ? og hvernig seljast þýðingar hér á markaðnum ?

Annars lýst mér vel á Rúnar Helga í starfið

8:32 e.h., mars 31, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Þýðingar seljast almennt illa fyrir utan nokkrar frægar undantekningar. Í sjálfu sér er þetta slæmt tímakaup þegar um er að ræða vandasamar og krefjandi skáldsagnaþýðingar. Hins vegar er kominn peningur í þetta, taxtar hafa hækkað á síðustu árum og svo koma þýðingarstyrkir inn í myndina.

12:00 f.h., apríl 01, 2005  
Blogger oakleyses said...

red bottom shoes, michael kors outlet online, true religion, tiffany and co jewelry, nike air max, oakley sunglasses, ray ban outlet, tory burch outlet online, tiffany jewelry, michael kors outlet, louis vuitton, nike outlet, oakley vault, kate spade outlet online, prada handbags, nike free, longchamp outlet, ray ban sunglasses, nike air max, coach outlet store online, burberry outlet online, christian louboutin, coach outlet, christian louboutin shoes, christian louboutin outlet, louis vuitton handbags, michael kors outlet store, michael kors outlet online, polo ralph lauren, cheap oakley sunglasses, chanel handbags, coach purses, coach outlet, prada outlet, kate spade outlet, polo ralph lauren outlet, burberry outlet online, longchamp handbags, true religion outlet, louis vuitton outlet online, gucci handbags, jordan shoes, longchamp outlet online, michael kors handbags, louis vuitton outlet, michael kors outlet online, louis vuitton outlet

1:54 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

birkin bag, ferragamo shoes, ugg, reebok shoes, asics shoes, insanity workout, hollister, giuseppe zanotti, chi flat iron, soccer jerseys, herve leger, jimmy choo shoes, uggs outlet, new balance outlet, replica watches, lululemon outlet, nike huarache, north face jackets, ugg boots, p90x workout, longchamp, canada goose outlet, uggs on sale, abercrombie and fitch, beats headphones, wedding dresses, vans outlet, valentino shoes, mac cosmetics, canada goose outlet, canada goose, uggs outlet, celine handbags, soccer shoes, nike roshe, mcm handbags, marc jacobs outlet, bottega veneta, mont blanc pens, ugg outlet, canada goose outlet, nfl jerseys, ugg soldes, babyliss pro, ghd, nike trainers, north face outlet, ugg boots, instyler ionic styler

2:10 f.h., nóvember 29, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home