mánudagur, júlí 18, 2005

Jæja, kominn aftur á sænska kaffihúsið með íslensku stöfunum í eldgömlu tölvunum sínum. Tímanum eyði ég ýmist hér í Stalos sem er steindauður strandbær, í Platanías þar sem er mun meira líf og loks í títtnefndri Hania, Chania, Xania. Þangað förum við Erla í kvöld í rómantíska ferð eða svo á að heita. Bróðir hennar og mágkona fara í samskonar ferð annað kvöld og hinir heimasitjandi passa börnin, sem er nú lítið mál því krakkarnir eru orðnir svo stórir. Það er hinn yndislegi lúxus við að vera miðaldra: Stórir krakkar. Ekki gargandi grey í kerrum sem þarf að skáskjóta framhjá túristastraumnum á þröngum gangstéttum.

Ég veit ekkert um Grikkland. Eða réttara sagt, það sem enn tollir í kollinum á mér er tengt Aþenu og ekki er ég þar. Allt annað er runnið saman í hausnum á mér eins og orðatiltækin í kollinum á Bibbu á Brávallagötunni. Ég get heldur ekki myndað mér neinar sérstakar skoðanir á hinum almenna Krítverja. Þetta er náttúrulega allt ferðaþjónustufólk, beint og óbeint, þeir sem maður á einhver samskipti við. Veitingahúsaeigendurnir og þjónar eru alltaf vingjarnlegir, þakka skyldi þeim. Strætisvagnastarfsfólkið er einstaklega ruddalegt og óbilgjarnt enda ekki ætla ég meðalgrikkjanum það, þetta er bara einhver kúltúr í þeim bransa.

Ég er að lesa bók sem gerist í grísku borgarastyrjöldinni rétt eftir seinni heimstyrjöldina. Eleni heitir hún (eða Elini, er ekki með hana með mér hér) og er eftir blaðamanninn Nicholas Gage en marxískir skæruliðar myrtu móður hans árið 1948. Hann gerðist síðan rannsóknarblaðamaður og á miðjum aldri tók hann að beita þeim vinnuaðferðum til að hafa uppi á morðingjum móður sinnar. Bókin er læsileg og ég fræðist þá eitthvað um gríska samtímasögu en fornsagan verður í sama grautnum í hausnum á mér sem fyrr, fyrir utan þetta þokkalega yfirlit um heimspekina sem ég hef.

Léttir var að heyra af 4-0 sigri KR gegn Fram. Gálgafrestur í fallbaráttunni.

Mér hefur gengið vel með skáldsöguna þó að alltaf sé ég jafnóánægður með afköstin þessi misserin. Þetta gæti orðið hin lúnknasta saga.

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Nú líkar manni við þig, elsku drengurinn. Strætisvagnabílstjórar í Grikklandi eru sérstakur þjóðflokkur, en tiltölulega meinlaus miðað við gríska leigubílstjóra, en þeir eru blendingskyn komið af hinum herskáu Spartverjum, hausaveiðurum á Gíneu, SS-mönnum; Darth Vader er eins og ungur smásagnahöfundur miðað við þessa gæja. Þessi þjóðflokkur heldur til í Aþenu, inntökuskilyrðið er að hafa lagt í rúst Grikklandsferðir amk. 100 fjölskyldna.

1:52 e.h., júlí 18, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Hefur þér ekki dottið í hug að skrifa skáldsögu um íslenska fjölskyldu sem fer í sumarleyfi til Grikklands, en verður fyrir því óhappi að leigubílstjóri í Aþenu selur fjölskylduna mansali. Kvenfólkið til Sádí-Arabíu í kvennabúr, en fjölskyldufaðirinn er sendur til Pakistan og verður herbergisþjónn hjá Ósama Bin Laden.
Í stopulum tómstundum sínum skrifar fjölskyldufaðirinn nýja útgáfu af Kóraninum og er gerður að Spámanni og tekur við söfnuðinum í Asíu þegar Bin Laden er orðinn konungur Bandaríkjanna.

2:01 e.h., júlí 18, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Síðan þegar hann er orðinn Soldán í Aþenu kaupir Spámaðurinn KR-liðið og FIFA og tekur upp þann sið að knattspyrna skuli leikin með hausum trúvillinga. Guðjón Þórðarson gerir þetta lið af Evrópumeisturum og Vesturbæingar reisa styttu af Spámanninum sínum og læra smásögur hans utanbókar.

2:08 e.h., júlí 18, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Hinn andlegi skyldleiki sem þú segist nú vera að uppgötva við Bibbu á Brávallagötunni er nokkuð sem lesendur þínir hafa tekið eftir fyrir löngu. Það er ekki hugsunin sem gerir þig að meistara heldur það sem veltur upp úr þér. Sama á við um Bibbu.

4:28 e.h., júlí 18, 2005  
Blogger oakleyses said...

red bottom shoes, michael kors outlet online, true religion, tiffany and co jewelry, nike air max, oakley sunglasses, ray ban outlet, tory burch outlet online, tiffany jewelry, michael kors outlet, louis vuitton, nike outlet, oakley vault, kate spade outlet online, prada handbags, nike free, longchamp outlet, ray ban sunglasses, nike air max, coach outlet store online, burberry outlet online, christian louboutin, coach outlet, christian louboutin shoes, christian louboutin outlet, louis vuitton handbags, michael kors outlet store, michael kors outlet online, polo ralph lauren, cheap oakley sunglasses, chanel handbags, coach purses, coach outlet, prada outlet, kate spade outlet, polo ralph lauren outlet, burberry outlet online, longchamp handbags, true religion outlet, louis vuitton outlet online, gucci handbags, jordan shoes, longchamp outlet online, michael kors handbags, louis vuitton outlet, michael kors outlet online, louis vuitton outlet

2:44 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

uggs canada, louis vuitton canada, wedding dress, moncler outlet, vans, toms outlet, moncler, oakley, moncler, coach outlet, lancel, moncler, supra shoes, hollister clothing, pandora uk, montre femme, ray ban, ralph lauren, canada goose, canada goose, pandora charms, pandora jewelry, juicy couture outlet, parajumpers outlet, baseball bats, iphone 6 case, thomas sabo uk, canada goose pas cher, hollister, juicy couture outlet, converse, ugg, converse shoes, replica watches, moncler, canada goose, air max, nike air max, gucci, links of london uk, moncler outlet, louboutin, swarovski jewelry, swarovski uk, moncler, timberland shoes, hollister canada, karen millen

3:06 f.h., nóvember 29, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home