sunnudagur, ágúst 07, 2005

Ég grúskaði og skrifaði nokkrar línur á Borgarbókasafninu í dag. Ég hef ekki komið þangað lengi. Á eftir fékk ég mér kaffi á Súfistanum með Erlu og Evu vinkonu hennar. Borgarbókasafnið plús Súfistinn minnir mig dálítið á smásagnagerðina frá 2003 og 2004, þegar ég var að skrifa síðustu bók. Núna er orðið meira en tímabært að ná góðum spretti í skáldsögunni sem ég er búinn að vera að paufast við í meira en hálft ár. Ég þarf að skila henni af mér í ágústlok á næsta ári. Sagan margumrædda lítur að mörgu leyti vel út en afköstin eru afar hæg.

Fór á FH - KR í kvöld. Átti ekki von á neinu og fékk heldur ekki neitt nema enn einn dapran leikinn. Þó voru ákveðin batamerki á liðinu í fyrri hálfleik. Ég tók Kjartan með mér á leikinn. Hann hefur þurft að horfa upp á of marga tapleiki, annað en systir hans sem komst til vits og ára mitt í titlaflóðinu um aldamótin.

Ég kann vel við þennan tíma: síðsumarið. Hugurinn er að byrja að takmarkast meira og meira við bókina, en hann hefur hvarflað víða í sumar. Eftir tvo mánuði verð ég kominn vel áleiðis með verkið.

8 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hey! Kannski ljótt að segja það, en síðasti útvarpspistill kom mér ánægjulega á óvart :) Gaman að því þegar fólk þorir að segja þessi politically incorrect sannindi upphátt.

2:53 f.h., ágúst 08, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Sæl. Það er kannski erfitt að segja hvað eru sannindi í þessum efnum, þ.e. hvað er fegurð? og hvað er ástríða? o.sfrv. - en ég held að þetta afdráttarlausa sjónarhorn þessa pistils eigi a.m.k. alveg rétt á sér.

2:58 f.h., ágúst 08, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Jújú - auðvitað má segja að allt sé afstætt, nema hvað. Og auðvitað má finna dæmi um konur sem verða huggulegri með aldrinum. T.d. verða sumar óttalega kellingalegar strax upp úr unglingsárum en halda svo því sama útliti áratugum saman. Smám saman mjakast svo raunaldur þeirra útlitsaldrinum og siglir að lokum fram úr honum.

(Þarna afvegaleiddist Lalage)

En jú, mér finnst viðhorfið eiga rétt á sér, bæði innan útvarpspistla og utan. Við búum í gerviheimi þar sem allt, sér í lagi orð, á að vera bómullarpakkað til þess að móðga örugglega ekki neinn. Það beittasta sem við sjáum þessa dagana er chick-lit, sem talar um að samskipti kynjanna séu erfið og ósanngjörn og að frami og barnauppeldi fari ekki saman.

Þú ert eini maðurinn sem ég þekki sem talar í einhverri alvöru um hjónabandspólitík upphátt - og öllum finnst þú stórskrýtinn fyrir vikið! ;) Þó er sú pólitík iðkuð á næstum hverju einasta heimili.

3:11 f.h., ágúst 08, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Þessi pólitík snertir mann meira en hefðbundin stjórnmál.

3:13 f.h., ágúst 08, 2005  
Blogger oakleyses said...

red bottom shoes, michael kors outlet online, true religion, tiffany and co jewelry, nike air max, oakley sunglasses, ray ban outlet, tory burch outlet online, tiffany jewelry, michael kors outlet, louis vuitton, nike outlet, oakley vault, kate spade outlet online, prada handbags, nike free, longchamp outlet, ray ban sunglasses, nike air max, coach outlet store online, burberry outlet online, christian louboutin, coach outlet, christian louboutin shoes, christian louboutin outlet, louis vuitton handbags, michael kors outlet store, michael kors outlet online, polo ralph lauren, cheap oakley sunglasses, chanel handbags, coach purses, coach outlet, prada outlet, kate spade outlet, polo ralph lauren outlet, burberry outlet online, longchamp handbags, true religion outlet, louis vuitton outlet online, gucci handbags, jordan shoes, longchamp outlet online, michael kors handbags, louis vuitton outlet, michael kors outlet online, louis vuitton outlet

2:49 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

true religion outlet, hollister, air jordan, nike free pas cher, mulberry, scarpe hogan, vans pas cher, timberland, ralph lauren pas cher, michael kors uk, longchamp, barbour, michael kors canada, louis vuitton, nike air max, tn pas cher, louis vuitton uk, air max pas cher, nike air force, longchamp pas cher, air max, nike free, nike blazer pas cher, burberry pas cher, true religion jeans, north face, sac louis vuitton, ray ban uk, chaussure louboutin, sac michael kors, sac vanessa bruno, hollister, lululemon, louis vuitton pas cher, oakley pas cher, north face pas cher, guess pas cher, lacoste pas cher, converse pas cher, ralph lauren, ray ban pas cher, hermes pas cher, nike roshe run, abercrombie and fitch, nike air max, nike roshe, new balance pas cher

2:56 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

birkin bag, ferragamo shoes, ugg, reebok shoes, asics shoes, insanity workout, hollister, giuseppe zanotti, chi flat iron, soccer jerseys, herve leger, jimmy choo shoes, uggs outlet, new balance outlet, replica watches, lululemon outlet, nike huarache, north face jackets, ugg boots, p90x workout, longchamp, canada goose outlet, uggs on sale, abercrombie and fitch, beats headphones, wedding dresses, vans outlet, valentino shoes, mac cosmetics, canada goose outlet, canada goose, uggs outlet, celine handbags, soccer shoes, nike roshe, mcm handbags, marc jacobs outlet, bottega veneta, mont blanc pens, ugg outlet, canada goose outlet, nfl jerseys, ugg soldes, babyliss pro, ghd, nike trainers, north face outlet, ugg boots, instyler ionic styler

3:02 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

uggs canada, louis vuitton canada, wedding dress, moncler outlet, vans, toms outlet, moncler, oakley, moncler, coach outlet, lancel, moncler, supra shoes, hollister clothing, pandora uk, montre femme, ray ban, ralph lauren, canada goose, canada goose, pandora charms, pandora jewelry, juicy couture outlet, parajumpers outlet, baseball bats, iphone 6 case, thomas sabo uk, canada goose pas cher, hollister, juicy couture outlet, converse, ugg, converse shoes, replica watches, moncler, canada goose, air max, nike air max, gucci, links of london uk, moncler outlet, louboutin, swarovski jewelry, swarovski uk, moncler, timberland shoes, hollister canada, karen millen

3:07 f.h., nóvember 29, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home