fimmtudagur, desember 14, 2006

Þætti það ekki dáldið skrýtið ef valinn væri karlmaður ársins? Ekkert þykir sjálfsagðara en tímarit velji ár eftir ár konu ársins. - Ennþá viðgengst sá hugsunarháttur að það þurfi að púkka sérstaklega undir kvenkynið vegna þess að það sé minnimáttar eins og þroskaheftir eða geðsjúkir.

Konur hafa vissulega minni völd en karlar í stjórnkerfi og viðskiptalífi þjóðfélagsins en þau völd eru í höndum tiltölulega fárra karla. Langflestir karlmenn fara varhluta af völdum og ofurlaunum. Og þegar kemur að venjulegu fólki er erfitt að sjá hvers vegna konur þurfa að styrkja sérstaklega sjálfsmyndina fremur en karlar.

Hvers vegna þær þurfa t.d. bækur sem segja þeim að setja upp rauða húfu um fimmtugt og halda áfram að njóta lífsins - leggjast ekki í kör. Þarf virkilega að segja fólki slíkt og skrifa um það metsölubækur?

11 Comments:

Blogger Tinna Kirsuber said...

Ég held reyndar að það sé svona "Karlmaður ársins" útnefning ár hvert, hún kallast þá "Maður arsins". En hitt er annað ef það þarf á annað borð að vera að heiðra konur e-ð sérstaklega þá finnst allavega að það ætti að velja einhverja sem veitir ekki af hvatningunni. Ég efast um að Dorrit hafi ekki byr undir báðum vængjum og að lístíll hennar og lífið yfir höfuð skorti viðurkenningu.

4:28 e.h., desember 14, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Tilnefning síðasta árs var góð. -Ætlar þú að fá þér rauða húfu þegar þú verður fimmtug? Eru það mörk flippsins þegar kona er fimmtug?

4:31 e.h., desember 14, 2006  
Blogger Tinna Kirsuber said...

Ég á nú þegar rauða húfu enda bráðþroska með eindæmum.

7:06 e.h., desember 14, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Nei Tinna þú misskilur, hún kallast "Íþróttamaður ársins".

Annars er þetta tímarit sem á að höfða til kvenna sem velur konu ársins og ég held að almenningur ráði litlu um það hver verður fyrir valinu. Hefði ég mátt velja milli Tinnu og Dorritar þá hefði sú fyrrnefnda sigrað með yfirburðum enda finnst mér það miklu merkilegra að vinna í sjálfum sér en að eiga demanta.

12:45 f.h., desember 15, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Nú líst mér á þig, Gústi.

11:31 f.h., desember 15, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Ágúst, ég tek mér það bessaleyfi að stela hugmynd frá ónefndum vini mínum og útnefna þig hér með þroskahefta geðsjúkling ársins.

6:32 e.h., desember 18, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Mér sýnist Hildur bara vera að vitna í sjálfan þig: Ennþá viðgengst sá hugsunarháttur að það þurfi að púkka sérstaklega undir kvenkynið vegna þess að það sé minnimáttar eins og þroskaheftir eða geðsjúkir.
Semsagt, hvar hefurðu séð útnefndan þroskaheftan eða geðsjúkling ársins?

1:57 f.h., desember 19, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Kjáni gat ég verið. Þetta var gott hjá henni.

1:59 f.h., desember 19, 2006  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

2:58 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

p90x workout, asics shoes, reebok shoes, canada goose outlet, instyler ionic styler, longchamp, north face jackets, uggs on sale, giuseppe zanotti, hollister, abercrombie and fitch, mont blanc pens, babyliss, lululemon outlet, marc jacobs outlet, north face jackets, canada goose outlet, mcm handbags, nike trainers, ugg outlet, ugg, ugg boots, nike roshe, replica watches, ghd, valentino shoes, uggs outlet, birkin bag, nfl jerseys, jimmy choo shoes, soccer shoes, ugg boots, canada goose, nike huarache, beats headphones, insanity workout, canada goose outlet, new balance outlet, ugg soldes, ferragamo shoes, uggs outlet, soccer jerseys, mac cosmetics, herve leger, celine handbags, wedding dresses, vans outlet, chi flat iron, bottega veneta

3:40 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

pandora charms, moncler, toms outlet, timberland shoes, ray ban, hollister clothing, swarovski uk, canada goose, montre femme, ralph lauren, converse shoes, ugg, moncler, supra shoes, pandora uk, hollister, links of london uk, swarovski jewelry, uggs canada, baseball bats, gucci, lancel, canada goose, pandora jewelry, wedding dress, juicy couture outlet, moncler, hollister canada, thomas sabo uk, canada goose, iphone 6 case, coach outlet, replica watches, oakley, canada goose pas cher, parajumpers outlet, louboutin, moncler, moncler outlet, air max, karen millen, converse, vans, moncler, moncler outlet, louis vuitton canada, juicy couture outlet, nike air max

3:51 f.h., desember 01, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home