sunnudagur, maí 11, 2008

Síðustu dagarnir í paradís

Vorið er yndislegt. Ég fer í fótbolta með stráknum í sólskini. Skokka Loftleiðahringinn í hlýju regni. Fikra mig inn í nýja skáldsögu og fer í sérsviskulegan rannsóknarleiðangur á björtu vorkvöldi upp Hverfisgötuna, skrái hjá mér staðsetningu húðflúrstofu, bíós, hjólreiðarverkstæðis, kaffistofu Samhjálpar, kynlífsbúða. - Les Kundera. Drekk Café latte þar til ég fæ meltingartruflanir. Mæti í fótboltatíma. Finn nýjar Who-upptökur á Youtube. Panta ferð til Costa Del Sol.

Fer á fyrsta leikinn á KR-vellinum þetta tímabilið og fæ sigur og fullt af mörkum og færum. Og svo er EM að fara að byrja.

Allsnægtir og algleymi. Fjölskylduhamingja.

En í öllum fjölmiðlum er spáð dauða og djöfli innan nokkurra mánaða.

Helvítis bankarnir klúðruðu þessu, segja sumir. Lánuðu öllum og ömmu hans, otuðu peningum að fólki, keyrðu upp húsnæðisverðið og núna er það allt að hrynja. Fjárfestu síðan eins og smábörn í sælgætisbúð. Núna geta þeir ekki lánað venjulegum fyrirtækjum sem við það rúlla yfir.

Ég fékk þá fáránlegu hugdettu í gær að ríkið þyrfti að slá stórt lán og lána síðan fyrirtækjunum. Fyrst bankarnir geta ekki lánað fólki og fyrirtækjum þá þurfi ríkið að gera það.

En eflaust er ástandið ekki svona dökkt. Það getur bara ekki verið.

Getið þið ekki bara reddað þessu á meðan ég held áfram að horfa á fótboltann?

9 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Það væri nú óskandi maður, ha? En mér skilst að ástandið sé því miður bara svona slæmt.

2:54 f.h., maí 11, 2008  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Hvar getum við falið okkur?

2:57 f.h., maí 11, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Ræktaðu þinn rass og þá mun sólin skína.

2:58 f.h., maí 11, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Annars er eg ekki nafnlaus, heldur Rómverji.

Ræktaðu.

2:59 f.h., maí 11, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Reddi redd.

10:20 f.h., maí 12, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Sumir segja ad thessi kreppa se versta sidan 1929. Skrytid ad hugsa tilbaka thegar danski serfrædingar voru ad benda a hina og thessa galla i islensku fjarmalalifi. Bankarnir heima sogdu bara danir væru bjanar og ofundsjukir og heldu afram lanasukki sinu og toldu folki tru um allt myndi hækka,visu eru bankarnir ekki barnapiur.Islensku blodin full af afrekum islenskra fjarmalasnillinga, en einsog Baunin segir, allt hækkar a flodinu, en bjanarnir sitja eftir thegar thad fer ad fjara ut....

Hræddur um ,thvi midur ad, heil kynslod af ungum islendingum sitja uppi med neikvædar eignir..visu er thetta vandamal a fleirum stodum... Engjusprettukynslodin(68 kynslodin) nadi ad stela af ungu kynslodin med ad breyta lanakjorum....

..

12:05 e.h., maí 12, 2008  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

3:05 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

p90x workout, asics shoes, reebok shoes, canada goose outlet, instyler ionic styler, longchamp, north face jackets, uggs on sale, giuseppe zanotti, hollister, abercrombie and fitch, mont blanc pens, babyliss, lululemon outlet, marc jacobs outlet, north face jackets, canada goose outlet, mcm handbags, nike trainers, ugg outlet, ugg, ugg boots, nike roshe, replica watches, ghd, valentino shoes, uggs outlet, birkin bag, nfl jerseys, jimmy choo shoes, soccer shoes, ugg boots, canada goose, nike huarache, beats headphones, insanity workout, canada goose outlet, new balance outlet, ugg soldes, ferragamo shoes, uggs outlet, soccer jerseys, mac cosmetics, herve leger, celine handbags, wedding dresses, vans outlet, chi flat iron, bottega veneta

3:43 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

pandora charms, moncler, toms outlet, timberland shoes, ray ban, hollister clothing, swarovski uk, canada goose, montre femme, ralph lauren, converse shoes, ugg, moncler, supra shoes, pandora uk, hollister, links of london uk, swarovski jewelry, uggs canada, baseball bats, gucci, lancel, canada goose, pandora jewelry, wedding dress, juicy couture outlet, moncler, hollister canada, thomas sabo uk, canada goose, iphone 6 case, coach outlet, replica watches, oakley, canada goose pas cher, parajumpers outlet, louboutin, moncler, moncler outlet, air max, karen millen, converse, vans, moncler, moncler outlet, louis vuitton canada, juicy couture outlet, nike air max

3:54 f.h., desember 01, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home