sunnudagur, apríl 27, 2008

Bókin um einhverfu




Dómsmál þar sem móðir stúlku með Asperger-heilkenni var dæmd til að greiða kennara stúlkunnar háar fjárhæðir í skaðabætur hefur vakið mikla athygli og verið endurtekið í fréttum og umræðu undanfarna mánuði, en stúlkan skellti rennihurð í höfuð kennarans fyrir slysni með þeim afleiðingum að kennarinn hlaut varanlegan skaða af.


Fréttir af málinu hafa varið mörgum óþægilegar tilfinningar, réttlætiskenndinni er misboðið en þó er ekki hægt að finna neinn sökudólg, ekki kennarann, ekki stúlkuna né bekkjarfélaga hennar og því síður móðurina; málið einfaldlega sorglegt.


Fyrir stuttu rak á fjörur mínar rit sem heitir Bókin um einhverfu og eftir að hafa blaðað örlítið í henni rakst ég á þá staðreynd að svonefnt Asperger-heilkenni er afbrigði af einhverfu. Á heimasíðu útgefandans má lesa þetta:


Í Bókinni um einhverfu nýta höfundarnir reynslu sína og þekkingu til þess að svara brýnustu spurningum foreldra, vina, kennara og annarra sem að einhverfum kunna að koma, allt frá því hvernig bregðast skuli við þeirri vanmáttartilfinningu sem kemur yfir foreldra þegar þeir heyra um greininguna í fyrsta skipti, til spurninga um orsakir einhverfu, einkenni og meðferðarúrræði. Þá eru í bókinni kaflar um uppeldi, menntun og framtíðarhorfur. Öll eru svörin sett fram á aðgengilegan hátt og taka mið af nýjustu rannsóknum.


Þarna virðist vera á ferðinni afar gagnlegt rit sem gæti hugsanlega fyrirbyggt harmleik eins og umræddan í framtíðinni og verið að öðru leyti til gagns fyrir alla þá sem umgangast einhverfusjúklinga en þeim mun hafa fjölgað mikið í seinni tíð. Lesið meira hér: http://www.graenahusid.is/index.htm


4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Mér finnst þú tala hér eins og það sé allt klippt og skorið í þessu samhengi. Í rauninni mætti frekar segja að þetta sé samfellt róf af félagsfærni þar sem hægt væri að staðsetja alla. Enginn er fullkominn, en einhvern veginn eru merkimiðarnir bara settir á þá sem eru á ófullkomna endanum.

Sennilega eru margar ástæður fyrir því að sumir fara á mis við félagslegan þroska. Þangað til við getum byggt fullkomið módel af mannlegu samfélagi munum við sennilega aldrei komast nákvæmlega að því hvernig það gerist, eða hvaða öfl eru að verki, því hinar óskrifuðu reglur samfélagsins er hið ósegjanlega í mannlegum samskiptum sem skáldin hafa verið að reyna að tjá frá örófi alda en einungis getað nálgast en aldrei höndlað. Við yrðum í rauninni að standa utan við mannlega tilvist til að geta séð hana.

"No, Cassius, for the eye cannot see itself
Except when it is reflected by something else."

Vits er þörf
þeim er víða ratar;
dælt er heima hvað.
Að augabragði verður
sá er ekki kann
og með snotrum situr.

12:58 f.h., apríl 28, 2008  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

3:05 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

p90x workout, asics shoes, reebok shoes, canada goose outlet, instyler ionic styler, longchamp, north face jackets, uggs on sale, giuseppe zanotti, hollister, abercrombie and fitch, mont blanc pens, babyliss, lululemon outlet, marc jacobs outlet, north face jackets, canada goose outlet, mcm handbags, nike trainers, ugg outlet, ugg, ugg boots, nike roshe, replica watches, ghd, valentino shoes, uggs outlet, birkin bag, nfl jerseys, jimmy choo shoes, soccer shoes, ugg boots, canada goose, nike huarache, beats headphones, insanity workout, canada goose outlet, new balance outlet, ugg soldes, ferragamo shoes, uggs outlet, soccer jerseys, mac cosmetics, herve leger, celine handbags, wedding dresses, vans outlet, chi flat iron, bottega veneta

3:43 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

pandora charms, moncler, toms outlet, timberland shoes, ray ban, hollister clothing, swarovski uk, canada goose, montre femme, ralph lauren, converse shoes, ugg, moncler, supra shoes, pandora uk, hollister, links of london uk, swarovski jewelry, uggs canada, baseball bats, gucci, lancel, canada goose, pandora jewelry, wedding dress, juicy couture outlet, moncler, hollister canada, thomas sabo uk, canada goose, iphone 6 case, coach outlet, replica watches, oakley, canada goose pas cher, parajumpers outlet, louboutin, moncler, moncler outlet, air max, karen millen, converse, vans, moncler, moncler outlet, louis vuitton canada, juicy couture outlet, nike air max

3:54 f.h., desember 01, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home