sunnudagur, júlí 20, 2008

Café Roma, sun. 20. júlí 08


Ég tók út mína árlegu tjaldgistingu á Laugarvatni á föstudagsnótt. Þétt var tjaldað en þó fremur friðsælt enda 30 ára aldurstakmark á tjaldstæðin. Við Erla tjölduðum síðast á Laugarvatni árið 1993 og tókum þá þokkalega vel á í drykkju enda barnlaus. Aldurstakmarkið kom þó ekki í veg fyrir að þekktustu lög Bubba væru tekin alla nóttina einhvers staðar í þokkalegri fjarlægð frá okkur. Þetta voru allt rámar kvenraddir en bakvið þær heyrðist muldur í drafandi karlkynsfyllibyttum. Hávaðinn var ekki meiri en svo að við sváfum vært. Gæslumaðurinn tjáði mér hins vegar daginn eftir að þetta hefði verið erfið nótt fyrir næstu tjaldbúa við gleðskapinn, sumir hefðu ekki fengið svefnfrið fyrr en klukkan hálfátta um morguninn.

Maður kemst ekki svo glatt undan Bubba Morthens í þessu þjóðfélagi. Um morguninn kom ég við, þokkalega útsofinn, í þjónustumiðstöðinni og keypti laugardagsmoggann. Þar var ágætisviðtal Kolbrúnar Bergþórsdóttur við margnefndan. Í sunnudagsmogganum var trúhneigð Bubba síðan tekin fyrir í Staksteinum og þegar ég komst á netið var Jónas Kristjánsson farinn að sauma að honum fyrir yfirlýsingar í laugardagsviðtalinu.

Samt var þetta líklega frekar róleg Bubbahelgi. En Bubbi getur verið hittinn í ummælum, segir það sem þjóðin er að hugsa, og hvað álversframkvæmdir og áróðurstónleika snertir þá er ég hjartanlega sammála honum.

Sumir listamenn hafa einfaldlega þá náðargáfu að tala alltaf beint inn í sál þjóðarinnar, vera einhvern veginn alltaf í takt við bolinn. Flestir listamenn eru hins vegar meira og minna í skugganum. Tæpast hefur Guðbergi Bergssyni liðið eins og stjörnu þegar hann hýrðist úti í Flatey fyrir tæpum 40 árum og notaði ónýta hurð fyrir skrifborð. Hann átti þó sínar frægðarstundir síðar og hæddist að öllu og öllum þegar hann tók við Íslensku bókmenntaverðlaununum árið 1991.

Í sunnudagsmogganum er athyglisverð grein um breska meiðyrðalöggjöf sem þar er kölluð þjóðarskömm. Sem rifjar upp nýlegar færslur og umræður hér um mál Jóns Ólafssonar gegn Hannesi Hólmsteini.

Ég steig á vigt í gær og var enn einu sinni pompaður niður í 105 kíló. Eða 105 og hálft. Á gamalli vigt sem sýnir líklega 3 kílóum of lítið. Alltaf þegar þetta gerist hugsa ég: Nú verð ég bráðum grannur. Svo þegar ég vigta mig næst er ég orðinn 108 kíló og verð skelfingu lostinn. Þetta eru einfaldlega sveiflur. Ég léttist sællar minningar um nokkur kíló sumarið 2005 og síðan þá hef ég verið á þessu róli. Ég er hvorki í megrun né ofáti og ég verð einfaldlega í þessum holdum nema ég geri einhverjar drastískar breytingar, sem ég efast um. Ég er kannski mjög gott dæmi um að kjörþyngd er engan veginn forsenda góðrar heilsu og kannski ekkert alltaf það æskilegasta.

Þetta er yndislegt sumar en skuggi kreppunnar hvílir yfir því. Í blöðunum og á netinu eru gúrkufréttir vegna þess að það er ekkert að frétta af kreppunni nema að hún magnast og heltekur okkur síðan í haust. Ég lýsti því yfir að ef ég myndi missa vinnuna myndi ég skrá mig í háskólann í þýskunám og taka síðan kennsluréttindi í kjölfarið. Þetta þykir öllum í kringum mig óskaplega góð hugmynd. En ég missi líklega ekki vinnuna. Það er samt gott að vera með tilbúið b-plan.

Það er þá eins gott að halda áfram með bókina svo hún yrði búin áður en þetta gerðist.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Veistu, þú ert mikið flottari á þessari mynd en á þessari gömlu mynd hérna.

6:45 e.h., júlí 20, 2008  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

3:06 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

p90x workout, asics shoes, reebok shoes, canada goose outlet, instyler ionic styler, longchamp, north face jackets, uggs on sale, giuseppe zanotti, hollister, abercrombie and fitch, mont blanc pens, babyliss, lululemon outlet, marc jacobs outlet, north face jackets, canada goose outlet, mcm handbags, nike trainers, ugg outlet, ugg, ugg boots, nike roshe, replica watches, ghd, valentino shoes, uggs outlet, birkin bag, nfl jerseys, jimmy choo shoes, soccer shoes, ugg boots, canada goose, nike huarache, beats headphones, insanity workout, canada goose outlet, new balance outlet, ugg soldes, ferragamo shoes, uggs outlet, soccer jerseys, mac cosmetics, herve leger, celine handbags, wedding dresses, vans outlet, chi flat iron, bottega veneta

3:45 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

pandora charms, moncler, toms outlet, timberland shoes, ray ban, hollister clothing, swarovski uk, canada goose, montre femme, ralph lauren, converse shoes, ugg, moncler, supra shoes, pandora uk, hollister, links of london uk, swarovski jewelry, uggs canada, baseball bats, gucci, lancel, canada goose, pandora jewelry, wedding dress, juicy couture outlet, moncler, hollister canada, thomas sabo uk, canada goose, iphone 6 case, coach outlet, replica watches, oakley, canada goose pas cher, parajumpers outlet, louboutin, moncler, moncler outlet, air max, karen millen, converse, vans, moncler, moncler outlet, louis vuitton canada, juicy couture outlet, nike air max

3:55 f.h., desember 01, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home