þriðjudagur, júlí 08, 2008

Litir og hliðar

Þegar ég brölti á hjólinu mínu um miðbæinn og velti fyrir mér öllum tímanum sem ég eyði í ritstörf sem skila mér nánast engum tekjum, í stað þess að skutla mér í markaðsfræði (því ég ber skynbragð á markaðsmál) og vippa mér í betur launað djobb eftir kreppuna (og vinna mig upp og svo framvegis), þá finnst mér ég vera voðalega vinstri grænn. "Þykist þú virkilega vera til hægri?" spyr ég sjálfan mig. Eini munurinn á Dali og geðsjúklingi var sá að Dali var ekki geðsjúklingur. Eini munurinn á mér og vinstri grænum er sá að ég er ekki vinstri grænn.

Stundum hrekk ég upp úr þessum hugleiðingum við að einhver þjóðþekktur umhverfisverndarsinni á risajeppa kemur á siglingu eftir þröngum götum Þingholtanna og hrekur mig upp á gangstétt. Svona til að minna mig á að lífsstíll er eitt og skoðanir annað.