mánudagur, júní 16, 2008

Who Are You?

Lífið er algjörlega ófyrirsjáanlegt. Hvers vegna annar ísbjörn? Sá fyrsti var frétt en að það dúkki upp annar ísbjörn stuttu síðar, það er ofvaxið mínum skilningi.

Hitti fyrrverandi nágranna minn á kaffihúsi. Síðast þegar ég vissi var hann á kafi í heimasíðugerð. Núna sat hann við fartölvuna. Svo ég spyr eitthvað á þessa leið: "Alltaf í vefbransanum bara og svona, er það ekki?" - En svo var ekki. Maðurinn er kominn í óperunám á Ítalíu. Er bara staddur heima í örstuttu fríi. Ekkert tengdi hann við tónlist í mínum huga. Hvernig er hægt að sjá svona fyrir?

Systir hans kom á vettvang en hana þekki ég sáralítið. Hún spurði hvort ég væri nokkuð maður sem oft skrifar í Fréttablaðið. Dökkhærður með gleraugu. Það gat ekki verið neinn nema Bergsteinn Sigurðsson. Hann er örugglega a.m.k. 10 árum yngri en ég og þess vegna var mér hreint ekki illa við þennan rugling. En á Bergsteinn að vera ánægður? Hann er að vísu lunkinn penni en hefur mér vitanlega ekki gefið út bækur. En kannski er hann með fullar tölvur af sögum og vill ekki láta líkja sér við ÁBS.

Á leiðinni til baka í vinnunna varð skýfall og ég votur á nokkrum sekúndum. Þá hvarflaði að mér að hún hefði átt við Pál Baldvin Baldvinsson sem er líka dökkhærður með gleraugu, skrifar í Fréttablaðið en er hugsanlega 10 árum eldri en ég.

Svo áttaði ég mig á því að ég þarf ekki að hafa áhyggjur af þessu. Ég held áfram að vera ég, Bergsteinn að vera Bergsteinn og Páll Baldvin að vera Páll Baldvin.

Mér finnst ég eigi að botna þetta með því að minnast aftur á ísbjörninn en ég veit ekki hvað ég á að segja. Er eitthvað meira að frétta af honum?

8 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég er sautján árum yngri en þú.

7:34 e.h., júní 16, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Gústi, í raun er flest, ef ekki allt fyrirsjáanlegt. Það er bara að hafa hugmyndarflug til að hugsa upp möguleikana. Það sem er aftur oft óljóst, er tímasetning atburða. Þannig að nákvæmara er að tala um fyrirsjáanlegt en óvænt.

7:35 e.h., júní 16, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Hehehe..þú ert skemmtilegur

8:55 e.h., júní 16, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Haha! Mér hefur líka alltaf þótt þið vera mjög líkir. Annar hvor ykkar verður að taka niður gleraugun til að fólk sé ekki að taka feil!

10:05 e.h., júní 16, 2008  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Bergsteinn. Sautján ár. Sæll!!

Maddi. Athyglisvert þetta með fyrirsjáanleikann og tímasetninguna. Í einhverri smásögu eftir mig hugsar ein persónan með sér að framtíðin sé henni ófyrirsjáanleg en þó alltaf svo rökrétt eftir á, þ.e. þegar hún er orðin að fortíð.

Og Andrea. Takk fyrir kveðjuna.

11:27 e.h., júní 16, 2008  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Og Sylvía. Ég trúi þessu ekki.

11:27 e.h., júní 16, 2008  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

3:06 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

pandora charms, moncler, toms outlet, timberland shoes, ray ban, hollister clothing, swarovski uk, canada goose, montre femme, ralph lauren, converse shoes, ugg, moncler, supra shoes, pandora uk, hollister, links of london uk, swarovski jewelry, uggs canada, baseball bats, gucci, lancel, canada goose, pandora jewelry, wedding dress, juicy couture outlet, moncler, hollister canada, thomas sabo uk, canada goose, iphone 6 case, coach outlet, replica watches, oakley, canada goose pas cher, parajumpers outlet, louboutin, moncler, moncler outlet, air max, karen millen, converse, vans, moncler, moncler outlet, louis vuitton canada, juicy couture outlet, nike air max

3:54 f.h., desember 01, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home