sunnudagur, júní 01, 2008

Kvöldstund vorið 1983 remasteruð

Ég fagnaði 25 ára stúdentsafmæli frá MR í gærkvöld. Ég hitti yndislegt fólk sem ég hef lítið haft af að segja í 25 ár, varla munað eftir að það er til, en allt varð eins og áður. Mjög sérkennilegt. Ég sat m.a.s. að miklum hluta til borðs með sama fólkinu og vorið 1983. Kvöldstundin endurtekin.
Í fyrra skiptið var Ragnar Arnalds í þann veginn að láta af embætti fjármálaráðherra í vinstri stjórn Gunnars Thoroddsson (sem hafði klofið sig úr Sjálfstæðisflokknum) og var í fagnaðinum (sem 25 ára stúdent? Getur það verið að þá hafi hann verið jafngamall og ég nú?). Bekkjarbróðir minn, Jóhannes Gísli, var og er mikill frjálshyggjumaður, og móðgaði fjármálaráðherrann fráfarandi þetta kvöld með einhverjum stórkarlalegum ummælum. Reyndar hafði ég það á sínum tíma eftir einhverjum mjög vammlausum og prúðum bekkjarsystur mínum, Öddu Steinu eða Soffíu Karlsdóttur; Jóhannes Gísli hafði vakið hneykslun einhverra þeirra með ummælunum og Ragnar Arnalds átti að hafa móðgast og sett þöglan.

Alveg þótti mér það makalaust að vera staddur þarna aftur á salerninu í Sunnusal, á sama tíma og Ragnar Arnalds, alveg eins og vorið 1983, ég orðinn stutthærðari og grennri en þá, hann orðinn hvíthærður; annars óbreyttir, og þekkjumst ekki og tölumst ekki við; en frammi situr Jóhannes Gísli, glaður og reifur, alveg eins og forðum. Staðsetning manna næstum því eins og þá. Ég rifjaði þetta upp fyrir Jóhannesi, hann skellihló, en sagði að það gæti bara ekki verið að hann hefði móðgað ráðherrann, stjórnmálamenn væru ekki móðgunargjarnir.

Benedikt Jóhannesson var veislustjóri og var ákaflega fyndinn. En maður endursegir ekki veislustjórn og stand-up, maður þarf að hafa verið á staðnum. Partur af dagskránni voru svokallaðar löngufrímínútur, hlé eftir atriðin og á undan hljómsveitarballinu, sem gestir áttu að nota til að blanda geði hver við aðra. Var fólk hvatt til að tala við þá sem það þekkti ekki, og voru gamlir stúdentar hvattir sérstaklega til að gefa sig að nýstúdentum. Ég sagði tvo brandara þetta kvöld sem þessu tengdust:

1) Jæja, strákar, eigum við þá ekki að fara og tala við nýstúdínurnar og bjóða þeim í glas?
Þetta þótti sumum körlunum fyndið en engri af konunum sem heyrðu.

2) Ég nenni ekki að tala við neina nýstúdenta. Ég á börn heima, ég get bara farið heim og talað við þau.

Þetta var óskaplega skemmtilegt samkvæmi en samt langaði mig heim. Í rauninni voru þarna öll skilyrði til velheppnaðs svokallaðs "fyllerís", en ég vildi vera sprækur í dag. Stundum þegar ég er heima á kvöldin verður mér hugsað til Hótels Sögu og hve gaman væri að vera staddur þar í einhverjum fínum gleðskap. Núna var ég einmitt staddur á Hótel Sögu í fínum gleðskap en þá langaði mig heim. Svo ég lét mig hverfa burtu rétt fyrir miðnætti, hæstánægður með kvöldið og daginn en gleðskapurinn hafði hafist kl. 15 í sólskini niður í miðbæ.

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég var í MR! Ég á bekkjarmynd af 3.C síðan vorið 1982. Ef þú hefur útskrifast 1983 þá hefur þú væntanlega verið í fimmta bekk þegar ég var í þriðja bekk. :-)

Örlögin höguðu því þannig að ég féll á öðru ári! 7 árum seinna útskrifaðist ég sem stúdent frá Framhaldskólanum í Vestmannaeyjum með viðkomu í Menntaskólanum á Egilsstöðum!!

5:16 f.h., júní 02, 2008  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ég féll á fyrsta ári. Ég var alltaf að spila Pinball niðri í Aðalstræti og skrópaði í tímum. Þannig að ég útskrifaðist með 63´ árgangnum þó að ég sé fæddur 62´

5:30 e.h., júní 02, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Rosalega ertu orðinn gamall Gústi. 25 ára stúdent. Öllu gríni sleppt. Til hamingju með áfangann og megi a.m.k. önnur 25 bætast við.

Maddi

Ps. Gunnar Thor hefur líklegast orðið 50 ára stúdent þarna um árið.

6:37 e.h., júní 06, 2008  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ég átti við Ragnar Arnalds. Gunnar Thor. var ekki þarna. Ragnar Arnalds hlýtur að hafa verið 25 ára stúdent 1983 og 50 ára stúdent núna.

Takk fyrir kveðjuna, Maddi.

6:42 e.h., júní 06, 2008  
Blogger oakleyses said...

p90x workout, asics shoes, reebok shoes, canada goose outlet, instyler ionic styler, longchamp, north face jackets, uggs on sale, giuseppe zanotti, hollister, abercrombie and fitch, mont blanc pens, babyliss, lululemon outlet, marc jacobs outlet, north face jackets, canada goose outlet, mcm handbags, nike trainers, ugg outlet, ugg, ugg boots, nike roshe, replica watches, ghd, valentino shoes, uggs outlet, birkin bag, nfl jerseys, jimmy choo shoes, soccer shoes, ugg boots, canada goose, nike huarache, beats headphones, insanity workout, canada goose outlet, new balance outlet, ugg soldes, ferragamo shoes, uggs outlet, soccer jerseys, mac cosmetics, herve leger, celine handbags, wedding dresses, vans outlet, chi flat iron, bottega veneta

3:45 f.h., desember 01, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home