föstudagur, maí 30, 2008

Heiðursmorð í Hamborg

16 ára stúlka frá Afganistan vildi lifa sama lífi og vinkonur hennar og skólasystur, t.d. mála sig, ganga um í fallegum fötum og tala við stráka. Foreldrar hennar misþyrmdu henni af þessum sökum og að endingu myrti bróðir hennar hana með 20 hnífstungum.

Heiðursmorð í Þýskalandi eru orðin 48 síðan árið 1996. Það er kannski ekki ógnarhá tala í samanburði við ýmsa aðra hörmungartölfræði, en engu að síður yfirborðið á víðtækara fjölskylduofbeldi meðal múslíma á Vesturlöndum. Fyrir hverja eina stúlku sem er myrt fyrir að vilja lifa eðlilegu lífi eru án efa mörg þúsund börn svipt eðlilegu lífi, eins og það að sækja sundtíma og skólaskemmtanir, eða fá að lifa lífi án íþyngjandi trúariðkana.

Morðin eiga sér ekki stað í vandræðafjölskyldum, líkt og þegar börnum er misþyrmt af foreldrum sem eru vitstola af vímuefnaneyslu. Ofbeldinu er ekki beitt af sadistum. Það á sér orsakir í blindu trúarofstæki sem ekki er hægt að skilja, forneskju sem grasserar í samfélögum múslíma á Vesturlöndum.

Það verður að berjast gegn múslímsku trúarofstæki á Vesturlöndum. Það er gjörsamlega óþolandi að það festi rætur.

Umræðan má ekki verða badmintonleikur á milli rasista annars vegar og öfgafullra fjölmenningarsinna hins vegar.

12 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þín lausn er hver? Að aðlaga vandræðalýðinn? Það hefur ekki gengið upp og ástandið versnað í Danmörku þrátt fyrir hörðustu lög um aðlögun sem til er í Evrópu.

Valið stendur því á milli þess að senda þá burt eða halda þeim í landinu með sífellt verri afleiðingum.

Hvort vilt þú?

-Johnny Rebel

3:21 f.h., maí 30, 2008  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ekki hefði það bjargað stelpunni í Hamborg að senda fjölskylduna úr landi. En það mætti senda einstaklinga úr landi sem brjóta lög með þessum hætti.

Ég vil standa vörð um mannréttindi múslíma sem búa á Vesturlöndum. Það á að framfylgja lögum, allt frá skólareglum til hegningarlaga.
Danir spyrna harðar við fótum en t.d. Bretar og ég býst við að ástandið sé betra í Danmörk en Englandi. Ég veit ekki hvaðan þú hefur þær upplýsingar að ástandið versni í Danmörku þrátt fyrir hörðustu lög sem til eru í Evrópu um aðlögum og ég hef engar upplýsingar heldur til að hrekja þann máflutning.

3:28 f.h., maí 30, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég tel það nú gefa skýra mynd um versnandi ástand þær miklu óeirðir sem geysuðu þar í fyrra.

Annað dæmi eru geðveikisleg fjöldamótmæli við teikningum þar í landi og morðhótanir múslima í garð ýmissa aðila.

Danir spyrðna harðar við fótum en Bretar. Algjörlega rétt enda eru Bretar allra manna linastir í þessum málum. Þú breytir samt litlu með að segja fólki að aðlagast því hver eru viðurlögin við að óhlýðnast? Engin því fólkið er flest skv. skjölum orðið að jafn miklum dönum eins og hinir einu sönnu danir. Ég skil líka ekki hvernig fólki dettur í hug að taka inn fólk sem er allt öðruvísi að upplagi en danir og koma úr löndum sem eru í þvílíkri óreiðu að það hálfa væri nóg. Það er ekki eins og menn taki hamskiptum við að flytja til siðaðra landa. Það eina sem gerist er að þeir draga lífs standard gestaþjóðanna niður á sitt plan og réttmæti þessarar kenningar sést best í því að vandræði tengd innflytjendum snaraukast því meir sem þeim fjölgar.

Ég skil líka ekki hvaða mannréttindi við skuldum múslimum eða þriðja heims innflytjendum sem þekkja ekki slíkt í sínum löndum þar sem þeir hafa verið ófærir í að koma slíku á laggirnar.

Þessi tilraun með að aðlaga fólk hefur reynst ansi dýrkeypt og það er bara spurning hversu langt við viljum ganga með þá tilraun. Er ekki betra að losa sig við vandamálið en að gera tilraunir með að aðlaga það?

-Johnny Rebel

4:32 f.h., maí 30, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Mótmælin hérna í DK voru ekki að undirlagi múslima.

Mótmælin í mars 2007: Hverjir tóku þatt: Danir. Nánar tiltekið einstaklingar sem að höfðu hafst við í Ungdomshuset á Jagtvej 69 sem að mótmæltu niðurrifi hússins til þess að rýma fyrir nýjum höfuðstöðvum kristilegs öfgasafnaðar. Höfuðstöðvarnar haf ekki verið reistar ennþá og reiturinn stendur auður.

Mótmælin í maí 2007: Kristjanía. Lögreglan fer inn í Kristjaníu til þess að stöðva enduruppbyggingu Cigarkassen sen að hafði eyðilagst í eldsvoða. Öll uppbygging í Kristaníu er óheimil samkvæmt lögum án samþykkis borgaryfirvalda í Kaupmannahöfn sem að aftur var ástæðan fyrir aðgerðum lögreglu. Þeir sem tóku þátt: Danir. Flestir þeirra nýkomnir úr fangelsi vegna óeirðana í Nørrebro snemma sama ár.

Febrúar 2008: Þvert á vinsælar samsæriskenningar þá höfðu þessar óeriðir nákvæmlega EKKERT að gera með endurbirtingu danskra dagblaða af teikningunum af spámanninum Múhaðmeð. Mótmælin spruttu vegna aðgerða lögreglu gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Hverjir tóku þátt: Danir. Aftur margir nýkomnir úr fangelsi vegna þáttöku í fyrri óeirðum.

Athygli er vakin á því að engin af þessum óeirðum spruttu upp vegna trúarlega átaka / sjíonarmiða.

Múslimar hófu aldrei undir neinum kringumstæðum óeirðirnar sem að um ræðir.

Rétt skal vera rétt.

Phobos.

10:35 f.h., maí 30, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Hvenær sagði ég að þeir hefðu átt þátt í öllum mótmælum?

Mótmælin í mars 2007: Þú mátt kalla þá Dani en ég kalla þá skríl. Anti-rasistar, anarkistar og kommar gengu berserksgang vegna þess að Ungdomshuset sem var í eigu ríkisins var tekið af þeim. Húsið var í eigu ríkisi en þar hafði þessi lýður hafst við í 20 ár eða svo en brjálaðist þegar ríkið tilkynnti um að aðrar fyrirætlanir voru uppi um húsið. Ef rétt er með kristilega öfgasöfnuðinn þá er hann allavega betri kostur en rauðu úrhrökin. Ég sá þessa krakka á sínum tíma. Ósnyrtilegir og höfðust við í útkrotuðu tjaldi. Þó er talið að myndbyrtingar af Múhammeð spámanni hafi spilað inn í óeirðirnar og innflytjendur tóku nú líka þátt skv. ýmsum sjónarvottum, myndum og videoum.

http://www.breakingnews.ie/archives/?c=WORLD&jp=mheysnmhaumh&d=2008-02-17



Mótmælin í maí 2007: Norrebro er almennt séð talið vera eitt alversta innflytjendahverfi Danmerkur. Líklegast voru margir Danir sem tóku þátt en voru ekki einir um það. Lélegir danir engu að síður enda var Christiania dópbæli.

Febrúar 2008: Þetta er einfaldlega rangt hjá þér. Fjöldi mynda, upptökur og greinar sýna fram á að hér voru múslimar á ferð eftir að dagblöð ávkáðu að sýna samstöðu og birta myndirnar eina ferðina enn.

Ekki má heldur gleyma óeirðunum árið 2006 sem voru all svakalegar og alfarið á ábyrgð múslima. Eftir þær hótanir hafa múslimar ítrekað gerst sekir um hótanir í Danmörku.

Ég veit ekki hvort þú ert að reyna að hvítþvo múslima af glæpum sínum eða láta rauðu vitleysingana fá aukið credit í niðurrifsstarfsemi sinni í Danmörku. Eitt er víst að þú ert alveg blindur á þau skaðlegu áhrif sem innflytjendur hafa haft á Danmörku!

Prófaðu að lesa bókina "Íslamistar og Naivistar". Bókin er ekkert sérstök og bíður ekki upp á neinar lausnir en hún fer þó nokkuð vel í það hversu mikið vandamál múslimar eru í Danmörku.

-Johnny Rebel

8:28 e.h., maí 30, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

"Ég tel það nú gefa skýra mynd um versnandi ástand þær miklu óeirðir sem geysuðu þar í fyrra."

Versnandi ástand já. Vegna múslima nei.

Ég var ekki að hvítþvo einn né neinn. Það er ekkert sem að réttlætir óeirðirnar sem um ræðir. Ekki neitt.

Ungdomshuset var vissulega í eigu Kaupmannahafnar borgar, en var engu að síður gjöf til þeirra sem að það notuðu. Umgengni þeirra við gjöfina og vanhirða við lóðina sjálfa finnst mér í sjálfu sér næg réttlæting á að taka gjöfina til baka, en það er jú einungis mitt persónulega álit.

Ég get ekki verið sammála með kristilega söfnuðinn, eingöngu vegna þess að hann elur á meiri fordómum og fáfræði. Að minnsta kosti fór þó fram einhverskonar gagnrýn hugsun og listsköpun fram hjá Ungdomshuset og gerir það í öllum þeim ungdoms húsum sem að eru starfrækt um alla Kaupmannahöfn. Þessi hús eru liður í að virkja unga fólkið í samfélaginu.

og nei. Myndbirtingarnar spiluðu nákvæmlega engan þátt í óeirðunum. Ég var á staðnum sem fréttaljósmyndari í öll 3 skiptin sem að um ræðir. Ég ræddi við óeirðaseggina, lögregluna, trúarleiðtoga og stjórnmálamenn. Engin og ég meina engin af viðmælendum mínum minntust á það og neituðu því þegar að ég bar upp spurninguna hvort að þetta væru viðbrögð / afleiðing téðra myndbirtinga. Múslimarnir neituðu því, Kristnir neituðu því, lögreglan neitaði því og mótmælendur neituðu því.

Ef að þú vilt endilega halda hinu gagnstæða fram þá gjörðu svo vel. Það skemmtilega við málfrelsið er jú nákvæmlega það. Fólkið sem að var á staðnum sagði mér aðra sögu og þau sögðu mér öll sömu söguna: Þau eru þreytt á aðgerðaleysi stjórnvalda. Það er rótin að öllum óeirðunum sem að urðu hérna. Fólk er orðið þreytt á stjórnvöldum sem að virðast ekki hlusta á þegna sína.

Skil ekki alveg hvað þú ert að blanda Nørrebro og Christiania saman. Tvö seperate case. Það eina sem að þær óeirðir eiga sameiginlegt er að það voru sömu vitleysingarnir sem að komu til þess að kasta grjóti í lögregluna og okkur fjölmiðlafólkið sem að var á vettvangi. Raunar var þetta í fyrsta skiptið síðan að lík átök hafa brotist út í Evrópu þar sem að fréttamannapassinn var ekki virtur af öðrum hópnum.

Og nei og aftur nei. Óeirðirnar í Febrúar á þessu ári höfðu ekkert og ég meina ekkert með teikningarnar að gera. Þetta voru íbúar að mótmæla aðgerðum lögreglu. Ég var á staðnum. Ég á myndir máli mínu til stuðnings og viðtöl.

Vissulega voru mótmæli gegn myndbirtinum danskra blaða af spámanni múslima. Bæði þegar að myndbirtingarnar komust í hámæli 2006 og svo aftur árið eftir.

En óeirðirnar sem að hér hafa geisað eru ekki að undirlægi múslima eða annara innflytjenda eins og þú lætur í veðri vaka. Þær eru að undirlagi Dana. Innfæddra.

Skaðleg áhrif innflytjenda á Danmörku ? Ertu þá að tala um aukin fjölda kebab staða eða bara fjölgun múslima yfir höfuð og flokkar það sem skaðlegt ?

Sannleikurinn er sá að í Danmörku og á Íslandi gildir sama hagfræðilögmálið. Ef að ekki hefði verið fyrir þetta erlenda vinnuafl hefði ekki ríkt sá gríðarlegi hagvöxtur sem að hefur verið á Norðurlöndunum sl. ár. Það er ófrávíkjanleg efnahagsleg staðreynd hvað svo sem þér kann að finnast um hana.

Ég er hins vegar alsgjörlega sammála því að innflytjendur eiga að aðlagast nýju umhverfi en ekki öfugt. Málið er hins vegar að ég hef ekki séð eina einustu lagasetningu sem styður það viðhorf að menning annarsstaðar frá sé á einhvern hátt að stangast á við vestræna menningu þegar að kemur að lagasetningum.

Stóra höfuðfata málið var ekki krafa frá múslimum t.d. Það var niðurstaða nefndar um störf og reglur dómara sem að komst að þeirri niðurstöðu að það væru ekki neinar reglur í gildi um höfuðföt eða klæðaburð dómara. Það voru DF (Danske Folkepartiet) sem að ákváðu að gera úr þessu hlægilega herferð og heimtuðu lagasetningu, einir flokka á danska þinginu. Engin hagsmunasamtök múslima fóru fram á að lög sem að heimiluðu höfuðföt múslima væru sett og það segir sitt um fáránleika málsins að niðurstaðan varð að engin trúarlegur klæðnaður er leyfður núna á meðal dómarastéttarinnar, sem að er þvert á þá niðurstöðu sem að DF voru að kalla eftir.

"Rauðu vitleysingarnir" sem að þú kallar svo skemmtilega eða múslimar eiga minnstan þátt í því sem að þú kallar niðurrifsstarfsemi í Danmörku. Þeir sem að eiga mestan þátt í henni eru Danir sjálfir. Þó sérstaklega DF og álíka hópar sem að þverskallast við að skipta þjóðfélaginu upp í svart og hvítt og benda á óvini í öllum hornum. Ef að ég sæji þann flokk einu sinni koma upp með þingsályktunartillögu sem að boðaði einhverskonar lausnir á þeim verkefnum sem að bíða Danmerkur þá myndi ég kannski skipta um skoðun.

Bókin "Íslamistar og Naivistar" er fyrirtaks skemmtilesning. Ég hló mikið. Samt sérstaklega þegar að höfundurinn byrjaði að dásama Bandaríkin og Bush fyrir hans framgöngu. Ákaflega trúverðugt allt saman.


/Phobos

12:16 e.h., maí 31, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Ert þú ekki gaurinn sem skrifar á aftaka.org? Vilhelm Vilhelmsson?

Þú virðist afar flinkur í því að neita þætti múslima í öllum mótmælum sem hafa átt sér stað í Danmörku. Það þarf ekki annað en að kynna sér ótal fréttaheimildir til að staðfesta annað. Ég leitaði sjálfur eftir að þú bentir á annað.

Ungdomshuset var aldrei gefið einum né neinum af ríkinu. Húsið stóð autt og þar settist hópur vesalinga að sem hélt áfram að láta húsið drabbast niður og stunda sóðaskap í nágrenninu.

Borgin ákvað svo að húsið skyldi verða notað í annað og þá skiptir engu máli í hvað það var vegna þess að þeir áttu húsið.

Þetta tiltekna æskulýðshús var staður sem anarkistar, anti-rasistar, kommar og aðrir sóttu í. Hefði í raun átt að heita "Rauða Húsið".

Ég efast ekki um að einhverjir aðrir en múslimar hafi líka tekið þátt í þessu og sagði aldrei annað.

Innflytjendamál í fínu lagi í Danmörku, hættu nú :)

Við verðum bara að vera sammála um að vera ósammála hér. Ég er þó sammála þér í því að bókin "Íslamistar og Naivistar" kom mér til að hlæja. Aumingjaleg bók í meira lagi.

-Johnny Rebel

10:13 e.h., maí 31, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Húsið stóð autt og hópurinn settist þar vissulega að. Það var samt undiritað samkomulag á milli Kaupmannahafnarborgar og hústökufólksins um að þau mættu vera þarna og það væri gjöf Kaupmannahafnarborgar til hópsins (þ.e. borgin setti sig ekki upp á móti veru hópsins í húsinu).

Hópurinn fékk nægan tíma til þess að rýma húsið. Það var ekki fyrr en að öll úrræði höfðu verið reynd að sérsveit var send inn til þess að rýma húsið.

Umgengni hópsins var til háborinnar skammar. No argument there. Kaupmannahafnarborg bauð annað hús til afnota en því boði var hafnað af hópnum en síðan náðust samningar um nýtt Ungdomshus á síðasta ári. Öll framkoma hópsins og óeirðirnar eru á engan hátt réttlætanlegar og til mikillar minnkunar fyrir (það sem að ég tel) annars ágætis málstað. Eignarspjöll eru aldrei réttlætanlegar aðferðir við að koma skoðunum eða skilaboðum á framfæri.

Ég er ekki að neita þætti múslima eða annara trúarbragða hópa. Ég er einfaldlega að benda á að trúarátök eru ekki uppspretta þeirra óeirða sem að hér hafa átt sér stað heldur miklu frekar and-félagsleg hegðun og ónægja með stefnu yfirvalda. Lögreglan var t.a.m. ekki í neinum órétti í Kristjaníu heldur einfaldlega að sinna lögboðinni skyldu sinni. Lögreglan fór aldrei út fyrir verksvið sitt né heldur beitti hún óhóflegu ofbeldi.

Persónulega er ég á þeirri skoðun að stjórnmálamenn séu ansi duglegir við að skipta fólki upp í fylkingar á básúna út hugsanlegar ógnir án þess að hafa nokkuð til rökstuðnings. Sérstaklega finnst mér þetta algengt þegar að kemur að málefnum innflytjenda. Það eru vissulega til öfgahópar og stjórnvöld eiga að bregðast við þeim með öllum tiltækum ráðum. Hins vegar verður alltaf skilgreiningar atriði hvað eru öfgahópar og hvað ekki, hvað er ógn við samfélagið og hvað ekki. Lang flestir þeir múslimar sem að hérna búa eru fyrirmyndar þjóðfélagsþegnar sem að hafa komið sér vel fyrir í viðleytni sinni til þess að sjá fjölskyldu sinni farborða. Það er jú markmiðið hjá okkur flestum.

Mér finnst sjálfsagt og í raun nauðsynlegt að ræða innflytjendamál, samfélagslega aðlögun og samfélagið taki sig saman um verja þau gldi sem að það telur grunnstoðir þess.

Slík umræða getur ekki og má ekki verða einhliða. Hana verður að taka á öllum stigum samfélagsins og með þátttöku allra þegna þess og þá ekki síst innflytjenda sjálfra.

Innflytjendamál verða aldrei rædd án þátttöku innflytjenda. (Þ.e. sé markmiðið að ná fram einhverjum varanlegum úrlausnum).

Ég hef t.d. ekki ennþá séð hagsmunasamtök múslima eða þrýstihópa (lobbýista) gera kröfur um lagasetningu til handa múslimum sem að ganga þvert á grunngildi vestræns samfélags. A.m.k. ekki hérna í Danmörku. Ég hef vissulega séð öfgahópana koma fram með kröfur, en öfgahópar tala ekki fyrir hönd heildarinnar og þaðan af síður eru þeir álitnir endurspegla viðhorf meirihlutans. Ekki frekar en að Gunnar í Krossinum sé titlaður sem sérstakur talsmaður kristilegra viðhorfa á Íslandi og tali fyrir hönd Kristinna í þjómálaumræðunni.

En jú, við verðum víst að vera sammála um að vera ósammála í þessum efnum og ánægjulegt að einhver skuli deila með mér viðhorfi mínu á "Íslamístar og naívistar."

Og nei ég er ekki Vilhelm og hef engin tengsl (mér vitanlega) við aftaka.org Ég er einungis fyrrum námsmaður / núverandi þátttaandi í atvinnulífinu hérna í Kaupmannahöfn ;-)

/Phobos

4:03 f.h., júní 01, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Leyfum þér að eiga lokaorðin. Vildi bara kvitta fyrir að ég las síðustu athugasemd þína.

-Johnny Rebel

5:31 f.h., júní 01, 2008  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

3:05 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

p90x workout, asics shoes, reebok shoes, canada goose outlet, instyler ionic styler, longchamp, north face jackets, uggs on sale, giuseppe zanotti, hollister, abercrombie and fitch, mont blanc pens, babyliss, lululemon outlet, marc jacobs outlet, north face jackets, canada goose outlet, mcm handbags, nike trainers, ugg outlet, ugg, ugg boots, nike roshe, replica watches, ghd, valentino shoes, uggs outlet, birkin bag, nfl jerseys, jimmy choo shoes, soccer shoes, ugg boots, canada goose, nike huarache, beats headphones, insanity workout, canada goose outlet, new balance outlet, ugg soldes, ferragamo shoes, uggs outlet, soccer jerseys, mac cosmetics, herve leger, celine handbags, wedding dresses, vans outlet, chi flat iron, bottega veneta

3:43 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

pandora charms, moncler, toms outlet, timberland shoes, ray ban, hollister clothing, swarovski uk, canada goose, montre femme, ralph lauren, converse shoes, ugg, moncler, supra shoes, pandora uk, hollister, links of london uk, swarovski jewelry, uggs canada, baseball bats, gucci, lancel, canada goose, pandora jewelry, wedding dress, juicy couture outlet, moncler, hollister canada, thomas sabo uk, canada goose, iphone 6 case, coach outlet, replica watches, oakley, canada goose pas cher, parajumpers outlet, louboutin, moncler, moncler outlet, air max, karen millen, converse, vans, moncler, moncler outlet, louis vuitton canada, juicy couture outlet, nike air max

3:54 f.h., desember 01, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home