föstudagur, júní 13, 2008

Þegar hetjurnar tapa

Ég held með KR og Þýskalandi í fótbolta og íslenska karlalandsliðinu í handbolta. Þetta eru helstu hetjurnar mínar í íþróttum. Um helgina töpuðu handboltalandsliðið og KR en Þjóðverjar unnu. Í dag töpuðu Þjóðverjar. Um helgina keppa KR og handboltalandsliðið aftur. Þjóðverjar, held ég, á mánudaginn.

Kosturinn við að vera íþróttaáhangandi er sá að þegar liðið mitt tapar fer ég að hugsa um eitthvað annað, t.d. bókmenntir. En þegar það vinnur nýt ég þess. Þannig að yfirleitt fylgir sárum töpum ekkert þunglyndi. Hins vegar veit ég ekki hvað ég þoli stóran skammt í einu. Ef KR heldur áfram að tapa, Þjóðverjar detta út í 8-liða úrslitum á EM á móti Portúgal og Makedónar slá út handboltalandsliðið - ef þetta gerist allt nokkurn veginn í einu, þ.e. á næstu dögum og vikum, þá er það ansi þungur biti að kyngja.

Ég trúi því að eitthvað af þessu fari vel. Ég mun gleðjast yfir því en láta hitt liggja á milli hluta.