föstudagur, júní 13, 2008

Pirrandi músík

Tónlist á kaffihúsum á líklega að þjóna sem þægileg bakgrunnshljóð. Skapa notalega stemningu.

Oftar en ekki er hún of hátt stillt. Starfsfólkið stillir hana óvart of hátt og tekur síðan ekkert eftir hávaðanum. Fæstir taka eftir honum. Kannski bara einstaka nöldurskjóða eins og ég. Reyndar kvarta ég nánast aldrei. Það lúkkar ekki vel. Þá myndi ég koma fyrir eins og frekur, feitur og fýldur miðaldra karl. Á meðan ég kvarta ekki þá er ég bara vel klæddur og myndarlegur og hávaxinn náungi á óræðum aldri. Svo ég þrauka þetta, vitandi að kaffihús voru ekki hugsuð sem vinnustofur fyrir mig.

Stundum er diskurinn rispaður og stamar endalaust þar til einhver bendir starfsfólkinu á það. Yfirleitt tekur bara enginn eftir því, rispaður diskur getur verið að hökta í klukkutíma á kaffihúsi eða í verslun og enginn veitir því athygli. Það vekur óneitanlega upp tilhugsun um fullkomið tilgangsleysi og þarfleysi tónlistarflutningsins.

Þegar músíkin er ekki of hátt stillt er hún gjarnan skrýtin og pirrandi, dregur þannig að sér athyglina.

Enginn kemur á kaffihús til að hlusta á tónlist. Langbest væri að slökkva á draslinu. En það er reyndar öllum saman um þetta nema mér.

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Svo ég tali nú ekki um allt andskotans, helvítis, djöfullsins lesefnið sem liggur í hrúgum út um allt kaffihúsið.

3:40 e.h., júní 13, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

"...if it's too loud...your'e too..."

5:22 e.h., júní 13, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég hélt alltaf að tilgangurinn með tónlist á kaffihúsum væri að auka kliðinn svo fólk ætti erfiðara með að greina hvað fólkið á næsta borði væri að segja.

Annars var Næsti Bar aldrei með neina tónlist (nema lifandi tónlist endrum og sinnum) þar til fyrir nokkrum mánuðum síðan.

Að lokum vil ég nefna atriði í kvikmyndinni Óbærilegur Léttleiki Tilverunnar þegar persónan sem Lena Olin leikur lendir í rifrildi við þjón á kaffihúsi vegna tónlistar sem enginn er að hlusta á.

1:04 e.h., júní 14, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Þú ert ekki sá eini sem ert pirraður á hávaðanum, en afgreiðslufólkið lætur við mann eins og maður sé sá eini sem kvartar hverju sinni. Fólk þarf að fara láta herya meira í sér.

3:44 e.h., júlí 09, 2008  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

3:06 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

pandora charms, moncler, toms outlet, timberland shoes, ray ban, hollister clothing, swarovski uk, canada goose, montre femme, ralph lauren, converse shoes, ugg, moncler, supra shoes, pandora uk, hollister, links of london uk, swarovski jewelry, uggs canada, baseball bats, gucci, lancel, canada goose, pandora jewelry, wedding dress, juicy couture outlet, moncler, hollister canada, thomas sabo uk, canada goose, iphone 6 case, coach outlet, replica watches, oakley, canada goose pas cher, parajumpers outlet, louboutin, moncler, moncler outlet, air max, karen millen, converse, vans, moncler, moncler outlet, louis vuitton canada, juicy couture outlet, nike air max

3:54 f.h., desember 01, 2014  
Blogger Unknown said...

zzzzz2018.6.12
coach outlet
manolo blahnik outlet
red bottom shoes
oakley glasses
nike tn
canada goose jackets
manolo blahnik shoes
true religion outlet
coach factory outlet
golden goose shoes

3:43 f.h., júní 12, 2018  

Skrifa ummæli

<< Home