fimmtudagur, júlí 24, 2008

Táningur fer í Kringluna

Freyja þarf að fara í ferð með okkur út á land fljótlega þar sem engir aðrir unglingar verða með í för og í leiðinni missir hún af unglingaballi í höfuðborginni þar sem allar vinkonur hennar verða. Henni líkar þetta augljóslega ekki.

En ef herkænsku okkar komum við til móts við hana þegar hún krafðist þess að fá að fara í Kringluna með Rósu og eyða einhverjum peningum í skyndibita og bómullarboli.

Ég hitti vinkonurnar í Spron á Skólavörðustíg. Þær voru auðvitað stífmálaðar, í bláum Hekluúlpum sem allir voru í á áttunda áratugnum, urðu síðan þokkalega úreltar en komust í tísku aftur og eru ekki lengur Hekluúlpur. Það fyrsta sem barnið gerði þegar hún sá mig var að rétta út lófann.

"Hæ" - og útréttur lófi.

Ég náði í 5000 kall í hraðbankann. Hún hrifsaði peningana græðgislega úr höndum mínum og þakkaði fyrir sig.

Ég spurði hvort þær vildu skreppa með mér á Mokka. Ég gæti boðið þeim upp á eitthvað þar og þá þyrftu þær ekki að eyða peningum í mat í Kringlunni.

"NEI!¨- Við Rósu: "Hann er að grínast."

En ég var ekki að grínast. "Þegar þú varst lítil vildirðu alltaf fara með mér á Mokka."

"Við ætlum á Subway."

Svo gengu þær niður Skólavörðustíginn án þess að vilja ræða þetta frekar. Börnin þurfa að vaxa frá manni. Það er þeirra hlutverk.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

„Börnin þurfa að vaxa frá manni. Það er þeirra hlutverk.“

Skemmtileg setning.

8:05 e.h., júlí 24, 2008  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

3:06 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

p90x workout, asics shoes, reebok shoes, canada goose outlet, instyler ionic styler, longchamp, north face jackets, uggs on sale, giuseppe zanotti, hollister, abercrombie and fitch, mont blanc pens, babyliss, lululemon outlet, marc jacobs outlet, north face jackets, canada goose outlet, mcm handbags, nike trainers, ugg outlet, ugg, ugg boots, nike roshe, replica watches, ghd, valentino shoes, uggs outlet, birkin bag, nfl jerseys, jimmy choo shoes, soccer shoes, ugg boots, canada goose, nike huarache, beats headphones, insanity workout, canada goose outlet, new balance outlet, ugg soldes, ferragamo shoes, uggs outlet, soccer jerseys, mac cosmetics, herve leger, celine handbags, wedding dresses, vans outlet, chi flat iron, bottega veneta

3:45 f.h., desember 01, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home