þriðjudagur, september 02, 2008

Bloggsvæði fjölmiðla eru vandræðaleg

Ritfærni krefst annars vegar skýrrar hugsunar og hins vegar getu til að koma henni í orð. Hjá bloggurum vantar stundum annað og stundum hvorttveggja. Það skiptir ekki máli í sjálfu sér, bloggheimurinn er vettvangur fyrir alls konar og afar misgóð skrif. Málið vandast þegar um er að ræða bloggsvæði sem hluta af vinsælum og virtum vefmiðlum. Moggabloggið og Vísisbloggið auka aðsókn á viðkomandi vefsvæði en um leið setur þessa fjölmiðla niður með þeim.

Moggabloggið er reyndar fullt af frambærilegum eða í það minnsta þolanlegum pennum. Vandræðagangurinn felst í bloggtengingum frétta. Það er hvimleitt og afkáralegt að rekast hvað eftir annað á smekklausar og frámunalegar heimskulegar bloggfærslur sem tengdar eru við alvarlegar og merkilegar fréttir. Þessar bloggtengingar eru oft áberandi lýti á fréttasíðu mbl.is, svona eins og subbulegt veggjakrot á fallegu húsi, munurinn er sá að þessi skemmdarverk eru í boði hússins.

Á visir.is er ekki fréttatengt blogg. Þar er bloggsvæðið hins vegar með nýjustu færslurnar í hliðarramma á forsíðu sem er mjög áberandi. Fyrir neðan fyrirsagnir frétta eru því á forsíðunni illa stafsettar og barnalegar fyrirsagnir bloggara á miðlinum. Töluvert ber á ljósbláu klámi meðal þessara bloggara. Klám á raunar fyllilega heima í bloggheiminum og hefur sinn sess þar. Nafnlaus blogg eru til dæmis kjörinn vettvangur fyrir skrif um kynóra. Málið vandast hins vegar þegar bloggið er partur af efnisvali víðlesins vefmiðils. Það er furðulegt og í hæsta máta vandræðalegt að vera vísað yfir í klámmyndband af tengli á forsíðu Vísis eins og gert er í dag.

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hvað á það að þýða að vekja svona forvitni upp í manni án þess að svala lághvötunum??

Það er nú algjört lágmark að skilja eftir umræddan tengil við bloggið þitt.... ^^.

9:49 e.h., september 02, 2008  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ég held þeir hafi kippt þessu út.

1:05 f.h., september 03, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Tek heilshugar undir gagnrýni þína á fréttatengingar á Moggabloggi. Oft getur maður til að mynda gefið sér, áður en maður smellir á fréttafyrirsögn, hvernig blogg muni hanga við.

T.d. ef fjallað er um kynferðisglæpi gegn börnum kemur alltaf strollan af "Það á að skjóta/vana þessa menn" bloggum. Auðvitað er skiljanlegt að mönnum verði heitt í hamsi við að lesa um ógeðfellda glæpi en viðhengi af þessu tagi bæta bara ekki nokkrum sköpuðum hlut við upplifun manns af fréttavefnum.

Þá virðast Moggabloggarar óhræddir við að tengja blogg sín við fréttir um viðskipti og efnahagsmál, alveg óháð því hvort einhver þekking eða skilningur á viðfangsefninu er til staðar. Þetta rýrir gildi viðskiptafrétta Moggans í samkeppninni við Markaðinn hjá Fbl. og Viðskiptablaðið, því þar er hægt að lesa viðskiptafréttir án þess að fá alltaf óumbeðnar og misgáfulegar bollaleggingar í "kaupbæti".

10:12 e.h., september 07, 2008  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

3:07 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

p90x workout, asics shoes, reebok shoes, canada goose outlet, instyler ionic styler, longchamp, north face jackets, uggs on sale, giuseppe zanotti, hollister, abercrombie and fitch, mont blanc pens, babyliss, lululemon outlet, marc jacobs outlet, north face jackets, canada goose outlet, mcm handbags, nike trainers, ugg outlet, ugg, ugg boots, nike roshe, replica watches, ghd, valentino shoes, uggs outlet, birkin bag, nfl jerseys, jimmy choo shoes, soccer shoes, ugg boots, canada goose, nike huarache, beats headphones, insanity workout, canada goose outlet, new balance outlet, ugg soldes, ferragamo shoes, uggs outlet, soccer jerseys, mac cosmetics, herve leger, celine handbags, wedding dresses, vans outlet, chi flat iron, bottega veneta

3:46 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

pandora charms, moncler, toms outlet, timberland shoes, ray ban, hollister clothing, swarovski uk, canada goose, montre femme, ralph lauren, converse shoes, ugg, moncler, supra shoes, pandora uk, hollister, links of london uk, swarovski jewelry, uggs canada, baseball bats, gucci, lancel, canada goose, pandora jewelry, wedding dress, juicy couture outlet, moncler, hollister canada, thomas sabo uk, canada goose, iphone 6 case, coach outlet, replica watches, oakley, canada goose pas cher, parajumpers outlet, louboutin, moncler, moncler outlet, air max, karen millen, converse, vans, moncler, moncler outlet, louis vuitton canada, juicy couture outlet, nike air max

3:55 f.h., desember 01, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home