sunnudagur, september 28, 2008

Vorkenni ekki Keflvíkingum

Ég hefði vel unnt Keflvíkingum að verða Íslandsmeistarar. Ég hélt með þeim í dag enda þurftu þeir að vinna Fram svo KR gæti krækt í þriðja sætið. En þeir klúðruðu þessi. KR klúðraði oft titlinum á 10. áratugnum allt þar til 1999 þegar við unnum hann loks. En lokaprófin okkar voru strembin. Árið 1990 töpuðum við titlinum á markatölu. Árið 1996 töpuðum við úrslitaleik á útivelli fyrir liðinu sem var að berjast við okkur um titilinn, þ.e. ÍA. Við lentum í því sama á heimavelli gegn ÍBV árið 1998, sem þá var mjög sterkt lið. - Verkefni Keflavíkur í dag var karakterpróf sem þeir féllu á. Þó að Fram hafi komið á óvart í sumar er þetta bara miðlungslið, á svipuðu róli og Fjölnir. Þeir hafa staðið sig vel og verið heppnir en þeir eiga engan veginn heima í þriðja sæti. Keflvíkingar áttu að geta lagt þetta lið að velli á heimavelli, enda með miklu betra lið. En þeir fóru á taugum. Þess vegna áttu þeir titilinn ekki skilið þegar upp var staðið.

Annars er það skrýtið með grýlurnar í boltanum. KR hefur ekki unnið Keflavík í mörg ár. En KR mundi hins vegar aldrei tapað á heimavelli gegn Fram í leik sem gæti tryggt okkur titilinn. Við mættum þeim þrisvar í sumar, í deild og bikar, og unnum alla leikina örugglega. Meira að segja í fyrra, þegar ekkert gekk hjá okkur, tókum við fjögur stig af Fram.

En næsta sumar drepum við KR-ingar grýlur og ein grýlan sem fellur verður Keflavík. Ég er alveg sannfærðu um að við tökum a.m.k. þrjú stig af þeim. KR-liðið er á mikilli uppleið og verður mjög sterkt næsta sumar. Við fáum tækifæri til að sigrast á annarri grýlu sem er ÍBV á útivelli en Vestmannaeyingar eru aftur komnir upp í úrvalsdeild.

Ég veit hins vegar ekki hvort við náum að drepa FH-grýluna næsta sumar. Ég vona það innilega. En Keflavík heima og ÍBV úti eru vígi sem líklega falla.

Og það kemur ekki annað til greina en að vinna bikarinn um næstu helgi.

11 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þú ert eins og allir aðrir Kr ingar. Fullur af skít. Aldrei hefur þú sagt neitt af viti þegar knattspyrna á í hlut og ekki varð breyting á því núna. Menn sem hafa EKKERT vit á knattspyrnu ættu ekki að vera að tjá sig um hana. Láttu kjurt liggja og talaðu um eitthvað allt annað.
Helgi M.

6:01 f.h., september 28, 2008  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Hvort er þetta Frammari eða Keflvíkingur sem er svona reiður við mig? Það má vel vera að ég hafi ekki mikið vit á fótbolta en hefurðu fylgst með fótboltaumræðu á vefnum, t.d. á gras.is? Ég held að ég sé alveg gjaldgengur miðað við það sem gengur og gerist og ég held að það sé alveg viðurkennt að fleiri en útlærðir fótboltaþjálfarar eða atvinnumenn í knattspyrnu tjái sig um fótbolta.

2:40 e.h., september 28, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Einu sinni var sagt við mig.... Jón, mér finnst þú frábær náungi... það er aðeins bara eitt við þig og það er afar stórt atriði.. þú ert Valsari! (FH -ingur sem sagði þetta! - go figure :-)

Ég segi það sama við þig Ágúst minn.. þú ert frábær náungi... en mikið skelfing stingur það óskaplega að þú skulir vera það allra versta sem hægt er að vera í fótboltanum... sem sagt KR - ingur. Bara gerist ekki verra.. :-)

2:52 e.h., september 28, 2008  
Blogger Unknown said...

Það þýðir ekkert að draga fram úrslit einstakra leikja. Stigataflan lýgur ekki. Þegar upp var staðið lönduðu Framarar fleiri stigum en KR. Útrætt mál! Fram er betra en KR! Framarar voru sterkasta liðið síðasta þriðjung mótsins og verðskulda Evrópusæti næsta ár. Við bjóðum svo Fjölni velkominn í Evrópuhópinn!

4:53 e.h., september 28, 2008  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Þetta er engan veginn út í loftið hjá Ólafi. En það er samt voðalega erfitt að kyngja því að Fram sé betra en KR. Ef það ætti nú að skera úr um það með leik, hvernig væri hann? KR myndi vinna.

5:06 e.h., september 28, 2008  
Blogger Örn Úlfar said...

Ég hefði viljað sjá Keflavík hampa titlinum eins og þeir áttu skilið. Taugarnar brustu hins vegar - rétt eins og í fyrra þegar glæsilegur fyrri helmingur á mótinu fór allur í vaskinn eftir uppákomuna uppi á Skaga. Vona að Keflavík og KR berjist um titilinn á næsta ári. Búinn að fá nóg af þessum FH-ingum!

6:54 e.h., september 28, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Fram er betri knattspyrnu lið en KR vinur min, skoðað stigatöfluna. Lærðu að tapa í stað þess að væla eins og kelling. þessi KR hroki verður ykkur að falli í bikarnum, ég spái 3-1 fyrir fjölni

8:03 e.h., september 28, 2008  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Það má auðvitað búast við neikvæðum kommentum við svona færslu: Kelfvíkingar eru sárir yfir að hafa misst af titlinum og Frömmurum svíður að tapa alltaf fyrir KR. En að ég sé að væla hérna, það þarf nú hugmyndaflug til að sjá það út.

Örn Úlfar. Auðvitað væri gott ef einokun FH-inga yrði rofin en ég er ekkert viss um að það væri heppilegt fyrir KR að vera í einvígi gegn Keflavík um titilinn vegna þess að okkur KR-ingum gengur bölvanlega gegn Keflavík. Ég fer hins vegar ekki ofan af því að Keflavík átti titilinn ekki skilið finnst þeim tókst ekki að vinna Fram á heimavelli í úrslitaleik. Það er ekkert að því að tapa fyrir FH en að geta ekki unnið Fram á heimavelli þegar titillinn er í húfi - ja, þá eru taugarnar bara ekki nógu sterkar til að menn eigi titilinn skilið.

Það þýðir ekki að Framarar séu lélegir, en þeir eru ekkert topplið. Miðlungslið hafa áður slysast upp í 2. eða 3. sæti þó að slík lið vinni aldrei titilinn. KR varð til dæmis undir stjórn Teits Þórðarsonar í öðru sæti árið 2006 en við vorum langt frá því að vera þá með annað besta liðið, bæði Valur og Keflavík voru þá með betri lið en við.

En ég fæ æsta Framara og KEflvíkinga líklega ekki til að skilja hvert ég er að fara með þessum skrifum, því sumir sjá bara rautt þegar þeir sjá KR (en ekki svart og hvítt) og hugsa ekki skýrt.

11:51 e.h., september 28, 2008  
Blogger Egill Ó said...

Ágúst, með nákvæmlega sömu röksemdarfærslu og þú notar um Fram og KR (að KR hljóti að vera betri í fótbolta af því að þeir vinna fram þrátt fyrir að lenda neðar í deildinni) þá má halda því fram að HK sé betra lið en Valur. Og reyndar líka að West Ham hafi verið betri en Manchester United tímabilið 06-07.

Mælistikan á styrk liða eru 22 leikir, ekki 2. Eftir að bæði lið höfðu spilað 22 leiki voru KR-ingar með færri stig en Fram og færri sigra.

8:27 e.h., september 29, 2008  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ég skal viðurkenna að þú hefur rétt fyrir þér. Fram fékk fleiri sig, Fram var fyrir ofan KR í deildinni. Þetta er ekki hægt að véfengja. En því er ekki hægt að víkja heldur úr huganum að KR og Fram mættust þrisvar í sumar og KR vann alla leikina örugglega. Ekki bara einu sinni, þrisvar. - Og ég myndi frekar vilja mæta Fram í bikarúrslitaleiknum næsta laugardag en Fjölni. Þetta tengist líka pælingum mínum um grýlurnar. Ég efast því miður um að Keflavík hefði tapað fyrir KR á laugardaginn. Og þó. Hvað veit maður?

10:55 e.h., september 29, 2008  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

3:07 f.h., desember 01, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home