fimmtudagur, nóvember 13, 2008

Meira af einkamálunum

Nýtt TMM var að koma út, það síðasta sem Silja ritstýrir. Þar er ný smásaga eftir mig, Stolnar stundir, heitir hún. Auk þess er að finna þarna frekar jákvæðan ritdóm um Hliðarspor, skáldsögu sem kom út eftir mig í fyrra, en hún er ritdæmd í sömu grein og önnur bók, Tímavillt eftir Berglindi Gunnarsdóttur.

Varðandi markmið mín um BA-próf í heimspeki og þýsku er staðan sú að í heimspeki á ég eftir tvo litla byrjendakúrsa og BA-ritgerð. Annan kúrsinn, forspjallsvísindi, tek ég núna eftir áramót en hinn verð ég að taka næsta haust. Ég á alla þýskuna eftir og virðist mér að ég geti skráð mig í þrjú þýskunámskeið nú á vormisseri sem gefa samtals 15 einingar.

Ég hef þegar fengið hugmynd að BA-ritgerðarefni og er byrjaður að lesa undir ritgerðina. Mun því líklega ljúka henni snemma á næsta æri.

Ég mun lifa af harki og því sem ég á fyrir, vil þó helst ekki ganga á reiturnar. Hef þegar samið um eitt ritlistarnámskeið sem ég held eftir áramót.

Ég þigg með þökkum lausaverkefni við hæfi, prófarkalestur, textagerð og þýðingar úr ensku og þýsku - eða eitthvað annað. Ég er fljótvirkur, vandvirkur og ódýr en vil bara skipta við aðila sem eru borgunarmenn.

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

"[...] vil bara skipta við aðila sem eru borgunarmenn."

Þar fór það.

Rómverji

12:43 f.h., nóvember 14, 2008  
Blogger Harpa Jónsdóttir said...

Já - það er heldur betra að skipta við borgunarmennina.
Annars heyrði ég reyndar af konu sem þýddi smávegis fyrir prjónagarn, svo vöruskipti gætu kannski verið hugmynd? (Þú gætir auðvitað beðið um eitthvað annað en garn)

10:26 f.h., nóvember 14, 2008  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

3:08 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

p90x workout, asics shoes, reebok shoes, canada goose outlet, instyler ionic styler, longchamp, north face jackets, uggs on sale, giuseppe zanotti, hollister, abercrombie and fitch, mont blanc pens, babyliss, lululemon outlet, marc jacobs outlet, north face jackets, canada goose outlet, mcm handbags, nike trainers, ugg outlet, ugg, ugg boots, nike roshe, replica watches, ghd, valentino shoes, uggs outlet, birkin bag, nfl jerseys, jimmy choo shoes, soccer shoes, ugg boots, canada goose, nike huarache, beats headphones, insanity workout, canada goose outlet, new balance outlet, ugg soldes, ferragamo shoes, uggs outlet, soccer jerseys, mac cosmetics, herve leger, celine handbags, wedding dresses, vans outlet, chi flat iron, bottega veneta

3:46 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

pandora charms, moncler, toms outlet, timberland shoes, ray ban, hollister clothing, swarovski uk, canada goose, montre femme, ralph lauren, converse shoes, ugg, moncler, supra shoes, pandora uk, hollister, links of london uk, swarovski jewelry, uggs canada, baseball bats, gucci, lancel, canada goose, pandora jewelry, wedding dress, juicy couture outlet, moncler, hollister canada, thomas sabo uk, canada goose, iphone 6 case, coach outlet, replica watches, oakley, canada goose pas cher, parajumpers outlet, louboutin, moncler, moncler outlet, air max, karen millen, converse, vans, moncler, moncler outlet, louis vuitton canada, juicy couture outlet, nike air max

3:56 f.h., desember 01, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home