laugardagur, nóvember 08, 2008

Óþolandi óvissa

Telur sig einhver vita hvort við fáum þetta IMF eftir helgi eða ekki?
Verður umsóknin ekki afgreidd vegna andstöðu Breta og Hollendinga?
Getum við fengið Norðurlandalánið ef þetta tekst ekki?
Nægi andstaða Breta og Hollendinga? Gildir einróma álit eða meirihluti við slíkar afgreiðslu?
Er einhver hér sem hefur raunverulega innsýn í þessu mál?

12 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Nei

11:38 e.h., nóvember 08, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

ef björgvin & geir, sem sögðust standa við ábyrgð á öllum íslenskum innistæðum (inni í því eru icsave) segja af sér er mögulegt að arftakar þeirra géti logið sig út úr krísunni

11:43 e.h., nóvember 08, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

ef björgvin & geir, sem sögðust standa við ábyrgð á öllum íslenskum innistæðum (inni í því eru icsave) segja af sér er mögulegt að arftakar þeirra géti logið sig út úr krísunni

11:43 e.h., nóvember 08, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Reglur IMF eru einfaldar: Ísland reddar 2/3 og þeir borga út sinn Þriðjung. Málið verður ekki afgreitt fyrr. Andstaða Hollands og Englands skiptir engu um afgreiðsluna. Hins vegar skiptir máli að lán frá Norðurlöndum og Póllandi dekka aðeins helming af okkar hlut. Einu þjóðirnar sem hafa boðist til þess að lána okkur það sem á vantar eru Hollendingar og Bretar, en þeir mundu gera sitt framlag upptækt.

Geir mun leita um allan heim, en fá ríki munu skerast í leikinn vegna okkar hagsmuna og fórna á sama tíma tengslum við Holland og Bretland.

12:06 f.h., nóvember 09, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

En getur einhver vinsamlegast teiknað upp þá mynd sem blasir við okkur ef við fáum ekki þessi lán sem vantar? Fyrir utan það að við séum generally fucked!

Hvað afleiðingar mun það hafa??

kv, Erla

12:49 f.h., nóvember 09, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Fucked er tæpast orðið.
Þetta virkar eins og Kvikmyndamiðstöð íslands. Þú sækir um, sendir inn fullt af áætlunum osfrv. Þeir samþykkja upphæð sem hlutfall af heildarkostnaði, en borga ekkert út, nema öll upphæðin sé í hendi. Sennilegast er það skýringin á því að við erum að leita á undraleg mið,- Kína, Rússlands og hver veit Venesúela? Við erum ekki að fá fyrirgreiðslu á okkar slóðum.
Við verðum að hafa lánsloforð um $4bn annars er umsóknin ekki tekin fyrir.
Hollendingar og Bretar gera sitt besta til þess að náum ekki að loka dæminu og því gæti farið á versta veg.
Geir og Björgvin hafa einfaldlega ekki viljað deila þessu með okkur og skýringar þeirra á þessum seinagangi eru þvæla.
Það skásta sem hægt að gera er að tala til heimsins og segja frá okkar stöðu.

1:23 f.h., nóvember 09, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Nei, fucked er ekki orðið. Það er vægast sagt kjánalega vægt til orða tekið.

Ég er kominn á þá skoðun að við eigum að ganga aftur undir aðra af gömlu nýlenduherrunum okkar. Þessi sjálfstæðispæling var ágætis tilraun, en hún sprakk í andlitið á okkur og nú þurfum við að komast á gjörgæslu og láta svifta okkur sjálfræði. Við erum klárlega ekki í stakk búin til að vera fullvalda þjóð, fyrst við leyfum heilalausum kjánaprikum að sigla okkur í strand og aðhöfumst ekkert, þrátt fyrir margítrekaðar aðvaranir sérfræðinga, bæði innan lands og utan. Þetta sýnir það eitt að við kunnum ekki að fara með þetta svokallaða lýðræði okkar. Kosningar eru ekki svarið - við getum hvort sem er bara valið um kúk eða skít. Við þurfum bara að fá mömmu og pabba til að sækja okkur í bæinn, því við erum búin að æla og skíta á okkur og liggjum fyllerísdauð í eigin úrgangi.

12:19 e.h., nóvember 09, 2008  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ég hélt alltaf af Norðurlandapakkinn myndin dekka 2/3

Ég fæ hins vegar ekki séð að þetta sé ókljúfanlegt. Þetta hljómar eins og eitthvað sem verður reddað á endanum en ansi geta margir átt eftir að blæða þangað til.

1:20 e.h., nóvember 09, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Ef Geir og Árni vissu ekki af láni því sem Pálverjar buðu Íslendingum
hlýtur það að þýða að Íslendingar eru ekki með yfirráð lengur yfir fjármálum sínum og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er kominn með peningastjórnun Íslands á sínar hendur.

Getur ástæðan fyrir því að seinkar að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn afgreiði lánið til Íslands verið sú að ekki öll lönd eru tilbúin að bakka upp lán til Íslands á meðan engar breytingar sjást á stjórnarháttum hér? Sama ríkisstjórn og sama Seðlabankastjórn líka.
Getur verið að ef einhverjir hausar verða látnir fjúka hér að þá liðkist um Icesave-samninga?

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hlýtur að vinna eftir betra siðferði en Íslendingar eru vanir og íslenskra ríkisstjórnin virðist ekki skilja þetta.

Hollenski blaðamaðurinn í Silfri Egils, staðfestir þá skoðun að IMF setji það skilyrði fyrir láninu að hausar fjúki. Þess vegna er Geir að tala við Kínverja.
Blaðamaðurinn segir að beiðni til Kínverja laski enn frekar traust til Íslands á alþjóðavettvangi. Það eina til að lágmarka skaðann sé að fara að skilyrðum IMF.

3:52 e.h., nóvember 09, 2008  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

3:07 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

pandora charms, moncler, toms outlet, timberland shoes, ray ban, hollister clothing, swarovski uk, canada goose, montre femme, ralph lauren, converse shoes, ugg, moncler, supra shoes, pandora uk, hollister, links of london uk, swarovski jewelry, uggs canada, baseball bats, gucci, lancel, canada goose, pandora jewelry, wedding dress, juicy couture outlet, moncler, hollister canada, thomas sabo uk, canada goose, iphone 6 case, coach outlet, replica watches, oakley, canada goose pas cher, parajumpers outlet, louboutin, moncler, moncler outlet, air max, karen millen, converse, vans, moncler, moncler outlet, louis vuitton canada, juicy couture outlet, nike air max

3:56 f.h., desember 01, 2014  
Blogger Unknown said...

Ég er (Mr) .Allen Kraska af fjármálaþjónustu HEARTLAND. Við erum nú að bjóða einka-, viðskipta- og einkalán með mjög lágmarks árlega vexti eins lágt og 3% innan 1 ára til 20 ára endurgreiðslutímalengd til einhvers staðar í heiminum. Við gefum út lán innan lágmarkssviðs 2.500 kr. Að hámarki $ 50.000.000 USD. Lán okkar eru vel tryggð vegna hámarks öryggis er forgangsverkefni okkar. Vinsamlegast sendu okkur tölvupóst á allenfinancialservice7 @ gmail. com eða texta okkur á hvaða app á +1 631 341 5195

2:28 f.h., maí 19, 2018  

Skrifa ummæli

<< Home