föstudagur, nóvember 14, 2008

Stækkar Óskar Árni lesendahópinn?


Ég fékk þessa ágætu bók póstsenda og áritaða um daginn, Skuggamyndir - úr ferðalagi, eftir Óskar Árna Óskarsson. Höfundur hefur lengi verið í uppáhaldi hjá fagurkerum á borð við mig, með sínum látlausu myndum af litlu hlutunum í tilverunni, myndum oft hlöðnum mystík og fortíðarþrá. Nú þykir mér hins vegar líklegt - þó að raunar sé útilokað að spá um slíkt - að lesendahópur Óskars Árna eigi eftir að vaxa verulega með þessari nýju bók. Smáprósarnir í henni hafa nefnilega mun víðari skírskotanir en fyrri verk höfundar. Hann segir hér sögur af forfeðrum sínum ýmsum þar sem einna mest kemur við sögu skáldið Magnús Stefánsson aka Örn Arnarson. Textarnir í bókinni eru meira og minna í samhengi þar sem sögu persónanna vindur áfram, texta af texta. Lýst er fátæku en þrautseigu fólki, svipmiklum örlögum. Komið er víða við á landsbyggðinni og úr verður ferðalag skálds í senn vítt og breytt um landið og inn í þjóðarsögu. Verkið er sérstæð blanda af örsagnasafni, ættarsögu, sagnaþáttum og skáldsögu. Textarnir í bókinni eru auk þess venju fremur grípandi og halda lesendum föngnum.
Það verður semsagt fróðlegt að sjá gengi þessarar bókar á næstunni en umfram allt ánægjulegt að geta blaðað í henni aftur og aftur á næstu misserum og fengið innblástur.

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég er sammála þér, þessi bók er afbragð.
Mér hefur lengi þótt Óskar Árni eitt vanmetnasta skáld síðari ára. Hann er vel geymt leyndarmál bókmenntanna, en vonandi fara fleiri að opna augun skoða verk hans.

2:23 e.h., nóvember 14, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég gat raunar bara kíkt snöggt á bókina en varð spenntur og glaður. Smáprósarnir hans hafa annars verið þær gjafir sem ég hef gefið hvað oftast undanfarin ár. Ég held að flestir falli alveg fyrir þeim.

3:08 e.h., nóvember 14, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Þessi hljómar áhugaverð. Ætla að ná mér í hana. Takk fyrir upplýsingarnar.

Finnst leiðinlegt að koma ekki fram undir nafni, en veit ekki hvað ég á að gera í sambandi við vefslóð?
Björg

7:52 e.h., nóvember 14, 2008  
Blogger Harpa Jónsdóttir said...

Óskar er vanmetinn finnst mér og á það meira en skilið að fá fleiri lesendur.

6:28 e.h., nóvember 16, 2008  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

3:08 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

p90x workout, asics shoes, reebok shoes, canada goose outlet, instyler ionic styler, longchamp, north face jackets, uggs on sale, giuseppe zanotti, hollister, abercrombie and fitch, mont blanc pens, babyliss, lululemon outlet, marc jacobs outlet, north face jackets, canada goose outlet, mcm handbags, nike trainers, ugg outlet, ugg, ugg boots, nike roshe, replica watches, ghd, valentino shoes, uggs outlet, birkin bag, nfl jerseys, jimmy choo shoes, soccer shoes, ugg boots, canada goose, nike huarache, beats headphones, insanity workout, canada goose outlet, new balance outlet, ugg soldes, ferragamo shoes, uggs outlet, soccer jerseys, mac cosmetics, herve leger, celine handbags, wedding dresses, vans outlet, chi flat iron, bottega veneta

3:46 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

pandora charms, moncler, toms outlet, timberland shoes, ray ban, hollister clothing, swarovski uk, canada goose, montre femme, ralph lauren, converse shoes, ugg, moncler, supra shoes, pandora uk, hollister, links of london uk, swarovski jewelry, uggs canada, baseball bats, gucci, lancel, canada goose, pandora jewelry, wedding dress, juicy couture outlet, moncler, hollister canada, thomas sabo uk, canada goose, iphone 6 case, coach outlet, replica watches, oakley, canada goose pas cher, parajumpers outlet, louboutin, moncler, moncler outlet, air max, karen millen, converse, vans, moncler, moncler outlet, louis vuitton canada, juicy couture outlet, nike air max

3:56 f.h., desember 01, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home