sunnudagur, febrúar 22, 2009

Hitt og þetta og ekkert

Maður hélt að allt væri verra en svartsýnustu menn hefðu spáð en svo kemur í ljós að Icesave-skellurinn er tvöfalt minni en þeir bjartsýnustu hefðu vonað.

Kannski verður þetta bara mátulega erfið, mátulega stutt og holl kreppa.

Þess vegna er kannski hægt að blogga um léttvæga hluti. Heimspekilegar spurningar eins og þessar: Hvers vegna er leiðinlegra að ganga frá ryksugunni inn í alltof lítinn skáp en að þrífa öll gólfin? Hvers vegna er leiðinlegra að teygja á vöðrunum í 3 mínútur en skokka í 50 mínútur?

Kannski ekki mjög heimspekilegt.

Þessa dagana er ég að lesa undir próf og sinna ýmsum öðrum verkefnum. Fullmörgum. Í kvöld eru það samt skriftir. Í sumar mun ég ekki gera neitt nema að skrifa og jafnvel þó að það verði erfitt verður það stórkostlegur lúxus, meiri lúxus en nokkur jeppi eða einkaþota. Ég býst við að ég nái fjórum slíkum mánuðum á mínum þriggja mánaða starfslaunum.

Ég vil líta á starfslaunin sem opinn glugga. Hann gæti lokast aftur eða opnast upp á gátt. Núna langar mig líka til að þýða. Þá er ég ekki að tala um ógeðið sem ég þjösnaðist í gegnum síðast þegar ég missti dagvinnuna, árið 2002, heldur alvöruþýðingar. Alice Munro. Ég er með í smíðum bók sem er fjórar samtengdar sögur og það fer eftir áherslum í kynningu hvort bókin kallast smásagnasafn eða skáldsaga. Hugmynd að næstu bók á eftir er síðan skáldsaga með tveimur persónum úr þessari bók í smíðum. Auk þess langar mig annaðhvort til að þýða Runaway eftir Alice Munro eða bara sérvalið úrval af sögum hennar. Meginframtíðardraumurinn er 6 mánaða starfslaun, ritstörf og hark starfslaunalausa hluta ársins. Ef þýðingarstyrkur leggðist við 6 mánaða starfslaun væri ég orðinn full-time rithöfundur og þýðandi lepjandi eitthvað upp í háskólanum meðfram. Ég þarf nefnilega ekki svo miklar tekjur því ég skulda svo lítið, í rauninni ekki neitt ef eignir eru teknar inn í dæmið.

Upphaflega planið var að taka BA-próf og síðan kennsluréttindin til að reyna að koma sér í stöðu. En þar sem ég fékk fleiri launuð verkefni en ég átti von á og auk þess 3ja mánaða starfslaun þá er ég farinn að sjá fyrir mér meiri frílanstilveru. Eftir BA-prófið langar mig miklu meira í master í heimspeki heldur en kennslufræðin. Þau myndi ég bara taka út af tilteknum réttindum en þetta er erfitt og tímafrekt nám. Heimspekin er byrjuð að toga í mig, svona eins og næstsætasta stelpan á eftir smásögunni.

Um þetta vorum við Erla að þrasa dálítið i kvöld. Hún vill stóla á öryggið og sér það í stöðu framhaldsskólakennara.

En enginn veit hvar öryggið býr lengur og ólíklegt er að kennarastöður verði á lausu í nánustu framtíð.

Kannski er það praktískasta að stóla á eigin sérstöðu. Það er ég að gera núna. Við sjáum svo til með framhaldið.

8 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

"sértöðu"?

10:32 e.h., febrúar 22, 2009  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Takk

10:38 e.h., febrúar 22, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Þú veist að ef þú ert með MA-próf - og raunar þarftu ekki nema 45 einingar á MA-stigi - þá þarftu ekki nema 15 einingar í kennsluréttindin ...

10:58 e.h., febrúar 22, 2009  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ó, takk. Þarf að athuga þetta.

Og til hamingju með vefinn. Þú ert búinn að rífa hann vel upp.

11:41 e.h., febrúar 22, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Nú stefnir í kosningar og því ekkert að marka fréttir. En endilega haltu þig við bjartsýnina ...

11:57 e.h., febrúar 22, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Icesave reikningurinn er kominn, 72 milljarðar.. hvar eru fyrrum eigendur bankans með tékkheftið?

1:14 f.h., febrúar 23, 2009  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

4:09 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

p90x workout, asics shoes, reebok shoes, canada goose outlet, instyler ionic styler, longchamp, north face jackets, uggs on sale, giuseppe zanotti, hollister, abercrombie and fitch, mont blanc pens, babyliss, lululemon outlet, marc jacobs outlet, north face jackets, canada goose outlet, mcm handbags, nike trainers, ugg outlet, ugg, ugg boots, nike roshe, replica watches, ghd, valentino shoes, uggs outlet, birkin bag, nfl jerseys, jimmy choo shoes, soccer shoes, ugg boots, canada goose, nike huarache, beats headphones, insanity workout, canada goose outlet, new balance outlet, ugg soldes, ferragamo shoes, uggs outlet, soccer jerseys, mac cosmetics, herve leger, celine handbags, wedding dresses, vans outlet, chi flat iron, bottega veneta

4:16 f.h., desember 01, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home