miðvikudagur, apríl 29, 2009

Auglýsingabransinn

http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/entry/866627/

Auglýsingaheimurinn er sérkennilegur. Að minnsta kosti sá hluti hans sem snýst um hugmyndavinnu. Ég uppgötvaði fljótt að á því sviði eru öll gildi á floti og erfitt að festa hönd á nokkrum mælikvörðum um gott og slæmt. Í bókmenntum hef ég alltaf getað stuðst við nokkuð áþreifanleg viðmið. Í auglýsingaheiminum tók ég fljótt þá stefnu að halda mig innan þess sviðs að gera texta villulausa (það tókst reyndar ekki alltaf, ég gerði nokkur sorgleg mistök sem ég er enn að svekkja mig yfir þó að þau skipti engu máli í dag) og skrifa smekklegan og lipran texta þar sem við á (en jafnvel slík verk voru ekki alltaf hafin yfir afstæðan smekk annarra).

Hugmyndavinnan þótti mér vera súrrealískur frumskógur sem ég hætti mér ekki inn í. Þar er að finna gáfað fólk og fífl í bland. Engir eru sammála. Það virðist vera dyggð að vera aldrei sammála hugmynd næsta manns og hrósa aldrei neinu því hver og einn þarf að vera klárastur. Kannski eru auglýsingar þannig í eðli sínu að menn geta aldrei verið sammála um þær og það gildir þá jafnvel líka um þá sem koma að gerð þeirra. Þegar kemur að hugmyndavinnu eru 3-4 aðilar innan auglýsingastofu með mismunandi skoðanir á hvaða leið eigi að fara og síðan kannski jafnmargir aðilar frá viðskiptavininum. Viðskiptavinurinn ræður auðvitað þegar upp er staðið og hann er alltaf að skipta um skoðun. Að sjálfsögðu eru síðan bæði fífl og gáfað fólk meðal viðskiptavinanna, rétt eins og á stofunum.

Oft er niðurstaðan fín auglýsing. Oft hefur hún kostað mikil leiðindi og margar uppákomur en í lokin eru allir glaðir. Stundum er hins vegar eins og mestu fíflin hafi fengið að ráða. Niðurstaðan dýr og stórfurðuleg, grátbrosleg mistök. Hér er stórfenglegt dæmi um slíkt.

Tek fram að þess auglýsing kemur þeirri stofu sem ég vann á ekkert við og reyndar man ég ekki eftir jafnhrikalegum afglöpum þar. En það er aukaatriði því þetta er auglýsing frá einni stærstu stofu landsins.

12 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er vel heppnuð auglýsing.

5:04 e.h., apríl 29, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Nei, hún er reyndar hrikalega misheppnuð í alla staði :)

4:01 f.h., apríl 30, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Hún vekur athygli eins og auglýsingu ber að gera :)

1:14 e.h., apríl 30, 2009  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.

1:41 e.h., apríl 30, 2009  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Það er misskilningur að eina markmið auglýsinga sé að vekja athygli. Markmið þeirra er að fá fólk til að stunda ákveðna hegðun, kaupa ákveðna vöru eða haga sér á tiltekinn hátt (hér: versla ekki við fúskara). Það að auglýsngar veki athygli og hneysklun tryggir engan veginn tilætluð áhrif þeirra. - Ef ég kveikti í mér á Lækjartorgi myndi ég örugglega vekja mikla athygli. En væri ég þá orðinn mikill auglýsingamaður?

1:42 e.h., apríl 30, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Já, þá værir þú orðinn mikill auglýsingamaður. Sá sem sprengir sig í loft upp - svo dæmi sé tekið - er ekki að því til að fá fólk til að kaupa tiltekna vöru. Sá sem sprengir sig í loft upp er að vekja athygli á ákveðnum málstað - varpa ljósi á málstaðinn - auglýsa hann. Að þessu sögðu hvet ég þig eindregið til að fara varlega með eldfæri og stilla metnaði þínum í hóf.

2:25 e.h., apríl 30, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Þessi auglýsing grípur augað vegna þess að hún er mjög flott útfærð í sjónrænu tilliti (myndbygging, lýsing, litameðferð, sviðsetning, dramatísk tilþrif).

En hugmyndavinnan sem að baki liggur er eitthvað broguð.

Mér finnst það mjög oft vilja brenna við í íslenskri auglýsingagerð að hugmyndavinna/handritsgerð er í hálfgerðum molum. Menn settlast á einhverja álitlega hugmynd eftir langar diskúsjónir. Hin ráðandi skoðun virðist vera sú að hugmyndir séu allt. En því fer fjarri. Hugmyndir eru túkall dúsínið. Allt -- beinlínis allt - veltur á því hversu hugvitsamlega menn útfæra hugmyndir sínar. Hvaða búning menn fá þeim, hvaða birtingarmyndir þeir velja þeim.

Hgmyndavinna og handritsgerð stendur ekki á mjög sterkum fótum í ísleskum auglýsingastofum. Afleiðingin er sú að þeir sem sjá um hina sjónrænu þætti í auglýsingagerð (ljósmyndarar, leikaraval, förðun og búningar, leikmynd, kvikmyndagerðarmenn o.s.frv.) fá ekki nægilega sterkt dírektív frá hinum svokölluðu hugmyndasmiðum eða handritshöfundum og leika þarafleiðandi meira og minna lausum hala.

Sjálf flýtti ég mér að fletta framhjá þessari auglýsingu vegna þess að hún minnti mig á atriði í hryllingsmynd af því tagi sem ég myndi aldrei borga mig inn á. Datt ekki í hug eitt augnablik að setja mig inn í hvað væri verið að auglýsa eða hver auglýsandinn væri.

Ef auglýsing vekur ótta og andstyggð hjá konum almennt (vegna stuðandi grafísks innihalds) og er líka að mati allflestra karlmanna fremur óþægileg ásýndum, þá nær hún ekki tilgangi sínum.

Anna

10:25 e.h., apríl 30, 2009  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

4:12 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

p90x workout, asics shoes, reebok shoes, canada goose outlet, instyler ionic styler, longchamp, north face jackets, uggs on sale, giuseppe zanotti, hollister, abercrombie and fitch, mont blanc pens, babyliss, lululemon outlet, marc jacobs outlet, north face jackets, canada goose outlet, mcm handbags, nike trainers, ugg outlet, ugg, ugg boots, nike roshe, replica watches, ghd, valentino shoes, uggs outlet, birkin bag, nfl jerseys, jimmy choo shoes, soccer shoes, ugg boots, canada goose, nike huarache, beats headphones, insanity workout, canada goose outlet, new balance outlet, ugg soldes, ferragamo shoes, uggs outlet, soccer jerseys, mac cosmetics, herve leger, celine handbags, wedding dresses, vans outlet, chi flat iron, bottega veneta

4:17 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

pandora charms, moncler, toms outlet, timberland shoes, ray ban, hollister clothing, swarovski uk, canada goose, montre femme, ralph lauren, converse shoes, ugg, moncler, supra shoes, pandora uk, hollister, links of london uk, swarovski jewelry, uggs canada, baseball bats, gucci, lancel, canada goose, pandora jewelry, wedding dress, juicy couture outlet, moncler, hollister canada, thomas sabo uk, canada goose, iphone 6 case, coach outlet, replica watches, oakley, canada goose pas cher, parajumpers outlet, louboutin, moncler, moncler outlet, air max, karen millen, converse, vans, moncler, moncler outlet, louis vuitton canada, juicy couture outlet, nike air max

4:21 f.h., desember 01, 2014  
Blogger Unknown said...

qzz0424
chicago bulls
texans jerseys
polo ralph lauren outlet
rayban sunglasses
nike shoes
coach outlet store online
michael kors outlet
air jordan shoes
oakley sunglasses
coach outlet online

3:55 f.h., apríl 24, 2018  
Blogger yanmaneee said...

moncler outlet
cheap jordans
supreme clothing
bape hoodie
off white
curry 6
kobe basketball shoes
golden goose
supreme clothing
supreme

1:22 e.h., september 09, 2020  

Skrifa ummæli

<< Home