mánudagur, apríl 27, 2009

Lipur penni


Ólafur Arnarson er gamall bekkjarbróðir minn úr M.R. Ég hef aldrei leitt hugann að því hvort hann gæti skrifað bækur eða ekki en í sjálfu sér ætti það ekki að koma á óvart þar sem hann hefur starfað sem fréttamaður. Eftir að hafa lesið fyrstu 50 blaðsíðurnar í Sofandi að feigðarósi og einhverja aðra kafla á víð og dreif er hins vegar ljóst að hann er mjög lipur penni. Ég kem tæpast til með að mynda mér sérstaka skoðun á bankahruninu eftir lestur bókarinnar en les hana af forvitni og með opnum huga. En frá fyrstu setningu er ljóst að höfundur hefur gert sér far um að halda athygli lesenda og það án allra öfga. Hann hefur þetta í sér.


Hér er eitt lýsandi dæmi: "Hinn 23. september sat Lárus Welding fimm tíma fund í Abu Dhabi. Heimamenn héldu Ramadan í heiðri og í samræmi við trúarsiði múslíma voru engar veitingar á fundinum - ekki einu sinni blávatn."


Nú skiptir engu máli um staðreyndir þeirra mála sem hér eru reifuð hvort Lárus Welding fékk eitthvað að drekka á fundinum eða ekki. Höfundur sem hirðir bara um efnisstaðreyndir hefði leitt svona smáatriði hjá sér. Hins vegar er þessi fundur setinn á tíma mikils umróts og Lárus Welding er að verða miðpunktur í hringiðu örlagaríkra atburða. Það er mikil spenna í lofti. Að sjá hann fyrir sér á fimm tíma fundi í fjarlægu landi þar sem hann fær ekki að væta kverkarnar (vitandi það að auki að þetta er maður sem eflaust hefur sjaldan neitað sér um munað) gerir frásögnina líflegri en ella. Og þannig er allur textinn sem ég er búinn að lesa hingað til. Höfundurinn er aldrei með útúrdúra, hann heldur sig við efnið en með atriðum eins og þessum glæðir hann frásögnina lífi.


Hér er gott dæmi um spennuna sem höfundur hleður í textann:
"Undir kvöld á sunnudag var Össur Skarphéðinsson kallaður úr leikfimisal til að koma í síma. Á línunni var formaður Samfylkingarinnar sem talaði af sjúkrabeð í New York, Ingibjörg Sólrún tjáði Össuri að hann yrði að fara rakleiðis í Seðlabankann. Síðan hringdi hún sjálf beint í Jón Þór, aðstoðarmann Björgvins G. viðskiptaráðherra, og bað hann að fara líka. Loksins hafði viðskiptaráðuneytinu verið kippt inn úr myrkrinu. Þetta var kl. 18 á sunnudag og hvorki Össur né Jón Þór vissu nákvæmlega erindi sitt út í Seðlabanka."
Spennandi og fróðleg lesning. Þessi á eftir að rjúka út.





13 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Nú er spurning hvort að höfundur taki þessum pistli þínum fagnandi eður ei.

Vill hann láta taka sig alvarlegan sem spennusagnahöfund eða rannsóknarblaðamann?

10:08 e.h., apríl 27, 2009  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ekkert sem ég segi dregur í efa getu hans sem rannsóknarblaðamaður. Skil ekki hvernig þú færð það út. Og svo hef ég raunar ekki lesið nema hluta af bókinni.

10:15 e.h., apríl 27, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta var rosalega fyrirsjánaleg bók hjá honum Óla. Bara alveg eins og maður bjóst við af manni með hans tengsl og skoðanir.

Ég lít á þetta frekar sem skáldsögu en rannsóknarblaðamennsku. Útrásarvíkingarnir eru sem kórdrengir í hans meðförum. Það segir allt sem segja þarf.

10:18 e.h., apríl 27, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Ekki í minni athugasemd gaf heldur til kynna að þú hafir dregið í efa getu hans sem rannsóknarblaðamaður - heldur einungis vangavelta um möguleg viðbrögð höfundar við færslunni.

11:09 e.h., apríl 27, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Jæja gott fólk,

bara lítil athugasemd - maður dregur ekki í efa getu hans sem rannsóknarblaðamaður nema maður sé þessi rannsóknarblaðamaður sjálfur. Að öðrum kosti dregur maður í efa getu hans sem rannsóknarblaðamanns!

1:19 f.h., apríl 28, 2009  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Æ já, takk. Ég nenni nú ekki að hreinrita kommentin mín þó að ég lagi stundum villur í færslunum.

1:49 f.h., apríl 28, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Eg hlakka til ad lesa thessa bok, en eg gerir mer fulla grein thad er mjog flokid ad skrifa tæknilega um hrunid. Væri ahugavert ad vita hvernig var stadid ad ahættustyringu bankanna, samskipti Sedlabankans ,Fjarmaleftirlits,Stjornmalamanna, lagalegu hlidina,fjolmidlar,krossatengsl,bonusgreidslur og svo framvegis....annars geta menn lesid um Enron hrunid en thad er margt likt med thvi sem gerdist a Islandi, en kannski eins hrikalegt...

Ad hlusta a thetta vidtal

http://mbl.is/mm/frettir/kosningar/2009/04/27/fotbrotinn_sjalfstaedisflokkur/

madurinn var sjornarformadur i Landsbankanum... og talar um skril...eg lit a hann sem storglæpamann vegna Icesave....en vid erum Sikiley Nordursins...

1:35 e.h., apríl 28, 2009  
Blogger Salvor said...

Er þetta grín? þessi tvö dæmi sem tilgreind eru, eru mjög flatneskjuleg og gefa akkúrat ekki nein fyrirheit um stílbrögð

7:24 f.h., apríl 29, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Gullkorn Hannesar Hólmsteins

Var bent á þessi gullkorn af heimasíðu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar.

Þarna svarar hann spurningu Mannlífs um hver sé merkasti eða áhrifamesti núlifandi Íslendingurinn. Þetta er skrifað seinni partinn í júní 2008.

Hannes telur merkustu Íslendingana vera þrjá: Björgólf Guðmundsson, Davíð Oddsson og Geir Hilmar Haarde. Rökstuðningurinn Hannesar er óborganlegur. Þetta skýrir eiginlega allt um hvernig komið er fyrir íslensku samfélagi.

En hér eru punktar Hannesar :

Björgólfur Guðmundsson er ekki aðeins einn ríkasti Íslendingur, sem uppi hefur verið, eigandi banka og margra annarra fyrirtækja og fjölmiðla, heldur hefur hann líka öðlast mikið siðferðilegt áhrifavald. Hann er góðgjarn og skynsamur, og menn hlusta á hann. Hann er öðrum fyrirmynd, af því að hann er lifandi dæmi um það, að menn geta ratað í mikla erfiðleika, en brotist út úr þeim aftur og jafnvel orðið meiri og betri menn.

Davíð Oddsson er svo öflugur maður, að hann hefur ekki glatað áhrifum sínum, þótt hann sé ekki lengur í fylkingarbrjósti í stjórnmálum. Rætur áhrifa hans eru tvíþættar. Í fyrsta lagi nýtur hann mikillar virðingar og trausts þorra þjóðarinnar, þótt orðastrákar á kaupi hjá óvinum hans reyni að gera lítið úr því. Menn vita, hversu heill Davíð er og heiðarlegur, hreinn og beinn og hræsnislaus.

Í öðru lagi gegnir Davíð auðvitað enn lykilstöðu sem bankastjóri Seðlabankans. Hann hefur átt drjúgan þátt í því, að bankarnir virðast vera að komast út úr þeirri kreppu, sem þeir voru í. Vandlega er hlustað á Davíð í hinum alþjóðlega peninga- og bankaheimi. Fátt væri fjær Davíð en að láta gamlar væringar stjórna sér, þegar til kastanna kemur.

Geir H. Haarde hefur á stuttum ferli sínum sem forsætisráðherra bætt mjög við það traust, sem hann vann sér sem fjármálaráðherra og utanríkisráðherra. Hann er friðsamur og laginn, og þess vegna fer minna fyrir áhrifum hans en margra annarra, sem hærra gala. En hann er fastur fyrir, þegar á reynir. Öll þjóðin veit, þegar hún sér Geir, að hann vill vel og vinnur vel. Hann hefur líka góða menntun og er ákaflega frambærilegur. Það er til slíkra manna, sem leitað er á úrslitastundum.

1:47 e.h., apríl 29, 2009  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Skrýtin athugasemd frá Salvöru. Það er nákvæmlega ekkert flatneskjulegt við þessi textadæmi. Þetta er dæmi um mjög einfaldan stíl sem heldur lesendum föngnum. Það hentar bók eins og þessari best, ekki einhver skrúðmælgi enda snýst góður stíll ekki alltaf um margbrotið orðalag.

5:19 e.h., apríl 29, 2009  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

4:12 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

p90x workout, asics shoes, reebok shoes, canada goose outlet, instyler ionic styler, longchamp, north face jackets, uggs on sale, giuseppe zanotti, hollister, abercrombie and fitch, mont blanc pens, babyliss, lululemon outlet, marc jacobs outlet, north face jackets, canada goose outlet, mcm handbags, nike trainers, ugg outlet, ugg, ugg boots, nike roshe, replica watches, ghd, valentino shoes, uggs outlet, birkin bag, nfl jerseys, jimmy choo shoes, soccer shoes, ugg boots, canada goose, nike huarache, beats headphones, insanity workout, canada goose outlet, new balance outlet, ugg soldes, ferragamo shoes, uggs outlet, soccer jerseys, mac cosmetics, herve leger, celine handbags, wedding dresses, vans outlet, chi flat iron, bottega veneta

4:17 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

pandora charms, moncler, toms outlet, timberland shoes, ray ban, hollister clothing, swarovski uk, canada goose, montre femme, ralph lauren, converse shoes, ugg, moncler, supra shoes, pandora uk, hollister, links of london uk, swarovski jewelry, uggs canada, baseball bats, gucci, lancel, canada goose, pandora jewelry, wedding dress, juicy couture outlet, moncler, hollister canada, thomas sabo uk, canada goose, iphone 6 case, coach outlet, replica watches, oakley, canada goose pas cher, parajumpers outlet, louboutin, moncler, moncler outlet, air max, karen millen, converse, vans, moncler, moncler outlet, louis vuitton canada, juicy couture outlet, nike air max

4:22 f.h., desember 01, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home