fimmtudagur, apríl 30, 2009

Vinjettuhöfundar framtíðarinnar

Ármann Reynisson, sem kalla mætti fyrrverandi innrásarvíking fremur en útrásar-, lýsir því hvernig meðferð hann fékk eftir gjaldþrot Ávöxtunar undir lok 9. áratugarins. Hann sat inni í rúmlega eitt ár og allar eigur hans voru gerðar upptækar.

Er þetta kannski uppskrift að örlögum útrásarvíkinganna?

Annars rótast Jóhannes í Bónus eins og naut í flagi í Helgar-DV. Fjárglæframennirnir eiga enn einhver ítök í fjölmiðlunum. Hversu brengluð var myndin og umræðan þegar þeir réðu þeim öllum nema RÚV?

9 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Það var mjög brengluð öll umræða í fjölmiðlunum. Við tókum bara ekki eftir því eða þóttumst ekki taka eftir því. Það var svo hallærislegt að spila ekki með þessu frábæra góðæri. Það var sko ekki í tísku að vera "neikvæður".

5:23 e.h., apríl 30, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Þessi "Vinjettuhöfundur" Ármann Reynisson, sem var með fyrirtækið "Ávöxtun" á sínum tíma, auglýsti góða ávöxtun sparifjár grimmt þegar hann var upp á sitt besta. Sparifjáreigendur, svo sem öldruð móðir mín, töpuðu öllum sínum sparnaði hjá þessu fyrirtæki á sínum tíma. Hann mátti alveg fara á Kvíabryggu í eitt ár mín vegna. Hann ætti ekki að væla yfir því, ég veit um fólk sem tapaði andvirði íbúðar á þessu æfintýri á sínum tíma, lagði inn andvirði íbúðar og ætlaði síðan að kaupa aðra en fékk ekkert út því fyrirtækið lokaði.

11:53 e.h., apríl 30, 2009  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ég held að það hafi bara gert honum gott að taka út réttláta refsingu.

En spursmálið var hvort ekki biði eitthvað áþekkt eða verra fjárglæframönnum samtímans?

1:16 f.h., maí 01, 2009  
Blogger Andrés Magnússon said...

Að þeir verði látnir skrifa vinjettur? Nei, nú gengurðu of langt, Gústi! Þjóðin þoli ekki meir.

1:28 f.h., maí 01, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Við eigum eftir að lesa mikið af vinjettum.

Þetta verður helsta framleiðslan í landinu.

Svo verður reynt að fara í útrás með hana.

1:46 f.h., maí 01, 2009  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ég hugsa að þeir verði píndir til að sitja vinjettunámskeið hjá Ármanni. Hann kemur á Kvíabryggju og messar yfir þeim einu sinni í viku.

3:24 f.h., maí 01, 2009  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

4:12 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

`p90x workout, asics shoes, reebok shoes, canada goose outlet, instyler ionic styler, longchamp, north face jackets, uggs on sale, giuseppe zanotti, hollister, abercrombie and fitch, mont blanc pens, babyliss, lululemon outlet, marc jacobs outlet, north face jackets, canada goose outlet, mcm handbags, nike trainers, ugg outlet, ugg, ugg boots, nike roshe, replica watches, ghd, valentino shoes, uggs outlet, birkin bag, nfl jerseys, jimmy choo shoes, soccer shoes, ugg boots, canada goose, nike huarache, beats headphones, insanity workout, canada goose outlet, new balance outlet, ugg soldes, ferragamo shoes, uggs outlet, soccer jerseys, mac cosmetics, herve leger, celine handbags, wedding dresses, vans outlet, chi flat iron, bottega veneta

4:17 f.h., desember 01, 2014  
Blogger Unknown said...

zzzzz2018.6.12
nike chaussure
louboutin shoes
oakley sunglasses
moncler outlet
michael kors outlet online
clippers jersey
christian louboutin shoes
oakley sunglasses wholesale
carolina jerseys
canada goose jackets

3:42 f.h., júní 12, 2018  

Skrifa ummæli

<< Home