fimmtudagur, september 30, 2004

Menningarverðlaun DV verða afhent í dag en þau drógust um hálft ár vegna umskiptana á blaðinu. Tilnefndir rithöfundar fyrir síðasta ár eru Jón Kalmann með Snarkið í stjörnunum, Ólafur Gunnarsson með Öxina og jörðina, Vigdís Grímsdóttir með þríleik síðustu skáldsagna sinna, Einar Kárason með Storm og Rúnar Helgi Vignisson fyrir þýðinguna á Friðþægingu (Atonement) eftir Ian McEwan. Það gladdi mig auðvitað að sjá vin minn Rúnar Helga á þessum lista, en ekki síst vegna þess að þessi þýðing er mikið afrek. Það er eiginlega eins og McEwan sé orðinn íslenskumælandi að lesa þessa bók. Öxin og jörðin er líka góð en aðrar af tilnefndum bókum hef ég ekki lesið.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home