föstudagur, október 15, 2004

Þetta hefur verið hörmuleg tíð hjá þeim boltaliðum sem ég held með. Handboltalandsliðið koxað á tveimur stórmótum í röð. Þjóðverjar komust ekki upp úr riðlinum á EM í sumar, KR varð í 6. sæti í Landsbankadeildinni og knattspyrnulandsliðið hefur tæpast staðið sig jafnhörmulega undanfarin 30 ár. Búið er að ráða nýjan landsliðsþjálfara í handbolta, KR skipti um þjálfara og Völler sagði upp hjá Þjóðverjum og Klinsmann tók við. Þar er Kahn ekki einu sinni öruggur með sæti sitt. Ekkert er öruggt í heimi þar sem menn fá ekki að lifa á fornri frægð.

En knattspyrnulandsliðið? Hvað ætlar KSÍ að gera? Bara stækka bindishnútinn?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home