Elfriede Jelinek, er nafn nýja Nóbelsverðlaunahafans í bókmenntum. Austurrísk skáldkona. Hvers vegna gerist það æ ofan í æ að ég þekki ekki nafn Nóbelsverðlaunahafa í bókmenntum, hef aldrei heyrt þá nefnda áður? Ég meina, það er ekki eins og ég lesi ekki neitt! Að mínu viti er þetta reyndar mjög jákvætt. Ekki kæmi mér á óvart að margir af bestu rithöfundum heims væru lítt þekktir, jafnvel einhverjir þeirra ekki útgefnir. Snilldin lagar sig nefnilega ekki að markaðslögmálunum og hentugleika útgáfubransans. Og fáir utan Íslands vissu hver Halldór Laxness var þegar hann fékk Nóbelinn árið 1955.
Bloggsíða Ágústs Borgþórs
Smápistlar um bókmenntir, daglegt líf og fleira.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home