fimmtudagur, september 30, 2004

Ég kallaði mannræningja ítölsku stúlknanna í Írak hryðjuverkabavíana. Ég sá myndirnar af þeim á mbl.is og tók að ímynda mér einhverja svívirðu. Síðan kom í ljós að þeir höfðu ekki snert þær allan tímann en reynt að innræta þeim kennisetningar Íslams. Og svo slepptu þeir þeim. Ekki ætla ég að réttlæta mannrán en þetta sýnir að ég veit ekkert um þessi mál. Nákvæmlega ekki neitt. Og gildir einu þó að ég lesi dagblöðin reglulega.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home