miðvikudagur, október 13, 2004

Tíðindalítill en huggulegur upplestur í gærkvöld. Aðsókn var lítil. Þorsteinn Guðmundsson brilleraði eins og von var á. Salurinn var allt annað en hláturmildur en réð ekki við sig þegar Þorsteinn las. Það sagði sitt um stemninguna að fólk var að reyna að kæfa niður hláturinn. Stemning á samkomu er ófyrirsjáanleg og algjörlega ómeðvituð. Framundan er kynning á bókinni minni en hún kemur úr prentun í næstu viku. Útgáfuteiti verður í byrjun nóvember. Skruddumenn virðast vera á tánum, það líst mér vel á. Ég stefni á metsölu, þ.e. yfir 300 eintök. Met eru afstæð eins og margt annað.