föstudagur, nóvember 05, 2004

Er að fara hitta Hjörvar Pétursson í hádeginu. Er að lesa spennandi óbirta sögu eftir hann. Velti því fyrir mér hvort ég eigi eftir að sjá þá sögu innan spjalda á næsta eða þarnæsta ári. Það er aldrei að vita. - Mála stofuna um helgina. Rosalega verð ég feginn þegar því er lokið. Þá verður bæði útgáfuteitinu og stofumáluninni lokið. Útgáfuteitið var að vísu ekki leiðinlegt eins og málningarvinna er, en hvorttveggja hefur þó verið eins og farg á mér sem vil helst lifa tíðindalausu lífi og fiska eftir sögum úr þögninni og ímynduðu lífi annarra, fólki sem líður hjá glugga kaffihússins þar sem ég sit einn og grufla.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home