föstudagur, mars 11, 2005

Hrafn Gunnlaugsson skrifar í Morgunblaðið góða grein um áform um styttingu náms til stúdentsprófs. Fyrirsögnin er: Aðförin að æskuárunum. Í greininni spyr hann hvort tími skeiðklukkunnar sé runninn upp í menntun þjóðarinnar. Hann segir: "Hvaðan er sú pólitíska sýn runnin að líta á nemendur sem framleiðslueiningar sem verði að troða eins hratt og frekast er kostur í gegnum skóla og út á atvinnumarkaðinn?" - Í lokin segir hann: "Hvers vegna erum við í kapphlaupi við einhverja ímyndaða samkeppni við aðrar þjóðir? Samkeppni sem skýrslugerðarmenn hafa soðið fræðilega saman, og kallar á magn en ekki gæði, kallar á allt það sem velmegandi smáþjóð ætti ekki að taka sér til fyrirmyndar? Hvar er að finna það pólitíska afl sem mun frelsa okkur af skýrslu?"

Nú þurfa fleiri að láta í sér heyra um þetta.