þriðjudagur, mars 15, 2005

Meistarinn stendur tæplega undir nafni í dag enda var rútínu hans raskað með afdrifaríkum hætti. Ég er vanur að sofa frá sirka 2-4 á nóttunni til 9-9.30 á morgnana, góðum djúpum svefni. Í gærkvöld var hins vegar hringt í mig og ég beðinn um að mæta í vinnuna kl. 8 í morgun. Ég lagðist því til svefns heldur fyrr en vanalega með þann ásetning í huga að vakna kl. 7.30. Niðurstaðan var sú að ég sofnaði fyrst kl. 6.30 og fór í vinnuna með klukkustundarsvefn í hausnum.

Athyglisvert?

Veit ekki. Þetta er nú einu sinni bloggsíða og ég er syfjaður.