fimmtudagur, maí 05, 2005

Einn vinnufélagi minn, náungi að detta í fimmtugt, en lítur út fyrir að vera nokkrum árum yngri, er afskaplega rólegur og laus við streitu. Þó mæðir sérlega mikið á honum á vinnustaðnum enda gegnir hann mörgum hlutverkum. Hann er svo afslappaður að hann smitar frá sér róseminni og dregur þannig úr streitunni á staðnum þegar mest þarf á að halda.

Leyndarmálið á bak við jafnaðargeðið, sem fæstir halda á stað sem þessum, þar sem sífellt koma upp ágreiningsefni og kapphlaup verður við tímann, er nokkuð sérstakt: Á nóttunni dreymir hann að hann myrði fólk. Oft er um að ræða aðila sem fara í taugarnar á honum, en hann neitar því að vinnufélagar komi fyrir í þessum draumum. Það allra besta er að drápin fremur hann alltaf í sjálfsvörn, hann drepur fólkið til að bjarga eigin lífi. Hins vegar verða þetta oft afar blóðugir hildarleikir, stundum kviðristir hann óvinina með hníf. Hann vaknar síðan hæstánægður með að hafa bjargað eigin lífi og með hreina samvisku þess sem varist hefur í nauðvörn.

Síðan mætir hann sallarólegur í vinnuna.

8 Comments:

Blogger kristian guttesen said...

Ætlarðu ekki að taka þátt í hrollvekjusamkeppninni?

12:11 f.h., maí 06, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Nei, ég var eitthvað að bræða það með mér í marsmánuði en leist ekki á blikuna þegar ég fór að þreifa fyrir mér. Þegar ég á annað borð hef tíma til að skrifa núna þá fer það allt í stutta skáldsögu sem ég er að vinna í. Hvað með þig?

12:14 f.h., maí 06, 2005  
Blogger kristian guttesen said...

Nei, ég hafði planað „morðið á Stellu Blómkvist“ en síðan varð ekkert úr því.

2:13 f.h., maí 06, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Þú skrifaðir eitthvað af hrollvekjum í gamla daga, var það ekki? Ertu alveg hættur því?
Nasi

7:46 e.h., maí 08, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ég hef ekki skrifað hrollvekju eftir að ég varð alvöru rithöfundur. Má vel vera að ég hafi reynt við eitthvað slíkt í menntaskóla.

7:55 e.h., maí 08, 2005  
Blogger oakleyses said...

red bottom shoes, michael kors outlet online, true religion, tiffany and co jewelry, nike air max, oakley sunglasses, ray ban outlet, tory burch outlet online, tiffany jewelry, michael kors outlet, louis vuitton, nike outlet, oakley vault, kate spade outlet online, prada handbags, nike free, longchamp outlet, ray ban sunglasses, nike air max, coach outlet store online, burberry outlet online, christian louboutin, coach outlet, christian louboutin shoes, christian louboutin outlet, louis vuitton handbags, michael kors outlet store, michael kors outlet online, polo ralph lauren, cheap oakley sunglasses, chanel handbags, coach purses, coach outlet, prada outlet, kate spade outlet, polo ralph lauren outlet, burberry outlet online, longchamp handbags, true religion outlet, louis vuitton outlet online, gucci handbags, jordan shoes, longchamp outlet online, michael kors handbags, louis vuitton outlet, michael kors outlet online, louis vuitton outlet

1:56 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

birkin bag, ferragamo shoes, ugg, reebok shoes, asics shoes, insanity workout, hollister, giuseppe zanotti, chi flat iron, soccer jerseys, herve leger, jimmy choo shoes, uggs outlet, new balance outlet, replica watches, lululemon outlet, nike huarache, north face jackets, ugg boots, p90x workout, longchamp, canada goose outlet, uggs on sale, abercrombie and fitch, beats headphones, wedding dresses, vans outlet, valentino shoes, mac cosmetics, canada goose outlet, canada goose, uggs outlet, celine handbags, soccer shoes, nike roshe, mcm handbags, marc jacobs outlet, bottega veneta, mont blanc pens, ugg outlet, canada goose outlet, nfl jerseys, ugg soldes, babyliss pro, ghd, nike trainers, north face outlet, ugg boots, instyler ionic styler

2:12 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

uggs canada, louis vuitton canada, wedding dress, moncler outlet, vans, toms outlet, moncler, oakley, moncler, coach outlet, lancel, moncler, supra shoes, hollister clothing, pandora uk, montre femme, ray ban, ralph lauren, canada goose, canada goose, pandora charms, pandora jewelry, juicy couture outlet, parajumpers outlet, baseball bats, iphone 6 case, thomas sabo uk, canada goose pas cher, hollister, juicy couture outlet, converse, ugg, converse shoes, replica watches, moncler, canada goose, air max, nike air max, gucci, links of london uk, moncler outlet, louboutin, swarovski jewelry, swarovski uk, moncler, timberland shoes, hollister canada, karen millen

2:20 f.h., nóvember 29, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home