mánudagur, maí 02, 2005

Nærfataskúffuskýrsla

Klukkan er 11:19
Bindindin bæði hafa haldið
Það er rólegt að gera og ég er að hugsa um hvaða veitingastað ég á að fara á í hádeginu
Ég er staddur í miðri sögu eftir Barry Hannah um ævisöguritara sem nýtur þess að skjóta á fólk með loftriffli án þess að það sjái til eða hafi hugmynd um hvað hafi gerst - tek bókina með mér á veitingastaðinn
Ég verð frameftir í kvöld að skrifa. Var aftur grasekkill um helgina og lítið gekk en útlitið er samt gott.
Það er blettur í jakkanum mínum en hann sést ekki mikið
Ég fékk útborgað áðan - vantar nýja reikningsnúmerið hjá Erlu til að leggja inn hjá henni
KR-vorfiðringurinn er að byrja að hríslast um mig. Í haust verður KR kannski Íslandsmeistari á sama degi og ég lýk við uppkast að bókinni og kem henni í yfirlestur.
Ætla að sjá Chelsea og Liverpool á morgun ef Jón Óskar hefur samband. Nenni ekki að fara einn.

10 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

"Í haust verður KR kannski Íslandsmeistari á sama degi og ég lýk við uppkast að bókinni og kem henni í yfirlestur"
Er orsakasamhengi milli þessara atburða, helduru? Þetta virðist afskaplega ólíklegt.
/j

2:48 e.h., maí 02, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Nei, það er ekki orsakasamhengi á milli þessarra viðburða en engu að síður ber ég oft saman keimlíka atburði í lífinu sem endurtaka sig. Þetta er nú hvorttveggja frekar líklegt, sérstaklega meistaratitillinn.

3:13 e.h., maí 02, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Á hverju vori endurtekur þetta sig: menn eru fullvissir um að kr verði meistari...
/j

3:27 e.h., maí 02, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Það er spurning með Bjarnólf, hann er ansi harður af sér. J: Þetta er dálítið úrelt hjá þér, menn töluðu svona áður en KR varð meistari 1999, en síðan þá eru titlarnir orðnir 4.

3:55 e.h., maí 02, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

úreltar endurtekningar?
/j

4:23 e.h., maí 02, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Skilurðu mig ekki? KR varð ekki meistari í 31 ár. Alveg frá því rétt fyrir 90 og fram til 99 spáðu menn því á vorin að KR yrði meistari, en aldrei rættist það. Að þessu höfðu andstæðingarnir gaman. En núna eru komnir fjórir titlar á síðustu sex árum og þá hefur þessi athugasemd algjörlega misst bitið. Er það ekki nokkuð ljóst?

4:29 e.h., maí 02, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Jú, ég átti reyndar við það hvort þetta tímabil, 10. áratugurinn, ætlaði að endurtaka sig frá og með síðasta móti.
/j

5:14 e.h., maí 02, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ég ætla rétt að vona að það verði ekki.

5:18 e.h., maí 02, 2005  
Blogger oakleyses said...

birkin bag, ferragamo shoes, ugg, reebok shoes, asics shoes, insanity workout, hollister, giuseppe zanotti, chi flat iron, soccer jerseys, herve leger, jimmy choo shoes, uggs outlet, new balance outlet, replica watches, lululemon outlet, nike huarache, north face jackets, ugg boots, p90x workout, longchamp, canada goose outlet, uggs on sale, abercrombie and fitch, beats headphones, wedding dresses, vans outlet, valentino shoes, mac cosmetics, canada goose outlet, canada goose, uggs outlet, celine handbags, soccer shoes, nike roshe, mcm handbags, marc jacobs outlet, bottega veneta, mont blanc pens, ugg outlet, canada goose outlet, nfl jerseys, ugg soldes, babyliss pro, ghd, nike trainers, north face outlet, ugg boots, instyler ionic styler

2:12 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

uggs canada, louis vuitton canada, wedding dress, moncler outlet, vans, toms outlet, moncler, oakley, moncler, coach outlet, lancel, moncler, supra shoes, hollister clothing, pandora uk, montre femme, ray ban, ralph lauren, canada goose, canada goose, pandora charms, pandora jewelry, juicy couture outlet, parajumpers outlet, baseball bats, iphone 6 case, thomas sabo uk, canada goose pas cher, hollister, juicy couture outlet, converse, ugg, converse shoes, replica watches, moncler, canada goose, air max, nike air max, gucci, links of london uk, moncler outlet, louboutin, swarovski jewelry, swarovski uk, moncler, timberland shoes, hollister canada, karen millen

2:20 f.h., nóvember 29, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home