fimmtudagur, maí 05, 2005

Hefði skítkastarinn sagt að síðgelgjan myndi kalla þetta kröfuspjöld dauðans?

Á forsíðu Moggans 2. maí er mynd frá "kröfugöngu" á 1. maí. Algengasta áletrunin á kröfuspjöldunum er: "Höldum í 1. maí." - Er þetta nú alveg nógu beinskeytt? Þeir sem vilja halda í 1. maí hljóta væntanlega að meina að þetta eigi áfram að verða kröftugur baráttudagur. En eru "kröfur" á borð við þessa einmitt ekki lýsandi dæmi um hvað dagurinn hefur glatað lit sínum og tilgangi?

12 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Mér finnst þetta einstaklega beinskeytt og fullkomlega í takt við tímann. Þarna eru greinilega á ferðinni hugsjónamanneskjur sem eru að bregðast við vaxandi sinnuleysi stéttsystkina sinna, sem líta á 1. maí sem hvern annan frídag, sem þjónar því hlutverki helst í þeirra firrta og sögusnauða haus að bjóða uppá fyllerí þann 30. apríl og þynnkuvídeógláp frameftir næsta degi. Í fyrsta lagi er enn margt óunnið í baráttunni og stöðugt ný verkefni að bætast við, einsog dæmin sanna - Kárahnjúkar, byggingaverktakar á höfuðborgarsvæðinu, pitsustaðir o.fl. Í öðru lagi er 1. maí tilvalinn til að minna þetta sama velmegðarlið á að velmegð þeirra er allt annað en sjálfsögð, hún er afleiðing þrotlausrar baráttu um margra áratuga skeið. "Stétt með stétt" er einhver best heppnaða lygi stjórnmálasögunnar og ótrúlega margir hafa látið glepjast. Staðreyndin er sú að það velferðarþjóðfélag sem enginn miðaldra sjálfstæðismaður (ég undanskil hér frjálshyggjudrengina sem eiga eftir að átta sig á alvöru lífsins) vill losa sig við, er árangur margra ára harðvítugrar baráttu verkalýðshreyfingarinnar við auðvaldið, og þótt þetta þyki eftilvill gamaldags hugtakanotkun, þá er hún, þegar í grunninn er skoðað, engu ósannari fyrir vikið. Það sem kemur manni alltaf jafnmikið á óvart er þegar maður hittir fyrir sæmilega skynsamt fólk, jafnvel í verkamannastétt, sem trúir því statt og stöðugt að íhaldið sé þeirra helsti bandamaður - þessvegna fullyrðingin um best heppnuðu lygi stjórnmálasögunnar. Þitt íhald hryggir mig ekki síður en þeirra, því mér hefur virst þú mannvinur á villigötum, sem neitar einfaldlega að lesa á skiltin sem varða leið þína frameftir lífsins götu og benda þér ítrekað hvert hjartað vill, en heilinn eltir aurinn. Og þú mátt túlka aurinn í hvorri (megin-)merkingunni sem er...
Góðar stundir.

4:50 f.h., maí 05, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Alltaf gaman þegar svona lifaðir vinstrimenn eru að tala að ,,frjálshyggjudrengir" eigi eftir að átta sig á alvöru lífsins.
Hvað þarf maður að gera til þess átta sig á henni? Kannski lenda í greiðsluþroti með námslánin og stinga bara af til Kristjaníu og reykja hass og tala um Che og græn svæði á töffarakaffihúsum.
Annars er hin nýtilkomna velferð ekkert einhverri þrotlausri verkalýðsbaráttu að þakka. Heldur er hún auknu frelsi í viðskiptalífinu og lækkun skatta að þakka.

p.s. Hét ekki fyrirtæki Árna Þórs og Kristjáns Ragnars Alvara lífsins? Spurning hvort að þeir hafi áttað sig á henni.

1:26 e.h., maí 05, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ég held að þetta sé ekki spurning um að einhver stjórnmálaöfl séu vinir manns og vegjörðarkraftar heldur hvaða þjóðfélagsaðstæður og aðgerðir séu heppilegastar.

2:50 e.h., maí 05, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

1. maí hefur ennþá enhverja merkingu í hugum margra, virðist þó vera á undanhaldi.
Hvað á að verða um þennan dag? Hann lifir ekki áfram í óbreytti mynd. Bíða hans sömu örlög og uppstigningardags, merkingarlaus frídagur?

8:22 e.h., maí 05, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

http://www.bjornmargeir.blogspot.com/
Þessi leggur til að fyrsti maí verði alþjóðlegur dagur faðmlagsins.
Jónas

12:37 f.h., maí 06, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Það væru örugglega margir til í að faðma hana.

12:39 f.h., maí 06, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Ágúst, getur þú birt á síðunni orðskýringar eða skilgreiningar á hugtökum sem þú notar? Hver er til dæms síðgelgjan?
Eða skítkastarinn? Er hann eitthvað tengdur þessum traktor sem þú talar stundum um?

12:43 f.h., maí 06, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Nei, skítkastarinn var ég áður en ég byrjaði í bindindinu. Síðgelgjan er fólk að um þrítugt sem segir mikið "dauðans" þetta og hitt. "Bloggari dauðans" e.t.c. - Þetta orðalag er upprunnið, að ég held, úr Fóstbræðraþætti þar sem voru mjög fyndnir hrollvekjusketsar: Handklæði dauðans og Leigubílstjóri dauðans.

12:46 f.h., maí 06, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Jón Atli Jónasson byrjaði á 'dauðans' í þætti sem hann og Mikael Torfason voru með á morgnana á X-inu sem hét 5. janúar. Hann var með hugmynd að íslenskri sjónvarpglæpaseríu sem hann kallaði Reykjavík: Borg dauðans!

Tvíhöfði tók þetta síðan upp frá honum.

6:17 f.h., maí 06, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Jón Atli hefur margt merkilegt brallað enda eru virtir smásagnahöfundar farnir að líkja honum við Arthur Miller.

12:19 f.h., maí 09, 2005  
Blogger oakleyses said...

red bottom shoes, michael kors outlet online, true religion, tiffany and co jewelry, nike air max, oakley sunglasses, ray ban outlet, tory burch outlet online, tiffany jewelry, michael kors outlet, louis vuitton, nike outlet, oakley vault, kate spade outlet online, prada handbags, nike free, longchamp outlet, ray ban sunglasses, nike air max, coach outlet store online, burberry outlet online, christian louboutin, coach outlet, christian louboutin shoes, christian louboutin outlet, louis vuitton handbags, michael kors outlet store, michael kors outlet online, polo ralph lauren, cheap oakley sunglasses, chanel handbags, coach purses, coach outlet, prada outlet, kate spade outlet, polo ralph lauren outlet, burberry outlet online, longchamp handbags, true religion outlet, louis vuitton outlet online, gucci handbags, jordan shoes, longchamp outlet online, michael kors handbags, louis vuitton outlet, michael kors outlet online, louis vuitton outlet

1:56 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

uggs canada, louis vuitton canada, wedding dress, moncler outlet, vans, toms outlet, moncler, oakley, moncler, coach outlet, lancel, moncler, supra shoes, hollister clothing, pandora uk, montre femme, ray ban, ralph lauren, canada goose, canada goose, pandora charms, pandora jewelry, juicy couture outlet, parajumpers outlet, baseball bats, iphone 6 case, thomas sabo uk, canada goose pas cher, hollister, juicy couture outlet, converse, ugg, converse shoes, replica watches, moncler, canada goose, air max, nike air max, gucci, links of london uk, moncler outlet, louboutin, swarovski jewelry, swarovski uk, moncler, timberland shoes, hollister canada, karen millen

2:20 f.h., nóvember 29, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home