mánudagur, maí 16, 2005

http://www.visir.is/?PageID=91&NewsID=41543 Íslendingar hafa lengi átt fullt af heimsklassaleikmönnum í handbolta. Við ættum fyrir löngu að vera búnir að krækja okkur í heimsmeistaratitil. En við höfum klikkað á grundvallaratriðinu: markmannsþjálfun og jafnvel varnarleik. Núverandi landsliðsþjálfari, sem ég fagnaði mjög ráðningu á, virðist lítið skynbragð bera á varnarleik, miðað við það sem ég hef séð. Eftir leikina við Pólverja um páskana virtist hann vera þokkalega sáttur við varnarleikinn. Þá hugsaði ég með mér: "Gústi, þú hefur ekkert vit á þessu, kannski var þetta bara o.k." En síðan kom viðtal við Sigfús Sigurðsson sem staðfesti það sem mér hafði sýnst: Vörnin var hörmuleg og það lak allur andskotinn í gegnum hana. Og Pólverjarnir voru lélegir, fjandakornið, í þessum leikjum.

Íslendingar eiga heima á toppnum í handbolta. Það gerist ekki fyrr en vörn og markvarsla verða í sama klassa og hjá öðrum toppþjóðum.