miðvikudagur, júní 01, 2005

Ný saga

Sællar minningar hóf ég að skrifa stutta skáldsögu upp úr áramótum. Ég gerði eitt áhlaup að henni í janúar og febrúar og lagði því síðan, um 30 síðum. Fór að glíma við smásögur en hætti við þær. Síðan byrjaði ég aftur um páskana og skrifaði þá 10 síður (ég skrifa núna allstórar síður, með sirka 450 orðum per. síðu). Gekk mér mun betur í þetta skipti enda hafði ég tekið heilan (og hlægilega óþarfan) krónískan sjúkdóm af aðalpersónunni. Engu að síður sá ég strax eftir páska ég hafði farið of hratt yfir sögu.

Næsta eina og hálfa mánuðinn fór ég að juða. Það gefst oft afskaplega vel fyrir mig að juða. Ég byrjaði upp á nýtt og skrifaði ofboðslega hægt, var sífellt að stoppa og byrja upp á nýtt og endurskrifa, lúsaðist áfram með upphafskaflann að sögunni. Hreint ágætan og stórskemmtilegan kafla. Í leiðinni varð beinagrindin til og þessi fyrsti kafli er einn af sex og líklega ekki nema um einn sjöundi af lesmáli bókarinnar. En hann gæti nánast staðið í bók, svo fínn er hann.

EN. Eftir fyrsta hlutann kom dálítið stopp. Ég varð veikur, varð ofboðslega eirðarlaus og átti erfitt með að byrja á öðrum kaflanum þó að ég væri búinn að leggja línurnar að honum. Svo fór ég að skrifa útvarpspistla.

Nú kemur bomban. Í millitíðinni hef ég fengið hugmynd að annarri nóvellu. Mjög góða og áleitna hugmynd.

Í augnablikinu hef ég ekki hugmynd um hvort nýja nóvelluhugmyndin fær að gerjast og skrifast á eftir hinni eða hvort ég ýti þessari til hliðar og byrja á þeirri nýju.

Það fyndna er að enginn veit um hvað hvorug sagan er svo lesendurnir (sem einhver segir að séu 80, segjum þá 81 með Tinnu í Eymundsson) munu í raun aldri vita hvernig þetta allt saman æxlaðist.

Í versta falli verð ég ennþá blaðrandi hér um sögur í smíðum eftir fimm ár og engin bók komin út.

Nei, ætli það.

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

"Það fyndna er að enginn veit um hvað hvorug sagan er..." - þannig að allir vita a.m.k. um hvað önnur þeirra er, ef ekki báðar?
Að útúrsnúningum slepptum, þá hljómar þetta æsispennandi. Hvor verður ofan á? Og hver er hin góða og áleitna hugmynd? Og hvað se möllu öðru líður, hvernig sem allt veltist og snýst, þá vil ég þakka þér - fyrir hönd aðalpersónunnar og lesenda jafnt - fyrir að lækna greyið. Fátt er leiðinlegra en krónískir sjúklingar í skáldskap.

2:58 f.h., júní 02, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Lesendur bíða í ofvæni eftir frekari sigrum ÁBS á ritvellinum. Síðasta bók hans " Ryðgaða brauðrystin" hlaut einróma lof gagnrýnenda...

8:28 f.h., júní 02, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Satt segirðu, Tumi. Sjúkdóma eru bara hundleiðinlegir. Ef maður fær sjúkdóm þá fyrst er hægt að ímynda sér að þeir séu eitthvað annað.

Ano: Góður titill sem ég hef ekki notað enn sem komið er.

10:53 f.h., júní 02, 2005  
Blogger oakleyses said...

red bottom shoes, michael kors outlet online, true religion, tiffany and co jewelry, nike air max, oakley sunglasses, ray ban outlet, tory burch outlet online, tiffany jewelry, michael kors outlet, louis vuitton, nike outlet, oakley vault, kate spade outlet online, prada handbags, nike free, longchamp outlet, ray ban sunglasses, nike air max, coach outlet store online, burberry outlet online, christian louboutin, coach outlet, christian louboutin shoes, christian louboutin outlet, louis vuitton handbags, michael kors outlet store, michael kors outlet online, polo ralph lauren, cheap oakley sunglasses, chanel handbags, coach purses, coach outlet, prada outlet, kate spade outlet, polo ralph lauren outlet, burberry outlet online, longchamp handbags, true religion outlet, louis vuitton outlet online, gucci handbags, jordan shoes, longchamp outlet online, michael kors handbags, louis vuitton outlet, michael kors outlet online, louis vuitton outlet

2:41 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

uggs canada, louis vuitton canada, wedding dress, moncler outlet, vans, toms outlet, moncler, oakley, moncler, coach outlet, lancel, moncler, supra shoes, hollister clothing, pandora uk, montre femme, ray ban, ralph lauren, canada goose, canada goose, pandora charms, pandora jewelry, juicy couture outlet, parajumpers outlet, baseball bats, iphone 6 case, thomas sabo uk, canada goose pas cher, hollister, juicy couture outlet, converse, ugg, converse shoes, replica watches, moncler, canada goose, air max, nike air max, gucci, links of london uk, moncler outlet, louboutin, swarovski jewelry, swarovski uk, moncler, timberland shoes, hollister canada, karen millen

3:04 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger Unknown said...

hollister clothing
louis vuitton handbags
michael kors outlet clearance
mbt shoes outlet
michael kors outlet
cheap nfl jerseys
ferragamo outlet
instyler ionic styler
coach outlet canada
mulberry handbags
20170223caihuali

7:45 f.h., febrúar 23, 2017  
Blogger yanmaneee said...

air jordan
pg 4
yeezy boost 350 v2
cheap jordans
jordan 11
jordan retro
off white nike
birkin bag
yeezy shoes
moncler

1:38 e.h., september 09, 2020  

Skrifa ummæli

<< Home