þriðjudagur, desember 13, 2005

Ef fólk vill að öll stéttarfélög hafi óskorðað og sjálfstætt samningafrelsi þá verður að hætta að setja í kjarasamninga ákvæði um að umrædd starfstétt fái allar launahækkanir sem viðmiðunarstéttir kunna að semja um á samningstímanum.

En á meðan þessi ákvæði eru í flestum kjarasamningum þá er ekki hægt að hækka láglaunastéttir sérstaklega nema með samstilltu átaki margra stéttarfélaga.

Að viðurkenna ekki þennan veruleika er lýðskrum. Það er ennfremur lýðskrum að halda því fram að samningar á borð við þá sem gerðir voru við ófaglærða starfsmenn borgarinnar geti ekki haft í för með sér hættu á víðtæku launaskriði og víxlverkunum kaupgjalds og verðlags. Að benda á tekjuhæstu einstaklingana í tekjublaði Frjálsrar verslunar í þessu samhengi er líka lýðskrum. Engin starfstétt mér vitanlega hefur ákvæði í kjarasamingum sínum um að launahækkanir eigi að taka mið af kaupréttarsamningum stjórnenda í fjármálafyrirtækjum. Það kann að hljóma vel að grípa til slíkra dæma í argaþrasinu en það er jafn mikið rugl fyrir því.

Þegar borgarstjórinn spyr "Hvenær eiginlega má þá hækka laun þessa fólks" þá er það röng spurning. Rétta spurningin er "hvernig". Það þarf að gerast með víðtæku samráði margra stéttarfélaga eða allsherjar afnámi ákvæða í kjarasamingum um sambærilegar hækkanir og aðrir semja um.

Ég hef enga faglega innsýn í kjaramál. Ég veit þetta vegna þess að þetta blasir við augum þeim sem meta þessi mál hlutlægt.

13 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er ekki rétt hjá þér, vegna þess að þú ert sjálfstæðismaður.

5:21 e.h., desember 13, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Ert þú ekki ófaglærður?

7:09 e.h., desember 13, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Gústi minn, þegar ég las þessa ræðu þína um kjör undirmálsmanna fékk ég tremma, ég hafði heyrt þetta allt þúsund sinnum áður orð fyrir orð. Þú mátt eiga það að þú ert öflugur páfagaukur.

3:40 f.h., desember 14, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Sæll Gústi, ég er hjartanlega sammála þér! En er greindarvísitala mín ekki undir meðallagi.

1:56 e.h., desember 14, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Með öðrum orðum:

Þeir hópar sem lenda í því að þriðji aðilinn skilgreinir þær sem "viðmiðunarstétt" hafa ekki fullan samningsrétt í eigin málum, bara hinar.

Þetta er furðuleg hugmynd.

Það þýðir að í dag má rithöfundurinn Ágúst Borgþór semja um hvaða greiðslur sem er við bókaútgefandann sinn - en ef t.d. samninganefnd framhaldsskólakennara og menntamálaráðuneytisins myndu á næsta ári komast að samkomulagi um að laun kennara skuli taka mið af greiðslum fyrir ritstörf - þá horfði málið öðru vísi við. Þá væri staðan orðin sú að laun þín og samningar þínir væru ekki lengur þitt einkamál og ekki væri hægt að hækka þau nema með víðtækri sátt og aðkomu margra verkalýðsfélaga?

Hvaða lógík er í þessu? Hvaða rök eru fyrir því að þriðji aðili geti svipt heilu stéttirnar samningsrétti - og hvernig er hægt að slá því fram að þetta hljóti allir að skilja sem skoði málið hlutlægt?

Annað hvort aðhyllast menn þá afstöðu að kjarasamningar milli eins hóps launþega og vinnuveitenda séu þeirra einkamál, sem öðrum komi ekkki við - EÐA menn telja að við gerð kjarasamninga þurfi samningsaðilar að bera ábyrgð gagnvart öðrum stéttum og samningum þeirra. Ef síðari kosturinn verður ofaná hlýtur hann hins vegar að gilda um ALLA hópa, jafnt gangastúlkur sem stjórnarformenn. Annars lendir maður í þeirri fíflalegu aðstöðu að skilgreina kennara sem viðmiðunarhóp en rithöfunda ekki eða öfugt...

1:29 e.h., desember 15, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Með því að hætta að fá inn ákvæði í kjarasamninga okkar um að við eigum að fá sömu hækkanir og aðrir kunna að fá á samningstímabilinu, þannig og aðeins þannig veitum við hvert öðru óskoraðan samningsrétt. Ef ekki hangir þetta allt saman.

2:37 e.h., desember 15, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

En í færslunni þinni segirðu að SUMIR hafi óskoraðan samningsrétt (forstjórar o.þ.h. - því að enginn noti þá til viðmiðunar) en AÐRIR EKKI (þeir sem teljist "viðmiðunarhópar").

Er það ekki réttur skilningur á færslunni þinni?

Og ef það er réttur skilningur hjá mér, finnst þér þetta þá rökrétt afstaða?

Líturðu til dæmis á rithöfunda sem hóp sem er sjálfráður í samningum sínum um kaup og kjör - eða eru þeir hluti af því sem "hangir saman við allt hitt"?

Ef rithöfundar eru ekki viðmiðunarhópur - hvað þá með fólkið sem selur bækurnar þeirra með því að afgreiða á kassa?

Annað hvort eru allir á sama báti eða enginn, ekki satt?

5:24 e.h., desember 15, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Rithöfundar eru ekki launastétt, nema þeir sem eru á starfslaunum frá ríkinu. Að öðru leyti eru þeir bara sjálfstæðir atvinnurekendur að semja um prósentur og þóknun.
En stór stéttarfélög fólks með meðallaun fá síellt þau ákvæði inn í samninga sína að hækkanir annarra eigi að skila sér til þeirra. Þar er augljóslega ekki átt við kaupréttarsamninga forstjóra.

5:27 e.h., desember 15, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Eru rithöfundar ekki með kjarasamninga? Hvað kallar þú taxta rithöfundasambandsins?

7:40 e.h., desember 15, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Heldur þú Ágúst að útreikningar á kaupmáttarvísitölum og launaskriði í samfélaginu gangi bara út á að lesa launataxta Eflingar?

Þessi röksemdafærsla þín um "viðmiðunarstéttir" sem ekki megi hækka án þess að allir standi sameiginlega að því vs. stéttir "utan kvóta" sem geti rokið upp í launum án þess að það komi öðrum við, er svo órökrétt að ég trúi því ekki að þú haldir henni til streitu.

Þetta minnir á gömlu "vísitölubrauðin", þar sem menn ákváðu að skrilgreina þrjár tegundir af brauðum sem vísitölubrauð - og stóðu svo harðir á því að það væri engin verðbólga í gangi þótt snúðarnir og kleinurnar margfölduðust í verði, svo lengi sem franskbrauðið og rúgbrauðið stóðu í stað.

Ég hélt nú að allir sem muna eftir vísitölubrauðunum sæu í gegnum svona málflutning.

7:54 e.h., desember 15, 2005  
Blogger oakleyses said...

red bottom shoes, michael kors outlet online, true religion, tiffany and co jewelry, nike air max, oakley sunglasses, ray ban outlet, tory burch outlet online, tiffany jewelry, michael kors outlet, louis vuitton, nike outlet, oakley vault, kate spade outlet online, prada handbags, nike free, longchamp outlet, ray ban sunglasses, nike air max, coach outlet store online, burberry outlet online, christian louboutin, coach outlet, christian louboutin shoes, christian louboutin outlet, louis vuitton handbags, michael kors outlet store, michael kors outlet online, polo ralph lauren, cheap oakley sunglasses, chanel handbags, coach purses, coach outlet, prada outlet, kate spade outlet, polo ralph lauren outlet, burberry outlet online, longchamp handbags, true religion outlet, louis vuitton outlet online, gucci handbags, jordan shoes, longchamp outlet online, michael kors handbags, louis vuitton outlet, michael kors outlet online, louis vuitton outlet

4:35 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

birkin bag, ferragamo shoes, ugg, reebok shoes, asics shoes, insanity workout, hollister, giuseppe zanotti, chi flat iron, soccer jerseys, herve leger, jimmy choo shoes, uggs outlet, new balance outlet, replica watches, lululemon outlet, nike huarache, north face jackets, ugg boots, p90x workout, longchamp, canada goose outlet, uggs on sale, abercrombie and fitch, beats headphones, wedding dresses, vans outlet, valentino shoes, mac cosmetics, canada goose outlet, canada goose, uggs outlet, celine handbags, soccer shoes, nike roshe, mcm handbags, marc jacobs outlet, bottega veneta, mont blanc pens, ugg outlet, canada goose outlet, nfl jerseys, ugg soldes, babyliss pro, ghd, nike trainers, north face outlet, ugg boots, instyler ionic styler

4:35 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

uggs canada, louis vuitton canada, wedding dress, moncler outlet, vans, toms outlet, moncler, oakley, moncler, coach outlet, lancel, moncler, supra shoes, hollister clothing, pandora uk, montre femme, ray ban, ralph lauren, canada goose, canada goose, pandora charms, pandora jewelry, juicy couture outlet, parajumpers outlet, baseball bats, iphone 6 case, thomas sabo uk, canada goose pas cher, hollister, juicy couture outlet, converse, ugg, converse shoes, replica watches, moncler, canada goose, air max, nike air max, gucci, links of london uk, moncler outlet, louboutin, swarovski jewelry, swarovski uk, moncler, timberland shoes, hollister canada, karen millen

4:35 f.h., nóvember 29, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home