sunnudagur, desember 18, 2005

Meðal frægra (þokkalega)

Það er frumherjastemning á NFS í Skaftahlíð, allt í stressi og allt í hers höndum. Egill bað mig taugastrekktur að koma með bókastafla til sín inn í stúdóið. Þrátt fyrir stressið gekk allt snuðrulaust fyrir sig. Hannes Hólmsteinn heilsaði mér afar vinsamlega að fyrra bragði, ég hef ekki hitt hann áður, merkilegt nokk; hann sagðist hafa lesið eftir mig. Augljóslega hef ég einhvern tíma bloggað mig í mjúkinn hjá honum. Flestum þótti tíminn stuttur að þessu sinni enda var mörgum bókum sinnt og þarna saman kominn stór hópur kjaftaska. Halldór Guðmundsson bauð mér far eftir útsendingu niður á Laufásveg, líklega var hann á sama jeppanum og ég stakk mér upp í gleraugnalaus árið 2001, þegar ég hélt að hann væri Páll Þorsteinsson. Við ræddum eitt og annað á leiðinni, flest fellur sjálfkrafa undir trúnaðarskilgreininguna en þó er freistandi að láta þess getið að Halldór fór nokkuð fögrum orðum um Kristjón Kormák, þykir hann vera snjall piltur.

19 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þú varst nokkuð góður í Silfrinu, Gústi. Eitt heilræði þó. Ekki spyrja hina í settinu hvort þeir séu ekki sammála þér? Þarf ekki. Stattu með sjálfum þér.
Annars saknaði ég þess að ekki væri rætt um bókina Lífslogann sem er sennilega í hópi bestu jólabókanna núna. Man ekki hver skrifar hana, einhver fréttamaður held ég.
En nú ertu innvígður í imbanum, Ágúst, það finnst þér gaman...

12:26 f.h., desember 19, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ertu að tala um skáldsögu Björns Þorlákssonar, Lífslogann. Hefurðu lesið hana?

12:27 f.h., desember 19, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Þú varst ekki nógu vel klipptur. Hvenær er jólaklippingin?

1:05 f.h., desember 19, 2005  
Blogger Hermann Stefánsson said...

Hann hefur ekki farið hátt, sá logi. Er þetta góð bók, semsé?

1:51 f.h., desember 19, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

sæll hermann.
veit ei hót um logann, en hitt veit ég mætavel að höfundurinn, Björn Þorláksson, er drengur góður. Ætla ég honum tæpast að skrifa vonda bók.

u.

4:55 f.h., desember 19, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Var Gústi þarna? Tók ekki eftir því.Rann inní sviðmyndina.Tuðaði eitthvað um þýska boltann, meðan Halldór Guðmundsson var í aðalhlutverki. Sama gerðist þegar Ólafur Hannibalsson var þarna. Gústi var svona nikkdúkka, og mest upptekinn af að glápa á mónitorinn á gólfinu og fitla við hendurnar á sér.

9:25 f.h., desember 19, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Djöfull var Hermann Stefánsson steiktur þarna. Virkaði eitthvað vanstilltur.

9:48 f.h., desember 19, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Maður grípur ekki fram í fyrir svona stórum körlum.

11:24 f.h., desember 19, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Stórir? Þeir blaðra of mikið. Það fer þér vel að tala.

11:48 f.h., desember 19, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Hvað þykist þú líka vita um stjórnmál áttunda áratugarins. Varst bara krakki á þessum tíma og hefur litla þekkingu á sagnfræði og stjórnmálafræði.

1:25 e.h., desember 19, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Miklar framfarir. Yfirvegadur og meira frjals midad vid i fyrra.

2:01 e.h., desember 19, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Andskotans geta menn verið barnalegir.

2:21 e.h., desember 19, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Var það ekki barnið sem tók eftir því að keisarinn var ekki í neinu?

2:40 e.h., desember 19, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Góður punktur.

2:46 e.h., desember 19, 2005  
Blogger Hermann Stefánsson said...

afleitur punktur.
Þá voru aðrir tímar.
Nú steðja blessuð börnin frekar gerspillt, kviknakin og nafnlaus með drullukökur að alveg ókrýndu fólki.
En hva, svona er þetta.

3:48 e.h., desember 19, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Kærar þakkir fyrir innleggið og ég skal koma kveðjunni til skila. Ég les svo bókina þína við tækifæri. Já, ég er að vinna að skáldsögu núna og ef ég verð sáttur við hana kemur hún út næsta haust.

5:38 e.h., desember 20, 2005  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

1:27 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

p90x workout, asics shoes, reebok shoes, canada goose outlet, instyler ionic styler, longchamp, north face jackets, uggs on sale, giuseppe zanotti, hollister, abercrombie and fitch, mont blanc pens, babyliss, lululemon outlet, marc jacobs outlet, north face jackets, canada goose outlet, mcm handbags, nike trainers, ugg outlet, ugg, ugg boots, nike roshe, replica watches, ghd, valentino shoes, uggs outlet, birkin bag, nfl jerseys, jimmy choo shoes, soccer shoes, ugg boots, canada goose, nike huarache, beats headphones, insanity workout, canada goose outlet, new balance outlet, ugg soldes, ferragamo shoes, uggs outlet, soccer jerseys, mac cosmetics, herve leger, celine handbags, wedding dresses, vans outlet, chi flat iron, bottega veneta

1:52 f.h., desember 01, 2014  
Blogger Unknown said...

zzzzz2018.7.17
ugg boots
ray ban sunglasses
reebok shoes
longchamp handbags
air max 90
coach outlet online
true religion outlet
mulberry handbags
coach outlet online
ugg boots on sale 70% off

4:28 f.h., júlí 17, 2018  

Skrifa ummæli

<< Home