miðvikudagur, janúar 25, 2006

Póstmódernisminn virðist aftur hafa náð völdum í málverndunarumræðunni. Morgublaðið birtir fyrirsögnina Tungumálið ekki í hættu, eða eitthvað á þá leið, á baksíðunni í gær. Þar er semsagt stillt upp álitsgjafa á öndverðum meiði við hinn afdráttarlausa og skorinorða málflutning Páls Valssonar. Og hver er álitsgjafinn? Einhver 17 stelpa.

Stór hluti af stuttu Kastljósi í kvöld fór síðan í það að spyrja bólugrafna unglinga um hvort tungan væri í hættu. Flestir sögðu nei og hvers vegna nei? Jú, af því bara.

Hvers konar uppgerðar líberalismi er nú þetta?

13 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Það var engu að síður meira vit í því sem annar 17 ára unglingurinn í Mogganum sagði. Sem er kannski ekki erfitt því það var nákvæmlega ekkert vit í því sem Páll Valsson sagði, enda maðurinn að tjá sig um hluti sem hann veit ekkert um.

11:02 e.h., janúar 25, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Hananú. Þarf nú ekki nema bólugrafna 17 ára unglinga til þess að stimpla umræðu póstmóderníska?

12:08 f.h., janúar 26, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Íslenskunni stafar engin hætta af erlendum tökuorðum. Þau eru nauðsynleg. Miklu fremur ættum við að hafa áhyggjur af því hversu fátækleg tjáning ungs fólks er orðin, en tökuorð eru ekki nema lítill þáttur þess. Gott dæmi þessa (og ansi napurt líka) var strákurinn í Kastljósi í kvöld sem taldi íslenskunni bráð hætta búin af enskum slettum ('bus.is' og 'smoothie') en gat svo ekki klárað setninguna sem hann byrjaði á. Þar í liggur meginvandinn: tjáningin er fátæklegri en áður.

12:52 f.h., janúar 26, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Þeim er stillt þannig fram, táningunum, að viðhorf þeirra séu jafngild útgáfustjóranum.

12:55 f.h., janúar 26, 2006  
Blogger hallurth said...

hafa ekki slettur og tökuorð hverskonar fylgt íslenskunni lengi? þarf ekki frekar að hafa áhyggjur af hversu fátæklega unglingar (og svosum ekki bara þeir) fara með málið, og hversu vitlaust þeir tala það og skrifa? meira að segja einföldustu atriði: einhver benti á að það þyrfti ekki að hafa mikið áhyggjur af íslenskunni. er of flókið að hafa miklar áhyggjur?

2:39 f.h., janúar 26, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég held að langstærsta hættan sé sú að fólk er hætt að kunna sagnbeygingu. Látum þágufallssýki og lélega stafsetningu eiga sig í bili. Þegar Íslendingar kunna ekki lengur að beygja sögnina „að vera“, þá er mjög illt í efni. Og þetta er ekki einskorðað við unglinga, mikið af fullorðnu fólki kann þetta ekki. Til dæmis er notkun á „sé“ eitthvað sem fólk virðist ekki geta tamið sér. Ég las texta á netinu um daginn, sem var nokkuð vel stafsettur, en málfarsvillurnar voru mjög bagalegar, og þar kom fram eftirfarandi vitleysa, sem er hræðilega algeng, finnst mér:
„Það virðist vera að þeim er alveg sama að kallinn þeirra er að halda framhjá þeim...“

Þetta er hættan, að mínu mati. Ekki tökuorð, nema síður sé. Það er þverrandi tilfinning fyrir málinu, og hún held ég að gæti auðveldlega gengið af tungunni dauðri. Unglingar töluðu ekki svona vitlaust fyrir 10 árum þegar ég tilheyrði þeim aldurshópi. Þetta hefur snarversnað og það mjög hratt.

1:56 e.h., janúar 26, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Eyvindur frændi: Þú ættir ekki að lesa barnaland nema þú sért beinlínis að leita að ambögum.

Annars þykir mér merkilegt hvað hinir hugsandi menn, væntanlega alrosknir, sem hér kommentera, eru hallir undir skoðun Páls Valssonar. Getur verið að þið séuð dálítið félagslega einangraðir, piltar mínir?

2:20 e.h., janúar 28, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta var reyndar ekki af barnalandi... Það er ekki eini staðurinn sem fólk tjáir sig á með afbakaðri málfræði.

Ég er búinn að vera að reka mig æ oftar á svona, og líka það að fólki virðist mörgu hverju vera nokkurn veginn sama um tunguna...

3:39 e.h., janúar 29, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Só sorrí ... mér datt bara barnaland í hug sem staður til að ræða framhjáhald :)

Ég held að fólk noti miklu meira móðurmálið á þessum síðustuogverstu tímum (á þar við síðustu 2- 3 ár) en hefur nokkurn tíma tíðkast á Íslandi. Mér finnst unglingar nú á dögum talsvert flinkari í ritmáli en sami aldurshópur var fyrir 5 - 10 árum, svo ekki sé talað um á mínum eigin menntaskóla-og-sokkabandsárum. Þess vegna skil ég ekki almennilega tuðið í gömlu körlunum og enn síður tuð í fólki sem ekki er skriðið yfir fimmtugt ennþá. Eina mögulega skýringin er að obbinn af skælendum íslenskrar tungu lifi í eingangruðum húskofum (á borð við Árnagarð) eða umgangist enga aðra en sína jafnaldra og geti í félagi við þá búið til falskar ungmennafélagsminningar og sökkt sér í hið vinsæla umræðuefni "ungdómurinn nútildags" (sem á klassískri gullöld var orðað "O tempora, o mores!")

5:50 e.h., janúar 29, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er bara ekki rétt. Nú var ég unglingur fyrir 10 árum, og ég get fullyrt að krakkarnir sem ég umgekkst og var með í skóla voru töluvert betur talandi og skrifandi en krakkar eru í dag. Ég hef grafið upp dót síðan ég var í Hagaskóla, og það er mjög stór munur á þessu...

11:03 e.h., janúar 29, 2006  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

1:28 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

p90x workout, asics shoes, reebok shoes, canada goose outlet, instyler ionic styler, longchamp, north face jackets, uggs on sale, giuseppe zanotti, hollister, abercrombie and fitch, mont blanc pens, babyliss, lululemon outlet, marc jacobs outlet, north face jackets, canada goose outlet, mcm handbags, nike trainers, ugg outlet, ugg, ugg boots, nike roshe, replica watches, ghd, valentino shoes, uggs outlet, birkin bag, nfl jerseys, jimmy choo shoes, soccer shoes, ugg boots, canada goose, nike huarache, beats headphones, insanity workout, canada goose outlet, new balance outlet, ugg soldes, ferragamo shoes, uggs outlet, soccer jerseys, mac cosmetics, herve leger, celine handbags, wedding dresses, vans outlet, chi flat iron, bottega veneta

1:52 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

pandora charms, moncler, toms outlet, timberland shoes, ray ban, hollister clothing, swarovski uk, canada goose, montre femme, ralph lauren, converse shoes, ugg, moncler, supra shoes, pandora uk, hollister, links of london uk, swarovski jewelry, uggs canada, baseball bats, gucci, lancel, canada goose, pandora jewelry, wedding dress, juicy couture outlet, moncler, hollister canada, thomas sabo uk, canada goose, iphone 6 case, coach outlet, replica watches, oakley, canada goose pas cher, parajumpers outlet, louboutin, moncler, moncler outlet, air max, karen millen, converse, vans, moncler, moncler outlet, louis vuitton canada, juicy couture outlet, nike air max

2:02 f.h., desember 01, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home