mánudagur, janúar 30, 2006

Starfslaun eða brennivínspeningar?

Ég sótti ekki um starfslaun úr Launasjóði rithöfunda. Satt að segja uni ég mér ágætlega sem rithöfundur í hjáverkum þó að það geti verið erfitt. Erfiðara væri að brúa bilið frá 3ja mánaða launum og 6 mánaða launum upp í heilt ár, nú eða engjast um í froðufellandi bræði yfir því að fá ekki neitt og horfa upp á barnunga amatöra eins og einhvern Val Brynjar vera tekinn fram yfir mig.

Ég stend semsagt utan við þetta allt saman.

Í stillingu hagsmunaleysisins hef ég skilning á því að úthlutanir geta ekki orðið annað en umdeilanlegar og margir verðugir umsækjendur fá höfnun. Ég þekki suma þeirra og finnst að þeir hafi frekar átt að fá starfslaun en sumir sem þau fengu.

En það er enginn skandall. Starf nefndarinnar er erfitt og verður að e-u leyti að litast af fordómum hennar og smekk.

Í úthlutun þessa árs er hins vegar að finna eitt hneyksli og það eru þrír mánuðir Diddu. Hún hefur ekki gefið út bók síðan árið 1998. Á meðan eru fjölmargir höfundar sem hafa verið að senda frá sér efni ár eftir ár undanfarið að fá höfnun. Þetta er móðgun við þá.

26 Comments:

Blogger kristian guttesen said...

Didda hefur greinilega skilað inn góðu handriti og unnið sína umsókn af alúð og natni.

- kg

4:38 e.h., janúar 30, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Hikk - skál fyrir því!

5:20 e.h., janúar 30, 2006  
Blogger Hildur Lilliendahl said...

Hmm. Ætli það sé misskilningur í mér að ég sé um þessar mundir að lesa bók eftir Diddu sem kom út árið 1999? Kannski fór Forlagið áravillt?

Svo finnst mér fullhart að kalla Val Brynjar amatör án þess að reyna einu sinni að færa fyrir því rök. Hvað finnst þér?

2:19 e.h., janúar 31, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

1999? Ja, hérna. Þá er málflutningur minn fallinn. Eða kannski ekki. Fannst þér þetta vera rétti tímapuntkurinn til að veita Val Brynjar starfslaun, honum af ógrynni annarra eiginútgáfuljóðskálda, honum fremur en t.d. Bjarna Bjarnasyni. Þú getur kannski komið með einhver önnur rök en þau að hann sé vinur þinn.

2:23 e.h., janúar 31, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Það allra versta er að svona óskiljanlegar úthlutanir lykta af því að höfundar séu að hórast utan í nefndunum, séu að væla í þeim og sendandi þeim jólakort. Það er algjörlega óþolandin en dæmigert fyrir þetta kunningjasamfélag. Ég meina, hver getur skýringin verið önnur. Hver í fjandanum veit annars hver Valur Brynjar Antonsson er? Og hver man eftir Diddu? Var hún ekki hætt að skrifa?

2:30 e.h., janúar 31, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Ágúst ertu alveg að missa vitið drengur? Hvers lags krafa er það skálda að þau skrifi mikið? Þegar þú hugsar um Snorra Hjartarson er það þá ljóður á hans ráði að hafa eingöngu gefið út fjórar ljóðabækur? Þessi laun eru eins og svo margt annað framleiðslu hvetjandi og stundum þyrftu verk miklu frekar að liggja í salti en hálfköruð á einhverju hlaðborði í Bónus. Listamannalaun af þessu tagi ættu að tryggja að menn skrifi minna frekar en meira. Átta ár eru mjög stuttur tími í lífi góðra rithöfunda og þrír mánuðir líða eins og hendi sé veifað þegar fólk leggur metnað í það sem það er að gera. Sem betur fer líta fæstir á það að skrifa bækur sem dægradvöl á borð við fluguhnýtingar, smákökubakstur og trimm. - RPR

3:22 e.h., janúar 31, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Á hverju í óskpöpunum eiga úthlutundarnefndir að byggja öðru en afköstum og gæðum undanfarinna ára? Áru? Sjötta skilningarvitinu? Góðum drykkjustíl?

3:23 e.h., janúar 31, 2006  
Blogger Hildur Lilliendahl said...

Sko Ágúst. Láttu ekki svona.

1. Didda er frábært skáld. Ef þessi ritlaun, þótt skítleg hafi verið, verða til þess að hún skrifi nýja bók, þá er ég sátt.

2. Valur Brynjar fékk viðurkenningu þegar Ljóðstafur Jóns úr Vör var veittur í fyrra. Hann var auk þess gefinn út hjá Nýhil, ekki beinlínis sjálfum sér. Þrátt fyrir fordóma þína, þá er ekki alveg hvaða bók sem er gefin út hjá Nýhil.

3. Ég sagði ekki að mér þætti VBA eiga ritlaun inni hjá ríkinu umfram önnur ungskáld, ég sagði að það væri hart að kalla hann amatör án þess að færa rök fyrir því. Og ég stend við það, það er hreint og beint barnalegt. Hvort hann átti ritlaunin skilið umfram til dæmis suma vini hans sem ekki fengu, er aftur á móti önnur umræða á öðrum grundvelli og það talsvert áhugaverðari. En þetta viðhorf þitt er áhugavert engu að síður og lýsandi fyrir biturðina í þér. Hefurðu lesið stafkrók eftir Val Brynjar?

3:38 e.h., janúar 31, 2006  
Blogger Hildur Lilliendahl said...

Gæði umfram magn Ágúst, að sjálfsögðu!

3:41 e.h., janúar 31, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

1. Ég skal viðurkenna að ég veit ekki neitt um VBA, fyrir utan það að ég blaðaði í ljóðabók eftir hann í bókabúð einhvern tíma og leist nokkuð vel á hana. Ég efast hins vegar stórlega um að úthlutunarnefndin viti nokkurn skapaðan hlut um verk hans; öðru nær hafi hann verið duglegur við að spjalla við meðlimi hennar undir fjögur augu, eða þá að þetta fólk sé bara að beita einhverri happa og glappaaðferð. Ég veit hins vegar að hefði ég sótt um starfslaun og þurft á þeim sárlega að halda, hefði ég orðið bandbrjálaður yfir því að óþekkt og kornungt ljóðskáld væri tekið fram yfir mig.

2. Eiga starfslaunanefndir að leita uppi fyrrverandi rithöfunda og segja: Þessi skrifaði góðar bækur í gamla daga, við skulum láta hann fá starfslaun í von um að það komi ný bók frá honum. Hvers konar djöfulsins kjaftæði er nú þetta, dúfan mín?

3. Það er ekki maklegt af mér að kalla Val Brynjar amatör - en miðað við það hverjir fá höfnun ár eftir ár þá finnst mér ekki tímabært að veita honum starfslaun. Reyndu að hrekja það með einhverju öðru en almennu snakki!

3:48 e.h., janúar 31, 2006  
Blogger Iceland Today said...

Didda ætlar að skrifa íslenska Bukowski sögu. "Búskolla" á hún að heita. Síðustu sjö ár hafa farið í rannsóknarvinnu.

3:56 e.h., janúar 31, 2006  
Blogger Eiríkur Örn Norðdahl said...

Hvað ætli þú vitir um það hvar eða hvernig nefndin hefur komist í kynni við verk Vals Brynjars? Hann hefur unnið til verðlauna, lesið upp út um allar trissur, gefið út bók sem seldist ágætlega, liststýrt myndlistarsýningu í Norræna húsinu og messað um list, heimspeki og menningu svo víða að ég kann varla að telja það upp. Ég hugsa að allir sem láta sér á annað borð annt um ljóðlist á Íslandi sé fullkunnugt um hann og hans ljóð. Hann hefur hreinlega vakið athygli. Það er óumdeilanlegt.

Svo er Hildur ekki dúfan þín. Hún veit alveg hvers dúfa hún er.

Reyndu svo að haga þér ekki alltaf svona eins og froðufellandi bavíani. Þú ert alltof stór um þig til að þessar hreyfingar fari þér vel.

Bestu kveðjur,

þinn,

Eiríkur

4:04 e.h., janúar 31, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ætlarðu að segja mér að ekki sé hægt að nefna fjölmarga höfunda sem státa af öðrum eins og merkari ferli en VBA og fá ekki starfslaun? Annars er þetta skemmtilegt innlegg, alltaf gaman að heyra í þér, ekki vantar það.

4:18 e.h., janúar 31, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Það er rétt að hafa í huga að hér er um starfslaun listamanna að ræða. Það er ætlast til þess að menn vinni fyrir því kaupinu. Eða þannig átti það að vera. Raunin hefur hins vegar orðið sú að þarna veður uppi klíkuskapur og greiðasemi við blankt fólk, sem hefur við tækifæri pissað utan í einhverja músuna. En ef menn vorkenna fólki og vilja veita þeim aðstoð í lífsbaráttunni eiga menn að nota félagslega kerfið til þess, nú eða að gauka að þeim seðli sjálft, eins og þorri góðhjartaðra Reykvíkinga gerði þegar Dagur heitinn Sigurðarson innheimti Daggjöldin. Að vísu má minna á heiðurslaunasjóðinn, en úr honum er útdeilt án tillits til vinnuframlags. Didda myndi vafalaust sóma sér vel þar, þó hún skrifi engin ósköp.

5:38 e.h., janúar 31, 2006  
Blogger Eiríkur Örn Norðdahl said...

Og þá ber að sjálfsögðu einnig að hafa í huga að þetta eru ekki laun fyrir liðið ár, eða síðustu átta (6 er líklega nær lagi reyndar - Gullið í höfðinu kom út jólin 1999 eins og Hildur benti á), heldur einmitt það sem var að hefjast. Það væri því réttara að spyrja að leikslokum hjá Diddu en að þrugla út í loftið um að ókunnugt fólk sé sískandalíserandi fyllibyttur sem vaði í einhverjum menningarelítuvinum.

5:51 e.h., janúar 31, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Helvíti gott, Eiríkur. Um að gera að púkka upp á eitthvert lið sem einhvern tíma hefur skrifað eitthvað, láta það fá starfslaun og sjá svo til. Getur ekki
klikkað. Annað er bara þrugl út í loftið.

5:59 e.h., janúar 31, 2006  
Blogger Hildur Lilliendahl said...

Hvaða fólk er þetta annars sem þú ert að tala um, sem fékk höfnun?

6:25 e.h., janúar 31, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Bjarni Bjarnason
EÖN
Kristján Kormákur
Sölvi Björn Sigurðsson


Svona í fljótu bragði. Sjálfur hef ég ætíð fengið höfnun, t.d. strax eftir að ég hef verið að gefa út bók sem hefur fengið fína dóma.

6:28 e.h., janúar 31, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Eyvindur P. Eiríksson hefur fengið höfnun öll undanfarin, t.d. rétt eftir að hann fékk Laxness-verðlaunin. Ég hef ekki vælt við mínar hafnanir og í sjálfu sér er ekkert athugavert við áðurnefndar hafnanir - það eru fleiri frambærilegir höfundar en peningarnir geta dekkað - það er hins vegar óþolandi að rekast á svona rugldæmi, ekki síst þegar maður eins og Bjarni Bjarna er orðinn tekjulaus á meðan.

6:37 e.h., janúar 31, 2006  
Blogger Birgitta Jónsdóttir said...

er það ekki frekar skandall að rithöfundar sem að ættu að geta lifað af sínum höfundalaunum séu að fá starfslaun. hvernig stendur á því að forlögin geti ekki borgað sínum metsöluhöfundum laun?
getur ríkið ekki veitt þeim tildæmis gullpenna sem viðurkenningu fyrir vel unnin störf?
og hvað með þann galla í umsókninni að ekki er hægt að sækja um til þriggja mánaða en samt er veitt til þriggja mánaða?

8:51 e.h., janúar 31, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Fyrir hluta af símasölugróðanum ættu allir rithöfundar, sem vilja, að fá 3 ára laun. Eftir þann tíma ætti að vera hægt að sjá hverjir verðskulda að fá áframhaldandi styrki.

11:17 e.h., janúar 31, 2006  
Blogger Kristjón Kormákur said...

Nú stendur mér algjörlega á sama um að ég hafi ekki fengið starfslaun, fæ þau eftir næstu bók.

Annað mál: Ég hef lesið nokkur ný ljóð eftir Diddu sem eru þó óútgefin en þau sannfærðu mig um að hún ætti skilið að fá laun til að ljúka sinni bók.

Annað mál: Þessi leiðinlegu komment um drykkju eða ekki drykkjusiði Diddu eru fyrir neðan allar hellur. Ég hélt fyrst að þetta væru mistök hjá þér en þú heldur stöðugt áfram. Fólk hefur fleiri orður á sér enn eina, horfðu líka á allar hinar orðurnar sem þessi stúlka hefur. Það er ekki þessi eina sem gera þig að manneskju eða segir til um hver þú ert.

Næsta færsla mín, þegar þú færð starfslaun, verður með þessari fyrirsögn: Starfslaun eða peningar fyrir átvagl?

Í úthlutun þessa árs er hinsvegar að finna eitt hneyksli og það eru þrír mánuðir Ágústs Borgþórs. Ég meina, maðurinn er alltaf étandi og starflaunin verða örugglega öll tekin út í Bónus.

3:17 f.h., febrúar 01, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Umrædd virðist lifa í mjög meðvirku umhverfi.

11:59 f.h., febrúar 01, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Ágúst þú ert svo leiðinlegur að mig langar í drykk; mig langar beinlínis að drekka mig út úr heiminum!

12:29 e.h., febrúar 01, 2006  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

1:28 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

p90x workout, asics shoes, reebok shoes, canada goose outlet, instyler ionic styler, longchamp, north face jackets, uggs on sale, giuseppe zanotti, hollister, abercrombie and fitch, mont blanc pens, babyliss, lululemon outlet, marc jacobs outlet, north face jackets, canada goose outlet, mcm handbags, nike trainers, ugg outlet, ugg, ugg boots, nike roshe, replica watches, ghd, valentino shoes, uggs outlet, birkin bag, nfl jerseys, jimmy choo shoes, soccer shoes, ugg boots, canada goose, nike huarache, beats headphones, insanity workout, canada goose outlet, new balance outlet, ugg soldes, ferragamo shoes, uggs outlet, soccer jerseys, mac cosmetics, herve leger, celine handbags, wedding dresses, vans outlet, chi flat iron, bottega veneta

1:52 f.h., desember 01, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home