mánudagur, apríl 03, 2006

Ég spjallaði við bráðhuggulega konu á Ölstofunni á föstudagskvöldið. Þetta var mjög siðsamlegt hjá okkur en hún sagðist eiga 33 ára gamlan kærasta (sjálf var hún 36) sem væri frekar stjórnsamur og hún vildi satt að segja vera laus við hann í kvöld og geta um frjálst höfuð strokið. Hann væri t.d. svo afbrýðisamur að eflaust yrði hann argur ef hann sæi hana tala við mig. Stuttu síðar birtist kærastinn og reyndist vera allþekktur og í seinni tíð nokkuð umdeildur söngvari. Hann benti á mig og spurði stúlkuna hvasst: "Hver er þetta?" - Þau kvöddu samt friðsamlega. Mér líkaði vel við hana. Þetta var ósköp vinalegt.

Ennþá fallegri kona gaf mér auga við barinn, eflaust til að stríða gömlum manninum. Mér þótti það óþægilegt, leit undan, en auðvitað kitlaði það líka þó að ég reyndi að leggja ekki of mikla merkingu í það. Stuttu síðar rabbaði ég við kærasta þeirrar stúlku á salerninu og hann reyndist vera mikill slagsmálahundur. Kom því í ljós þetta kvöld að gott er að láta konur annarra manna eiga sig.

Annars hitti ég haug af fólki: Einar Örn Gunnarsson, Kristjón Kormák, Guttesen og Hermann Stefánsson stöppuðu í mig stálinu út af skriftunum sem satt að segja hafa ekki gengið vel síðan ég kláraði síðustu bók. Einnig ræddi ég við Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur sem mér á óvart er gengin í Samfylkinguna. Enda er hún gift Ágústi Ólafi Ágústssyni. Ég lét hana líka ósnerta.

31 Comments:

Blogger Ljúfa said...

Það hefur greinilega verið stuð.

1:36 e.h., apríl 03, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Já og ansi troðið.

1:58 e.h., apríl 03, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Djöfulsins nagli og daðrari er Bloggþórinn!

2:39 e.h., apríl 03, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Var þetta Geir Ólafs?

2:56 e.h., apríl 03, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Er ekki nóg fyrir þig að þiggja þjónustu vændiskvenna einu sinni til tvisvar í viku?

Þú segir frá því hér neðar. Giftur maðurinn.

5:09 e.h., apríl 03, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

hvers vegna ertu að leika fábjána? Hvað færðu út úr því?

5:16 e.h., apríl 03, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Nenni varla að svara þessu. Geri það samt. Ég er ekkert að leika. Þú sagðir þetta sjálfur. Ertu farinn að kalka?

5:46 e.h., apríl 03, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Mikið endlaust erkifífl geturðu verið, maður eða kona. Ég var að fjalla um vændi, eins og aðrir, og þá kom einn asninn og sagði að ég hefði örugglega persónulega reynslu af því. Og ég svaraði honum svona. Óskaplegt endalaust fífl geturðu verið. Er virkilega til svona mikið af fíflum eða ertu einstakt tilfelli?

5:50 e.h., apríl 03, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Svo þykist þú ekki nenna að svara þessu? Þú? Það ert þú sem ert að bulla hérna inni á kommentakerfinu mínu.

5:51 e.h., apríl 03, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

ÁGÚST BORGÞÓR SVERRISSON GERIR UPP VIÐ VÆNDIÐ

-fór um skeið einu sinni í viku en er hættur!

,,Þetta vatt upp á sig"

6:02 e.h., apríl 03, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Einu sinni í viku var of mikið.

6:04 e.h., apríl 03, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Dag eftir dag, viku eftir viku, mánuð eftir mánuð kallar Ágúst fólk fífl og þaðan af verra. Hvað segir þetta manni?

6:59 e.h., apríl 03, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég dró Önnu.is á Ölstofuna á föstudagskvöldið og ætlaði að kynna hana fyrir þér og Þórdísi en svo sá ég hvorugt ykkar þarna þegar til kom. Mér tókst þó að kynna hana fyrir Bloggara Dauðans. Upp úr þessu spunnust umræður á anna.is um að halda bloggsamkvæmi eitthvert kvöldið.

Og mundu að ef þú átt þér ekki öfundarmann, þá ertu að gera eitthvað rangt.

7:02 e.h., apríl 03, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

"og þá kom einn asninn" þakka nafngiftina. Alveg með ólíkindum hvernig þú getur látið.Skríkjandi kvennsmannsraddir,veltandi í bolladufti í Svartagarði, erótískar þýðingar í Tígulgosanum.Hættu láta einsog kaþólskur prestur.

7:14 e.h., apríl 03, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Hvað ertu að rausa? Menn koma hingað inn nafnlausir og bulla einhverja steypu, oftast dónaskap, vilja síðan að ég komi fram við þá af einhverri virðingu.

7:15 e.h., apríl 03, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Afsakið dónaskapinn og nafnleyndina.

7:19 e.h., apríl 03, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

...og fórstu þá einn heim af Ölstofunni?

Þú getur allavega ekki sakað um nafnleysi. Dónatali þínu verður að vísa til föðurhúsanna.

7:22 e.h., apríl 03, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ég fór einn heim af Ölstofunni, já. Ég hætti ekki á að svara þessu með brandara. Burt með húmorinn, hann er hættulegur.

7:24 e.h., apríl 03, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Hver er eiginlega Einar Örn Gunnarsson?

ef þú ert að neimdroppa þýðir ekki að gera það með nóboddíum.

7:35 e.h., apríl 03, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Er það intellektet eða afrakstur hjólreiða,hlaupa og hóflegs mataræði sem heillar stúlkunar eða ertu bara góður hlustandi þegar þær láta dæluna ganga?

7:45 e.h., apríl 03, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Já, ég veit að Einar Örn Gunnarsson er ekki þekktur, hann er bara svo flottur karakter að ég gleymdi mér. Ljótur, ég veit satt að segja ekki hvort ég nýt kvenhylli, það er óskaplega langt síðan ég lét reyna á það, og þá virtist ég ekki njóta hennar, þ.e. upp úr 1980. Ég hef hins vegar sterklega á tilfinninguna að ég gæti notið hennar núna, kannski er það sjálfsblekking, en ég held að sú ára sem fylgir giftum mönnum á skemmtistöðum sé nokkuð aðlaðandi, þ.e. að það vantar í mann hungrið, maður er ekki of ákafur, en samt alltaf til í að spjalla.

9:58 e.h., apríl 03, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Ágúst er næstum pottþétt orðljótasti Bloggari Íslands og þó víðar væri leitað. Hvernig væri að halda keppni um að kenna honum mannasiði?

Það verður kraftaverkamanneskja sem tekst það.

Komið svo með uppástungur um verðlaun.

11:08 e.h., apríl 03, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Einar Örn Gunnarsson hefur ritað snilldarsögur.

12:05 f.h., apríl 04, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Hættið þið nú þessari atlögu að Ágústi. Þetta er komið nóg af þessu bulli.

Annars er þessi Elías frekar til þess fallinn til að herja á. Enda vægast sagt undarlegur maður þar á ferð.

2:05 f.h., apríl 04, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Bring it on.

2:11 f.h., apríl 04, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Þeir eiga engan sjens í Elías og þeir geta ekki æst hann svona upp.

2:15 f.h., apríl 04, 2006  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

1:30 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

p90x workout, asics shoes, reebok shoes, canada goose outlet, instyler ionic styler, longchamp, north face jackets, uggs on sale, giuseppe zanotti, hollister, abercrombie and fitch, mont blanc pens, babyliss, lululemon outlet, marc jacobs outlet, north face jackets, canada goose outlet, mcm handbags, nike trainers, ugg outlet, ugg, ugg boots, nike roshe, replica watches, ghd, valentino shoes, uggs outlet, birkin bag, nfl jerseys, jimmy choo shoes, soccer shoes, ugg boots, canada goose, nike huarache, beats headphones, insanity workout, canada goose outlet, new balance outlet, ugg soldes, ferragamo shoes, uggs outlet, soccer jerseys, mac cosmetics, herve leger, celine handbags, wedding dresses, vans outlet, chi flat iron, bottega veneta

1:54 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

pandora charms, moncler, toms outlet, timberland shoes, ray ban, hollister clothing, swarovski uk, canada goose, montre femme, ralph lauren, converse shoes, ugg, moncler, supra shoes, pandora uk, hollister, links of london uk, swarovski jewelry, uggs canada, baseball bats, gucci, lancel, canada goose, pandora jewelry, wedding dress, juicy couture outlet, moncler, hollister canada, thomas sabo uk, canada goose, iphone 6 case, coach outlet, replica watches, oakley, canada goose pas cher, parajumpers outlet, louboutin, moncler, moncler outlet, air max, karen millen, converse, vans, moncler, moncler outlet, louis vuitton canada, juicy couture outlet, nike air max

2:05 f.h., desember 01, 2014  
Blogger raybanoutlet001 said...

canada goose jackets
ray ban eyeglasses
supreme new york
coach outlet online
cheap oakley sunglasses
nike store
kate spade outlet
ralph lauren outlet
coach outlet
coach outlet online
zzzzz2018.4.29

4:32 f.h., apríl 29, 2018  
Blogger بروكر said...


I definitely love this site.
https://prokr2020.home.blog/
prokr2020.blogspot.com
https://prokr2020.weebly.com/prokrservices
https://www.prokr.net/ksa/jeddah-water-leaks-detection-isolate-companies/

5:53 e.h., nóvember 17, 2019  

Skrifa ummæli

<< Home